Sjóliðar ESB stöðvuðu eldsneytisflutning til Líbíu Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2020 21:04 Ítalskir sjóliðar látnir síga um borð í skipið. Varnarmálaráðuneyti Ítalíu Sjóliðar á vegum Evrópusambandsins fóru í dag um borð í tankskip sem var á leið til Líbíu. Áhöfn skipsins var meinað að sigla til Líbíu og skipað að breyta um stefnu, eftir að í ljós kom að skipið var notað til að flytja eldsneyti fyrir orrustuþotur. Það er gegn vopnasölubanni Sameinuðu þjóðanna gagnvart Líbíu. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að skipinu, MV Royal Diamond 7 sem er skráð í Marshalleyjum, hafi verið siglt frá Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og farminn hafi átt að flytja í land í Benghazi í Líbíu. Það var stöðvað um 150 kílómetra frá ströndum Líbíu. Sameinuðu þjóðirnar hafa veitt Evrópusambandinu umboð til að stöðva vopna- og annars konar hernaðarsendingar til Líbíu. Því var áhöfn skipsins sagt að sigla til hafnar í Evrópu þar sem frekari rannsókn mun fara fram. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna sökuðu þó fyrr í vikunni bakhjarla stríðandi fylkinga í Líbíu um að senda vopn og málaliða til landsins í trássi við áðurnefnt bann. Bannið sjálft sögðu sérfræðingarnir að væri alls ekki að virka sem skyldi. Í Líbíu berjast Líbíski þjóðarherinn (LNA), undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar, við ríkisstjórn landsins, sem viðurkennd er af Sameinuðu þjóðunum. Haftar nýtur stuðnings Rússa, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Jórdaníu. Ríkisstjórnin er studd af Tyrkjum og Katar. Mikil óreiða hefur ríkt í Líbíu frá því að einræðisherranum Moammar Gadhafi var velt úr sessi, með stuðningi Atlantshafsbandalagsins, árið 2011. Nú stjórna fylkingarnar tvær mismunandi hlutum landsins. Líbía Evrópusambandið Tengdar fréttir Segja Rússa hafa flutt fjölda orrustuþota til Líbíu Rússar hafa, samkvæmt Bandaríkjunum, flutt orrustuþotur til Líbíu þar sem þær verða notaðar til að styðja sókn Líbíska þjóðarhersins (LNA) undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. maí 2020 11:15 Erdogan varar Evrópu við líbískri ógn Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varar við því að Evrópu muni stafa ógn af hryðjuverkasamtökum falli ríkisstjórn Líbíu í Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæta ríkisstjórn landsins. 18. janúar 2020 15:50 Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15 Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Sjóliðar á vegum Evrópusambandsins fóru í dag um borð í tankskip sem var á leið til Líbíu. Áhöfn skipsins var meinað að sigla til Líbíu og skipað að breyta um stefnu, eftir að í ljós kom að skipið var notað til að flytja eldsneyti fyrir orrustuþotur. Það er gegn vopnasölubanni Sameinuðu þjóðanna gagnvart Líbíu. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að skipinu, MV Royal Diamond 7 sem er skráð í Marshalleyjum, hafi verið siglt frá Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og farminn hafi átt að flytja í land í Benghazi í Líbíu. Það var stöðvað um 150 kílómetra frá ströndum Líbíu. Sameinuðu þjóðirnar hafa veitt Evrópusambandinu umboð til að stöðva vopna- og annars konar hernaðarsendingar til Líbíu. Því var áhöfn skipsins sagt að sigla til hafnar í Evrópu þar sem frekari rannsókn mun fara fram. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna sökuðu þó fyrr í vikunni bakhjarla stríðandi fylkinga í Líbíu um að senda vopn og málaliða til landsins í trássi við áðurnefnt bann. Bannið sjálft sögðu sérfræðingarnir að væri alls ekki að virka sem skyldi. Í Líbíu berjast Líbíski þjóðarherinn (LNA), undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar, við ríkisstjórn landsins, sem viðurkennd er af Sameinuðu þjóðunum. Haftar nýtur stuðnings Rússa, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Jórdaníu. Ríkisstjórnin er studd af Tyrkjum og Katar. Mikil óreiða hefur ríkt í Líbíu frá því að einræðisherranum Moammar Gadhafi var velt úr sessi, með stuðningi Atlantshafsbandalagsins, árið 2011. Nú stjórna fylkingarnar tvær mismunandi hlutum landsins.
Líbía Evrópusambandið Tengdar fréttir Segja Rússa hafa flutt fjölda orrustuþota til Líbíu Rússar hafa, samkvæmt Bandaríkjunum, flutt orrustuþotur til Líbíu þar sem þær verða notaðar til að styðja sókn Líbíska þjóðarhersins (LNA) undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. maí 2020 11:15 Erdogan varar Evrópu við líbískri ógn Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varar við því að Evrópu muni stafa ógn af hryðjuverkasamtökum falli ríkisstjórn Líbíu í Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæta ríkisstjórn landsins. 18. janúar 2020 15:50 Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15 Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Segja Rússa hafa flutt fjölda orrustuþota til Líbíu Rússar hafa, samkvæmt Bandaríkjunum, flutt orrustuþotur til Líbíu þar sem þær verða notaðar til að styðja sókn Líbíska þjóðarhersins (LNA) undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. maí 2020 11:15
Erdogan varar Evrópu við líbískri ógn Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varar við því að Evrópu muni stafa ógn af hryðjuverkasamtökum falli ríkisstjórn Líbíu í Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæta ríkisstjórn landsins. 18. janúar 2020 15:50
Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15
Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37