Erlent

„Hörmuleg hnignun“ dýralífs aldrei verið hraðari

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Órangútanar í Indónesíu. Leitt er að því líkum í skýrslunni að hægt sé að hægja á þróuninni og jafnvel snúa henni við.
Órangútanar í Indónesíu. Leitt er að því líkum í skýrslunni að hægt sé að hægja á þróuninni og jafnvel snúa henni við. Vísir/getty

Dýrastofnar í heiminum hafa skroppið saman um nær 70 prósent síðan 1970. Ekkert hægist á hnignuninni, sem lýst er sem „hörmulegri“ í nýrri skýrslu náttúruverndarsamtakanna WWF.

Samkvæmt skýrslunni er dýralíf nú í „frjálsu falli“ vegna framgangs mannsins; skógareyðingar og ofveiði séu víða að ganga af dýrastofnum dauðum. Fram kemur í skýrslunni að aldrei hafi þróunin í þessa hamfaraátt verið jafnhröð og nú.

Vísindamenn sem unnu að skýrslunni rannsökuðu um tuttugu þúsund stofna spendýra, fugla, skriðdýra og fiska víðsvegar um heiminn. Meðalfækkun innan stofnanna reyndist 68 prósent frá árinu 1970. Fækkunin mældist 60 prósent fyrir tveimur árum. Hnignunin mældist mest í Suður-Ameríku og Karíbahafinu en þar reyndust stofnar hryggdýra hafa skroppið saman um 94 prósent.

Leitt er að því líkum í skýrslunni að hægt sé að hægja á þróuninni og jafnvel snúa henni við. Til þess þurfi þó að grípa til stórtækra náttúruverndaraðgerða og einkum grundvallarbreytingar á neyslumynstri manna og matvælaframleiðslu.

Skýrsluna má nálgast í heild hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×