Faraldurinn setur svip sinn á minningarathafnir um hryðjuverkin 11. september Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2020 15:14 Biden (t.v.) og Pence varaforseti (t.h.) heilsuðust að Covid-sið þegar þeir hittust á minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkárásanna í New York í morgun. AP/Amr Alfiky/New York Times Minningarathafnir um hryðjuverkaárásirnar 11. september í Bandaríkjunum hafa farið fram með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar enn. Bæði Donald Trump forseti og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, ætla að heimsækja minnisvarða um flugvél sem hryðjuverkamennirnir rændu og brotlenti í Pennsylvaníu. Nítján ár eru í dag liðin frá því að hryðjuverkamenn, flestir þeirra frá Sádi-Arabíu, rændu fjórum farþegaþotum og flugu tveimur þeirra á Tvíburaturnana í New York. Þeirri þriðju flugu þeir á varnarmálaráðuneytið utan við Washington-borg en farþegar í þeirri fjórðu náðu að yfirbuga hryðjuverkamennina og brotlenti vélin á akri í Shanksville í Pennsylvaníu. Hryðjuverkin eru þau verstu á bandarísku landsvæði en hátt í þrjú þúsund manns létu lífið á stöðunum þremur, langflestir í New York. Ættingjar fórnarlamba árásanna komu saman á tveimur stöðum í New York í dag, þar á meðal á minningartorgi þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Til þess að draga úr smithættu í kórónuveirufaraldrinum var hætt við áralanga hefð þar sem ættingjar lesa upp nöfn þeirra látnu „Við verðum að muna áfram. Allt landið er á niðurleið. Það er eitt á fætur annars og núna er Covid. Ég er ánægð með að þetta er samt haldið,“ segir Kathy Swift sem var viðstödd aðra athöfnina við AP-fréttastofuna en bróðir hennar var á meðal þeirra sem létust í New York. Minningarathöfnum annars staðar hefur sums staðar verið aflýst vegna faraldursins eða þær haldnar með breyttu sniði. Í Pentagon, byggingu varnarmálaráðuneytisins, fengu aðstandendur þeirra látnu þar ekki að vera viðstaddir minningarstund. Trump-hjónin héldu þagnarstund á mínútunni sem farþegaþota hrapaði í Pennsylvaníu fyrir nítján árum í morgun.AP/Alex Brandon Halda hvor í sínu lagi til Pennsylvaníu Trump forseti sagði að fórnarlömb árásanna yrðu alltaf áminning um að Bandaríkin myndu alltaf rísa upp og verja sig þegar hann hélt ræðu við minnisvarða í Shanksville í dag. Fjörutíu manns fórust með flugvélinni sem hrapaði þar. Biden fyrrverandi varaforseti og forsetaefni Demókrataflokksins ætlar einnig að heimsækja Shanksville síðdegis. Hann var viðstaddur minnigarathöfn í New York í morgun. Þeir Mike Pence varaforseti heilsuðust með olnbogunum að Covid-sið áður en athöfnin hófst. Báðir voru þeir með grímur. Hvorugur þeirra tók til máls en venja er að stjórnmálamenn haldi ekki ræður við þetta tilefni. Framboð Biden sagðist hafa hætt við allar sjónvarpsauglýsingar í dag. Áður en Biden lagði af stað til New York í morgun sagðist hann ekki ætla að gefa út neinar pólitískar yfirlýsingar í dag. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Sjá meira
Minningarathafnir um hryðjuverkaárásirnar 11. september í Bandaríkjunum hafa farið fram með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar enn. Bæði Donald Trump forseti og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, ætla að heimsækja minnisvarða um flugvél sem hryðjuverkamennirnir rændu og brotlenti í Pennsylvaníu. Nítján ár eru í dag liðin frá því að hryðjuverkamenn, flestir þeirra frá Sádi-Arabíu, rændu fjórum farþegaþotum og flugu tveimur þeirra á Tvíburaturnana í New York. Þeirri þriðju flugu þeir á varnarmálaráðuneytið utan við Washington-borg en farþegar í þeirri fjórðu náðu að yfirbuga hryðjuverkamennina og brotlenti vélin á akri í Shanksville í Pennsylvaníu. Hryðjuverkin eru þau verstu á bandarísku landsvæði en hátt í þrjú þúsund manns létu lífið á stöðunum þremur, langflestir í New York. Ættingjar fórnarlamba árásanna komu saman á tveimur stöðum í New York í dag, þar á meðal á minningartorgi þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Til þess að draga úr smithættu í kórónuveirufaraldrinum var hætt við áralanga hefð þar sem ættingjar lesa upp nöfn þeirra látnu „Við verðum að muna áfram. Allt landið er á niðurleið. Það er eitt á fætur annars og núna er Covid. Ég er ánægð með að þetta er samt haldið,“ segir Kathy Swift sem var viðstödd aðra athöfnina við AP-fréttastofuna en bróðir hennar var á meðal þeirra sem létust í New York. Minningarathöfnum annars staðar hefur sums staðar verið aflýst vegna faraldursins eða þær haldnar með breyttu sniði. Í Pentagon, byggingu varnarmálaráðuneytisins, fengu aðstandendur þeirra látnu þar ekki að vera viðstaddir minningarstund. Trump-hjónin héldu þagnarstund á mínútunni sem farþegaþota hrapaði í Pennsylvaníu fyrir nítján árum í morgun.AP/Alex Brandon Halda hvor í sínu lagi til Pennsylvaníu Trump forseti sagði að fórnarlömb árásanna yrðu alltaf áminning um að Bandaríkin myndu alltaf rísa upp og verja sig þegar hann hélt ræðu við minnisvarða í Shanksville í dag. Fjörutíu manns fórust með flugvélinni sem hrapaði þar. Biden fyrrverandi varaforseti og forsetaefni Demókrataflokksins ætlar einnig að heimsækja Shanksville síðdegis. Hann var viðstaddur minnigarathöfn í New York í morgun. Þeir Mike Pence varaforseti heilsuðust með olnbogunum að Covid-sið áður en athöfnin hófst. Báðir voru þeir með grímur. Hvorugur þeirra tók til máls en venja er að stjórnmálamenn haldi ekki ræður við þetta tilefni. Framboð Biden sagðist hafa hætt við allar sjónvarpsauglýsingar í dag. Áður en Biden lagði af stað til New York í morgun sagðist hann ekki ætla að gefa út neinar pólitískar yfirlýsingar í dag.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Sjá meira