Fótbolti

Martinez: Íslenska liðið með frábært hugarfar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martinez gefur skipanir á hliðarlínunni í kvöld.
Martinez gefur skipanir á hliðarlínunni í kvöld. AP Photo/Francisco Seco

Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins, var ánægður með hvernig hans menn brugðust við marki Íslands í kvöld og snéru við taflinu.

„Ég er mjög sáttur hvernig við brugðumst við,“ sagði Martinez í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok.

„Ísland byrjaði vel. Þeir voru þéttir varnarlega og hefðu átt að skora áður en þeir skoruðu fyrsta markið.“

„Við þurftum að finna út úr því hvernig við áttum að spila og ég er sáttur með 5-1 og frammistöðuna.“

Aðspurður út í markið sem jafnaði metin fyrir Belga, vissi Martinez ekki hvort að boltinn hafi farið inn eða ekki.

„Ég held að yfir 90 mínúturnar áttum við skilið að vinna. Það alltaf vafaatriði. Þannig er fótbolti en ég veit ekki hvort að hann var inni eða ekki.“

Klippa: Jöfnunarmark Belga á móti Íslandi - Var hann inni?

„Það var gott hugarfar í liðinu og við fundum út úr því hvernig átti að spila. Sama hvort boltinn var inni í markinu eða ekki áttum við sigurinn skilið.“

„Við þekkjum Ísland vel. Þetta er þétt lið. Þeir voru með nokkra leikmenn frá, eins og við. Við höfum spilað við ísland nokkrum sinnum.“

„Þeir eru með frábært hugarfar og þrá. Við horfðum á leikinn gegn Englandi og þeir voru óheppnir að ná ekki stigi þar,“ sagði Martinez að lokum.


Tengdar fréttir

Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða

Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×