Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2020 14:25 E. Jean Carroll er 75 ára gömul í dag. Þau Trump voru bæði rétt rúmlega fimmtug þegar hún segir að hann hafi nauðgað sér í stórversluninni Bergdorf Goodman í New York. Trump hafnaði því í nóvember og sagði Carroll ljúga. Hún stefndi honum þá fyrir meiðyrði. AP/Craig Ruttle Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. E. Jean Carroll, blaðakona sem heldur því fram að Trump hafi nauðgað sér í stórverslun í New York fyrir um tveimur áratugum, stefndi forsetanum fyrir meiðyrði þegar hann hafnaði því alfarið að þekkja hana í nóvember og sakaði hana um lygar. Sagði forsetinn meðal annars að Carrolll félli ekki að sínum smekk á konum. Í greinargerð sem ráðuneytið lagði fyrir alríkisdómstól á Manhattan í gær hélt það því fram að þegar Trump neitaði ásökunum Carroll hafi hann gert það í hlutverki sínu sem forseti Bandaríkjanna. Því ætti stefna Carroll að beinast gegn bandaríska ríkinu en ekki Trump persónulega. Útspil ráðuneytisins þýðir að málið færist frá ríkisdómstól í New York til alríkisdómstóls. Lögfræðingar ráðuneytisins muni einnig í reynd taka við málsvörn Trump og bandarískir skattgreiðendur yrðu bótaskyldir ef ríkið verður gert ábyrgt fyrir orðum forsetans. Washington Post segir að ólíklegra sé að ríkinu yrði gert að greiða konunni bætur en Trump sjálfum. Ríkið og starfsmenn þess njóti víðtækrar verndar fyrir málshöfðunum. Sakar Trump um að misbeita valdi sínu New York Times segir að rök dómsmálaráðuneytisins í málinu séu afar óvenjuleg. Þrátt fyrir að lög undanskilji ríkisstarfsmenn frá flestum meiðyrðamálum hafi þau hafi sjaldan eða aldrei verið notuð til þess að skýla forsetanum, sérstaklega fyrir gjörðir hans áður en hann tók við embætti, að sögn lögspekinga. Aðgerð ráðuneytisins tryggir nær örugglega að engar vandræðalegar uppljóstranir í tengslum við málið komi fram á lokakafla kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar 3. nóvember. Ríkisdómari í New York hafði nýlega hafnað kröfu lögmanna Trump um að fresta málinu sem gerði lögmönnum Carroll kleift að krefjast lífsýna og eiðsvarinnar skýrslu af forsetanum. Alríkisdómari þarf nú að taka afstöðu til þess hvort að leyfi ráðuneytinu að taka stöðu stefnda í málinu. Roberta Kaplan, lögmaður Carroll, segist slegin yfir inngripi dómsmálaráðuneytisins og vísar til þess að Trump hafi verið á barmi þess að þurfa að bera vitni og afhenda gögn. „Trump gerði sér grein fyrir því að það væri enginn gildur grundvöllur til áfrýjunar fyrir dómstólum í New York og sama dag sem hann hefði þurft að leggja fram áfrýjun fékk í staðinn dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna til þess að taka við að einkalögmönnum sínum og færa rök fyrir því að þegar hann lög um að hafa misnotað skjólstæðing okkar kynferðislega, útskýrði að hún væri ekki hans „týpa“, hafi hann gert það í opinberu embætti sínu sem forseti Bandaríkjanna,“ sagði Kaplan ómyrk í máli. Sagði Kaplan móðguð sem lögmaður og borgari í landinu yfir lagarökum forsetans og ráðuneytisins. Sakaði hún Trump um að beita valdi embættis síns til þess að forðast afleiðingar persónulegra gjörða sinna. Slíkt væri fordæmalaust og sýndi hversu langt forsetinn væri tilbúinn að ganga til að koma í veg fyrir að sannleikurinn spyrðist út. Krefst persónulegrar hollustu við sig Trump hefur ítrekað verið sakaður um að misbeita valdi sínu sem forseti. Hann var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að gera sér pólitískan greiða og hindraði rannsókn þingsins í fyrra. Hann hefur einnig ítrekað haft uppi þá skoðun opinberlega og á bak við tjöldin að dómsmálaráðherrann og yfirmenn löggæslustofnana ættu að vera hollir honum persónulega. Dómsmálaráðuneytið hefur áður tekið til varna fyrir Trump í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að Bandaríkjaþing og saksóknarar í New York fái upplýsingar um fjármál hans afhent frá endurskoðunarfyrirtæki og fjármálastofnunum. Í því máli héldu lögmenn forsetans því fram að hann nyti algerrar friðhelgi, ekki aðeins fyrir saksókn heldur einnig fyrir rannsókn á meðan hann sæti í embætti. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði þeim málatilbúnaði fyrr á þessu ári. William Barr, dómsmálaráðherra, hefur einnig legið undir gagnrýni fyrir að ganga pólitískra erinda Trump. Þannig greip hann persónulega inn í mál Rogers Stone, persónulegs vinar Trump, og Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem dómsmálaráðuneytið hafði sótt til saka. Lét Barr milda refsikröfu í máli Stone og fella niður ákæru á hendur Flynn þrátt fyrir að hann hefði játað að hafa logið að alríkislögreglunni. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Trump um kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni í gegnum tíðina. Ein þeirra, Summer Zervos, fyrrverandi keppandi í raunveruleikaþættinum Lærlingnum stefndi Trump einnig fyrir meiðyrði þegar hann sakaði hana um að ljúga upp á sig sakir. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 MeToo Tengdar fréttir Kona sem segir Trump hafa nauðgað sér vill erfðaefni hans Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. 