Fótbolti

Fór boltinn inn þegar Belgar skoruðu fyrsta markið sitt?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Axel Witsel skoraði markið umdeilda. Hér fagnar hann því og þakkar æðri máttarvöldum.
Axel Witsel skoraði markið umdeilda. Hér fagnar hann því og þakkar æðri máttarvöldum. AP/Francisco Seco

Belgar eru 2-1 yfir í hálfleik á móti Íslandi eftir að hafa svarað marki Íslands með tveimur mörkum á aðeins fjórum mínútum. Fyrra mark Belga er umdeilt.

Íslenska landsliðið var yfir í þrjár mínútur á móti besta liði heims en Belgar voru fljótur að snúa leiknum sér í vil.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom Íslandi í 1-0 á tíundu mínútu en Axel Witsel jafnaði metin á þrettándu mínútu.

Ögmundur Kristinsson varði þá aukaspyrnu Kevin De Bruyne stórkostlega en Axel Witsel fylgdi á eftir og nær skoti á markið.

Jón Guðni Fjóluson nær að skalla boltann af marklínunni en aðstoðardómari leiksins segir að boltinn hafi verið farið inn fyrir marklínuna og staðan því orðin 1-1.

Það er því spyrning um hvort að boltinn hafi farið inn fyrir marklínuna. Það er ekki hægt að sjá það hundrað prósent á sjónvarpsmyndum af markinu en það er ekki marklínutækni í þessum leik.

Michy Batshuayi kom síðan Belgum í 2-1 fjórum mínútum síðar þegar hann fylgdi á eftir skoti Axel Witsel.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin tvö sem Belgar skoruðu í fyrri hálfleiknum.

Klippa: Jöfnunarmark Belga á móti Íslandi - Var hann inni?
Klippa: Markið hjá Michy Batshuayi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×