Faraldurinn setur svip sinn á minningarathafnir um hryðjuverkin 11. september Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2020 15:14 Biden (t.v.) og Pence varaforseti (t.h.) heilsuðust að Covid-sið þegar þeir hittust á minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkárásanna í New York í morgun. AP/Amr Alfiky/New York Times Minningarathafnir um hryðjuverkaárásirnar 11. september í Bandaríkjunum hafa farið fram með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar enn. Bæði Donald Trump forseti og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, ætla að heimsækja minnisvarða um flugvél sem hryðjuverkamennirnir rændu og brotlenti í Pennsylvaníu. Nítján ár eru í dag liðin frá því að hryðjuverkamenn, flestir þeirra frá Sádi-Arabíu, rændu fjórum farþegaþotum og flugu tveimur þeirra á Tvíburaturnana í New York. Þeirri þriðju flugu þeir á varnarmálaráðuneytið utan við Washington-borg en farþegar í þeirri fjórðu náðu að yfirbuga hryðjuverkamennina og brotlenti vélin á akri í Shanksville í Pennsylvaníu. Hryðjuverkin eru þau verstu á bandarísku landsvæði en hátt í þrjú þúsund manns létu lífið á stöðunum þremur, langflestir í New York. Ættingjar fórnarlamba árásanna komu saman á tveimur stöðum í New York í dag, þar á meðal á minningartorgi þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Til þess að draga úr smithættu í kórónuveirufaraldrinum var hætt við áralanga hefð þar sem ættingjar lesa upp nöfn þeirra látnu „Við verðum að muna áfram. Allt landið er á niðurleið. Það er eitt á fætur annars og núna er Covid. Ég er ánægð með að þetta er samt haldið,“ segir Kathy Swift sem var viðstödd aðra athöfnina við AP-fréttastofuna en bróðir hennar var á meðal þeirra sem létust í New York. Minningarathöfnum annars staðar hefur sums staðar verið aflýst vegna faraldursins eða þær haldnar með breyttu sniði. Í Pentagon, byggingu varnarmálaráðuneytisins, fengu aðstandendur þeirra látnu þar ekki að vera viðstaddir minningarstund. Trump-hjónin héldu þagnarstund á mínútunni sem farþegaþota hrapaði í Pennsylvaníu fyrir nítján árum í morgun.AP/Alex Brandon Halda hvor í sínu lagi til Pennsylvaníu Trump forseti sagði að fórnarlömb árásanna yrðu alltaf áminning um að Bandaríkin myndu alltaf rísa upp og verja sig þegar hann hélt ræðu við minnisvarða í Shanksville í dag. Fjörutíu manns fórust með flugvélinni sem hrapaði þar. Biden fyrrverandi varaforseti og forsetaefni Demókrataflokksins ætlar einnig að heimsækja Shanksville síðdegis. Hann var viðstaddur minnigarathöfn í New York í morgun. Þeir Mike Pence varaforseti heilsuðust með olnbogunum að Covid-sið áður en athöfnin hófst. Báðir voru þeir með grímur. Hvorugur þeirra tók til máls en venja er að stjórnmálamenn haldi ekki ræður við þetta tilefni. Framboð Biden sagðist hafa hætt við allar sjónvarpsauglýsingar í dag. Áður en Biden lagði af stað til New York í morgun sagðist hann ekki ætla að gefa út neinar pólitískar yfirlýsingar í dag. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Sjá meira
Minningarathafnir um hryðjuverkaárásirnar 11. september í Bandaríkjunum hafa farið fram með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar enn. Bæði Donald Trump forseti og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, ætla að heimsækja minnisvarða um flugvél sem hryðjuverkamennirnir rændu og brotlenti í Pennsylvaníu. Nítján ár eru í dag liðin frá því að hryðjuverkamenn, flestir þeirra frá Sádi-Arabíu, rændu fjórum farþegaþotum og flugu tveimur þeirra á Tvíburaturnana í New York. Þeirri þriðju flugu þeir á varnarmálaráðuneytið utan við Washington-borg en farþegar í þeirri fjórðu náðu að yfirbuga hryðjuverkamennina og brotlenti vélin á akri í Shanksville í Pennsylvaníu. Hryðjuverkin eru þau verstu á bandarísku landsvæði en hátt í þrjú þúsund manns létu lífið á stöðunum þremur, langflestir í New York. Ættingjar fórnarlamba árásanna komu saman á tveimur stöðum í New York í dag, þar á meðal á minningartorgi þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Til þess að draga úr smithættu í kórónuveirufaraldrinum var hætt við áralanga hefð þar sem ættingjar lesa upp nöfn þeirra látnu „Við verðum að muna áfram. Allt landið er á niðurleið. Það er eitt á fætur annars og núna er Covid. Ég er ánægð með að þetta er samt haldið,“ segir Kathy Swift sem var viðstödd aðra athöfnina við AP-fréttastofuna en bróðir hennar var á meðal þeirra sem létust í New York. Minningarathöfnum annars staðar hefur sums staðar verið aflýst vegna faraldursins eða þær haldnar með breyttu sniði. Í Pentagon, byggingu varnarmálaráðuneytisins, fengu aðstandendur þeirra látnu þar ekki að vera viðstaddir minningarstund. Trump-hjónin héldu þagnarstund á mínútunni sem farþegaþota hrapaði í Pennsylvaníu fyrir nítján árum í morgun.AP/Alex Brandon Halda hvor í sínu lagi til Pennsylvaníu Trump forseti sagði að fórnarlömb árásanna yrðu alltaf áminning um að Bandaríkin myndu alltaf rísa upp og verja sig þegar hann hélt ræðu við minnisvarða í Shanksville í dag. Fjörutíu manns fórust með flugvélinni sem hrapaði þar. Biden fyrrverandi varaforseti og forsetaefni Demókrataflokksins ætlar einnig að heimsækja Shanksville síðdegis. Hann var viðstaddur minnigarathöfn í New York í morgun. Þeir Mike Pence varaforseti heilsuðust með olnbogunum að Covid-sið áður en athöfnin hófst. Báðir voru þeir með grímur. Hvorugur þeirra tók til máls en venja er að stjórnmálamenn haldi ekki ræður við þetta tilefni. Framboð Biden sagðist hafa hætt við allar sjónvarpsauglýsingar í dag. Áður en Biden lagði af stað til New York í morgun sagðist hann ekki ætla að gefa út neinar pólitískar yfirlýsingar í dag.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Sjá meira