30. janúar 2020 22:50 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. E. Jean Carroll, blaðakona sem heldur því fram að Trump hafi nauðgað sér í stórverslun í New York fyrir um tveimur áratugum, stefndi forsetanum fyrir meiðyrði þegar hann hafnaði því alfarið að þekkja hana í nóvember og sakaði hana um lygar. Sagði forsetinn meðal annars að Carrolll félli ekki að sínum smekk á konum. Í greinargerð sem ráðuneytið lagði fyrir alríkisdómstól á Manhattan í gær hélt það því fram að þegar Trump neitaði ásökunum Carroll hafi hann gert það í hlutverki sínu sem forseti Bandaríkjanna. Því ætti stefna Carroll að beinast gegn bandaríska ríkinu en ekki Trump persónulega. Útspil ráðuneytisins þýðir að málið færist frá ríkisdómstól í New York til alríkisdómstóls. Lögfræðingar ráðuneytisins muni einnig í reynd taka við málsvörn Trump og bandarískir skattgreiðendur yrðu bótaskyldir ef ríkið verður gert ábyrgt fyrir orðum forsetans. Washington Post segir að ólíklegra sé að ríkinu yrði gert að greiða konunni bætur en Trump sjálfum. Ríkið og starfsmenn þess njóti víðtækrar verndar fyrir málshöfðunum. Sakar Trump um að misbeita valdi sínu New York Times segir að rök dómsmálaráðuneytisins í málinu séu afar óvenjuleg. Þrátt fyrir að lög undanskilji ríkisstarfsmenn frá flestum meiðyrðamálum hafi þau hafi sjaldan eða aldrei verið notuð til þess að skýla forsetanum, sérstaklega fyrir gjörðir hans áður en hann tók við embætti, að sögn lögspekinga. Aðgerð ráðuneytisins tryggir nær örugglega að engar vandræðalegar uppljóstranir í tengslum við málið komi fram á lokakafla kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar 3. nóvember. Ríkisdómari í New York hafði nýlega hafnað kröfu lögmanna Trump um að fresta málinu sem gerði lögmönnum Carroll kleift að krefjast lífsýna og eiðsvarinnar skýrslu af forsetanum. Alríkisdómari þarf nú að taka afstöðu til þess hvort að leyfi ráðuneytinu að taka stöðu stefnda í málinu. Roberta Kaplan, lögmaður Carroll, segist slegin yfir inngripi dómsmálaráðuneytisins og vísar til þess að Trump hafi verið á barmi þess að þurfa að bera vitni og afhenda gögn. „Trump gerði sér grein fyrir því að það væri enginn gildur grundvöllur til áfrýjunar fyrir dómstólum í New York og sama dag sem hann hefði þurft að leggja fram áfrýjun fékk í staðinn dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna til þess að taka við að einkalögmönnum sínum og færa rök fyrir því að þegar hann lög um að hafa misnotað skjólstæðing okkar kynferðislega, útskýrði að hún væri ekki hans „týpa“, hafi hann gert það í opinberu embætti sínu sem forseti Bandaríkjanna,“ sagði Kaplan ómyrk í máli. Sagði Kaplan móðguð sem lögmaður og borgari í landinu yfir lagarökum forsetans og ráðuneytisins. Sakaði hún Trump um að beita valdi embættis síns til þess að forðast afleiðingar persónulegra gjörða sinna. Slíkt væri fordæmalaust og sýndi hversu langt forsetinn væri tilbúinn að ganga til að koma í veg fyrir að sannleikurinn spyrðist út. Krefst persónulegrar hollustu við sig Trump hefur ítrekað verið sakaður um að misbeita valdi sínu sem forseti. Hann var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að gera sér pólitískan greiða og hindraði rannsókn þingsins í fyrra. Hann hefur einnig ítrekað haft uppi þá skoðun opinberlega og á bak við tjöldin að dómsmálaráðherrann og yfirmenn löggæslustofnana ættu að vera hollir honum persónulega. Dómsmálaráðuneytið hefur áður tekið til varna fyrir Trump í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að Bandaríkjaþing og saksóknarar í New York fái upplýsingar um fjármál hans afhent frá endurskoðunarfyrirtæki og fjármálastofnunum. Í því máli héldu lögmenn forsetans því fram að hann nyti algerrar friðhelgi, ekki aðeins fyrir saksókn heldur einnig fyrir rannsókn á meðan hann sæti í embætti. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði þeim málatilbúnaði fyrr á þessu ári. William Barr, dómsmálaráðherra, hefur einnig legið undir gagnrýni fyrir að ganga pólitískra erinda Trump. Þannig greip hann persónulega inn í mál Rogers Stone, persónulegs vinar Trump, og Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem dómsmálaráðuneytið hafði sótt til saka. Lét Barr milda refsikröfu í máli Stone og fella niður ákæru á hendur Flynn þrátt fyrir að hann hefði játað að hafa logið að alríkislögreglunni. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Trump um kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni í gegnum tíðina. Ein þeirra, Summer Zervos, fyrrverandi keppandi í raunveruleikaþættinum Lærlingnum stefndi Trump einnig fyrir meiðyrði þegar hann sakaði hana um að ljúga upp á sig sakir.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 MeToo Tengdar fréttir Kona sem segir Trump hafa nauðgað sér vill erfðaefni hans Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. 30. janúar 2020 22:50 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Kona sem segir Trump hafa nauðgað sér vill erfðaefni hans Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. 30. janúar 2020 22:50