Lífið

Frábærar íslenskar söngkonur keppa í því að reyna vera sem falskastar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elísabet Ormslev og Stefanía voru vel falskar. 
Elísabet Ormslev og Stefanía voru vel falskar. 

Í útvarpsþætti Völu Eiríks á FM957 hófst í dag nýr dagskrárliður sem nefnist Falsk Off.

Þar fær hún tvo góða tónlistarmenn sem keppa í því að reyna að vera eins falskir og þeir geta.

Fyrstu keppendur eru þær Elísabet Ormslev og Stefanía Svavarsdóttir. Tvær frábærar söngkonur og í raun ætti að vera erfitt fyrir þær að syngja illa.

Sigurvegarinn fær hundrað þúsund krónur frá Sýn til að afhenda góðgerðamáli að eigin vali.

Hér að neðan má sjá fyrstu viðureignina.

Klippa: Frábærar íslenskar söngkonur keppa í því að reyna vera sem falskastar

Hvað finnst þér?

Taktu þátt í kosningunni hér að neðan og láttu vita hvort Elísabet eða Stefanía var meira sannfærandi í að syngja illa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×