Hazard var ekki í formi til að spila á móti Íslandi: Mætti aftur of þungur til Real Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 16:00 Eden Hazard lék bara 16 af 38 deildarleikjum Real Madrid á síðasta tímabili. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Spænskir fjölmiðlar hneykslast nú á ástandinu á belgíska knattspyrnumanninum Eden Hazard eftir að hann mætti annað árið of þungur til æfinga hjá Real Madrid. Eden Hazard var í belgíska landsliðshópnum í Þjóðadeildinni en spilaði ekki eina mínútu á móti Danmörku eða Íslandi. Það var mikið gert úr því í fyrra þegar Eden Hazard mætti alltof þungur til æfinga hjá Real Madrid en spænska stórliðið hafði þá borgað Chelsea meira en hundrað milljónir evra fyrir hann. Kaupverðið gæti hækkað upp í 146 milljónir evra sem myndi gera Hazard að dýrasta leikmanninum í sögu félagsins. 2019: Arrives at Real Madrid 5kg overweight 2020: Returns for pre-season training out of shape Eden Hazard skrifaði líka undir fimm ára samning með laun upp á um 400 þúsund pund á viku eða um 70 milljónir í íslenskum krónum. Eden Hazard átti að fylla í skarð Cristiano Ronaldo og eftir að hafa séð Ronaldo í ótrúlegu formi öll árin sín hjá Real Madrid þá fengu margir sjokk þegar Eden Hazard mætti á Bernabeu. Eden Hazard viðurkenndi það fyrir ári síðan að hann væri að gera vel sig í fríinu. „Þegar ég er í fríi þá er ég í frí. Ég bætti á mig fimm kílóum en ég er sá sem bæti fljótt á mig en næ líka kílóunum fljótt af mér aftur,“ sagði Eden Hazard þá í viðtali við L’Equipe. Eden Hazard náði sér aldrei almennilega á strik á sínu fyrsta ári. Fyrst þurfti hann að koma sér aftur í form og svo glímdi hann við meiðsli. Jafnvel einhver tengsl þar á milli. Hann skoraði bara eitt mark í 22 leikjum í deild og Meistaradeild sem eru ekki tölur sem þú borgar meira en sextán milljarða íslenskra króna fyrir. Eftir alla gagnrýnina í fyrra þá bjuggust nú flestir við því að Eden Hazard myndi læra af reynslunni og sýna meiri metnað í þessu sumarfrí. Annað hefur þó komið á daginn. Spænski fjölmiðillinn ABC slær því upp að Eden Hazard sé að endurtaka leikinn í ár. Hann mætti alltof þungur annað árið í röð. Worrying statement from Belgium's head coach.Do you think Hazard will be fit for the start of the new season? https://t.co/fwXIWhLhMo— Infinite Madrid (@InfiniteMadrid) September 10, 2020 Hinn 29 ára gamli Hazard er ekki að verða yngri og að sjálfsögðu var Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, mjög ósáttur með formið á kappanum. Zidane var ekki sá eini. Ástæðan fyrir að Hazard spilaði ekki mínútu á móti Íslandi eða Danmörku var að landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez taldi hann ekki vera í nógu góðu formi til að spila fyrir belgíska landsliðið. Eden Hazard kom samt til móts við landsliðshópinn í staðinn fyrir að reyna að bæta formið hjá Real Madrid. Real Madrid hefði að sjálfsögðu viljað sjá hann hlaupa af sér kílóin á móti Íslandi í stað þess að sitja á bekknum. Annað árið í röð verður því örugglega lítið að frétta af Eden Hazard í byrjun tímabilsins hjá Real Madrid. Á meðan er Chelsea að kaupa marga af efnilegustu leikmönnum Evrópu fyrir peninga sem Lundúnaliðið fékk fyrir Hazard. Spænski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Spænskir fjölmiðlar hneykslast nú á ástandinu á belgíska knattspyrnumanninum Eden Hazard eftir að hann mætti annað árið of þungur til æfinga hjá Real Madrid. Eden Hazard var í belgíska landsliðshópnum í Þjóðadeildinni en spilaði ekki eina mínútu á móti Danmörku eða Íslandi. Það var mikið gert úr því í fyrra þegar Eden Hazard mætti alltof þungur til æfinga hjá Real Madrid en spænska stórliðið hafði þá borgað Chelsea meira en hundrað milljónir evra fyrir hann. Kaupverðið gæti hækkað upp í 146 milljónir evra sem myndi gera Hazard að dýrasta leikmanninum í sögu félagsins. 2019: Arrives at Real Madrid 5kg overweight 2020: Returns for pre-season training out of shape Eden Hazard skrifaði líka undir fimm ára samning með laun upp á um 400 þúsund pund á viku eða um 70 milljónir í íslenskum krónum. Eden Hazard átti að fylla í skarð Cristiano Ronaldo og eftir að hafa séð Ronaldo í ótrúlegu formi öll árin sín hjá Real Madrid þá fengu margir sjokk þegar Eden Hazard mætti á Bernabeu. Eden Hazard viðurkenndi það fyrir ári síðan að hann væri að gera vel sig í fríinu. „Þegar ég er í fríi þá er ég í frí. Ég bætti á mig fimm kílóum en ég er sá sem bæti fljótt á mig en næ líka kílóunum fljótt af mér aftur,“ sagði Eden Hazard þá í viðtali við L’Equipe. Eden Hazard náði sér aldrei almennilega á strik á sínu fyrsta ári. Fyrst þurfti hann að koma sér aftur í form og svo glímdi hann við meiðsli. Jafnvel einhver tengsl þar á milli. Hann skoraði bara eitt mark í 22 leikjum í deild og Meistaradeild sem eru ekki tölur sem þú borgar meira en sextán milljarða íslenskra króna fyrir. Eftir alla gagnrýnina í fyrra þá bjuggust nú flestir við því að Eden Hazard myndi læra af reynslunni og sýna meiri metnað í þessu sumarfrí. Annað hefur þó komið á daginn. Spænski fjölmiðillinn ABC slær því upp að Eden Hazard sé að endurtaka leikinn í ár. Hann mætti alltof þungur annað árið í röð. Worrying statement from Belgium's head coach.Do you think Hazard will be fit for the start of the new season? https://t.co/fwXIWhLhMo— Infinite Madrid (@InfiniteMadrid) September 10, 2020 Hinn 29 ára gamli Hazard er ekki að verða yngri og að sjálfsögðu var Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, mjög ósáttur með formið á kappanum. Zidane var ekki sá eini. Ástæðan fyrir að Hazard spilaði ekki mínútu á móti Íslandi eða Danmörku var að landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez taldi hann ekki vera í nógu góðu formi til að spila fyrir belgíska landsliðið. Eden Hazard kom samt til móts við landsliðshópinn í staðinn fyrir að reyna að bæta formið hjá Real Madrid. Real Madrid hefði að sjálfsögðu viljað sjá hann hlaupa af sér kílóin á móti Íslandi í stað þess að sitja á bekknum. Annað árið í röð verður því örugglega lítið að frétta af Eden Hazard í byrjun tímabilsins hjá Real Madrid. Á meðan er Chelsea að kaupa marga af efnilegustu leikmönnum Evrópu fyrir peninga sem Lundúnaliðið fékk fyrir Hazard.
Spænski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira