Fótbolti

Andri Fannar: Er búinn að standa mig vel á æfingum og fékk traustið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andri Fannar Baldursson reynir að fara framhjá Belgunum Michy Batshuayi og Axel Witsel í leiknum í kvöld.
Andri Fannar Baldursson reynir að fara framhjá Belgunum Michy Batshuayi og Axel Witsel í leiknum í kvöld. EPA-EFE/OLIVIER HOSLET

Andri Fannar Baldursson lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld er hann fékk tækifæri á útivelli gegn Belgíu í Þjóðadeildinni.

Andri Fannar, sem er á mála hjá Bologna á Ítalíu, var í byrjunarliðinu í dag og hann segir að það hafi ekki verið neitt stress.

„Mér leið vel. Þetta var skemmtilegt að fá tækifæri í byrjunarliðinu. Ég er búinn standa mig vel á æfingum og ég fékk traustið og það er bara gaman,“ sagði Andri Fannar í samtali við Henry Birgi Gunnarsson.

„Þetta var erfitt. Þetta eru leikmenn sem ég lít mikið upp til og fylgist mikið með en þetta var gaman en erfitt og lærdómsríkt.“

Hann tók saman það helsta sem hann lærði af þessum leik.

„Þetta er hátt tempó. Þetta eru miklar færslur. Það er bara geggjað að sjá þessa leikmenn spila og hvetur mig að halda áfram og bæta mig.“

„Þetta er búið að gerast hratt síðustu mánuði,“ sagði Andri Fannar um síðustu mánuði hjá sér en hann hefur brotið sér leið inn í aðallið Bologna og er nú búinn að spila sinn fyrsta A-landsleik.


Tengdar fréttir

Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða

Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×