Land réttlætis? – Opið bréf til ríkisstjórnarinnar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 8. september 2020 15:00 Í sjö mánuði hefur þjóðin glímt við alheimsfaraldur, sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag er ljóst að við þurfum að lifa með veirunni enn um hríð. Fylgifiskur faraldursins er atvinnuleysi og efnahagskreppa. Þó samfélagið í heild gangi í takt við fyrirmæli almannavarnarteymis og stjórnvalda og aðlagi sig að flestu er þó erfitt að aðlaga sig að fátækt. Fátækt verður því miður veruleiki fjölda fólks sem nú þarf að framfleyta sér á grunn atvinnuleysisbótum eða um 240 þúsund krónum e.sk. Samtök launafólks hafa skiljanlega af þessu áhyggjur og skora þess vegna á stjórnvöld að hækka grunn atvinnuleysisbætur. Þau vita sem er að 240 þúsund krónur til framfærslu duga engan veginn og afleiðingarnar brjóta fólk niður bæði andlega og líkamlega. Einhverjir jafnvel ná sér aldrei aftur á strik og færast af atvinnuleysisbótum yfir á örorku. Öryrkjar þekkja þessa stöðu vel, þeir hafa aldrei átt kost á mannsæmandi lífi hvorki fyrir sig né börn sín. Þeir hafa lært að engum er treystandi, þeirra von er engin, þeir reyna að vera ekki fyrir, vera ósýnilegir. Huldufólk í landi réttlætis og tækifæra. Staðreyndin er sú að stærstur hluti öryrkja hefur verið á vinnumarkaði, jafnvel í áratugi, alið börn inn í samfélagið og vissulega lagt sitt af mörkum. Þessu fólki er þakkað þeirra framlag með framfærslu sem í dag er rétt um 220.000 kr. útborgaðar (en um 70% öryrkja fá grunnörorkulífeyri eða minna.) Þessi upphæð þarf að duga til að borga húsaleigu, lyf og lækniskostnað, mat og annað sem daglegt líf útheimtir. Við vitum það öll að það hér er á ferðinni ákveðinn ómöguleiki. Við vitum það líka að krafa samtaka launafólks um hækkun grunnatvinnuleysisbóta er lífsnauðsyn. Jafn vel og við vitum að krafa fatlaðs fólks um hækkun örorkulífeyris er neyðarákall fólks í sárri fátækt. Margir hafa lýst skoðunum sínum á hvernig best sé að koma til móts við þá sem lent hafa og munu lenda í atvinnuleysi í kjölfar Covid-19. Rauði þráðurinn þar er að skynsamlegast sé að forða fólki frá skuldavanda og öllum þeim hörmungum sem fylgir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á vordögum að ríkisstjórnin myndi gera meira en minna. ÖBÍ benti á að í þessari alvarlegu krísu mætti ekki skilja neinn eftir. Huga yrði sérstaklega að þeim hópum sem verst standa, sem er fatlað fólk. Ekkert hefur verið gert til að bæta stöðu þess hóps ef frá er talin 20.000 kr. eingreiðsla sem ríkisstjórnin taldi leysti vandamál hans. Velferð fatlaðs fólks heldur ekki vöku fyrir ráðamönnum þjóðarinnar né virðist umræða um um hana ná eyrum þeirra. Enn ber þessi hópur hæsta skatta og mestar skerðingar (jaðarskattar), fólkið sem er með allra lægstu tekjurnar, fólkið sem gerði ekkert af sér til að verðskulda þann þunga dóm að búa í sárri fátækt, hulið ásjónu stjórnvalda, sem virðast ófær um að taka ákvarðanir sem bæta kjör fatlaðs fólks. Það er réttlætismál og skref í átt að jöfnuði að fólk sé ekki hneppt í ánauð fátæktar vegna þess að það skyndilega missti vinnuna. Sama er að segja um þá sem missa starfsgetu eða fæðast fatlaðir, það er réttlætismál að fólk lifi af þeirri framfærslu sem ríkið ákvarðar. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum, þeirra er mátturinn. ÖBÍ tekur undir kröfur samtaka launafólks um hækkun atvinnuleysisbóta, sem eru í dag 289.000 kr. fyrir skatt. Áhyggjur af framfærslu þeirra sem verða að reiða sig á atvinnuleysisbætur eru réttmætar og ætti að taka alvarlega. Því miður fjölgar þeim íslendingum sem geta nú samsamað sig því að ómögulegt sé að lifa af 240.000 kr. Örorkulífeyrisþegar hafa ekkert val þeirra er fátæktin í boði ríkisstjórnarinnar sem skammtar framfærslu lítið yfir 220.000 kr. á mánuði og jafnvel undir 200 þúsundum. Ég fagna því að þjóðin hafi vaknað til vitundar um að framfærsluupphæðir ríkisins sem ná ekki einu sinni lágmarkslaunum sé of lág. Að hætta sé á að fólk lendi í algjörum vítahring vanskila sem geti haft alvarlegar afleiðingar á heilsu og afkomu fólks til ófyrisjáanlegs tíma. Þjóðin hefur vaknað, að undanskildum ráðamönnum okkar. Vonandi fara þeir að rumska, því við verðum að gera betur, af því við getum það! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í sjö mánuði hefur þjóðin glímt við alheimsfaraldur, sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag er ljóst að við þurfum að lifa með veirunni enn um hríð. Fylgifiskur faraldursins er atvinnuleysi og efnahagskreppa. Þó samfélagið í heild gangi í takt við fyrirmæli almannavarnarteymis og stjórnvalda og aðlagi sig að flestu er þó erfitt að aðlaga sig að fátækt. Fátækt verður því miður veruleiki fjölda fólks sem nú þarf að framfleyta sér á grunn atvinnuleysisbótum eða um 240 þúsund krónum e.sk. Samtök launafólks hafa skiljanlega af þessu áhyggjur og skora þess vegna á stjórnvöld að hækka grunn atvinnuleysisbætur. Þau vita sem er að 240 þúsund krónur til framfærslu duga engan veginn og afleiðingarnar brjóta fólk niður bæði andlega og líkamlega. Einhverjir jafnvel ná sér aldrei aftur á strik og færast af atvinnuleysisbótum yfir á örorku. Öryrkjar þekkja þessa stöðu vel, þeir hafa aldrei átt kost á mannsæmandi lífi hvorki fyrir sig né börn sín. Þeir hafa lært að engum er treystandi, þeirra von er engin, þeir reyna að vera ekki fyrir, vera ósýnilegir. Huldufólk í landi réttlætis og tækifæra. Staðreyndin er sú að stærstur hluti öryrkja hefur verið á vinnumarkaði, jafnvel í áratugi, alið börn inn í samfélagið og vissulega lagt sitt af mörkum. Þessu fólki er þakkað þeirra framlag með framfærslu sem í dag er rétt um 220.000 kr. útborgaðar (en um 70% öryrkja fá grunnörorkulífeyri eða minna.) Þessi upphæð þarf að duga til að borga húsaleigu, lyf og lækniskostnað, mat og annað sem daglegt líf útheimtir. Við vitum það öll að það hér er á ferðinni ákveðinn ómöguleiki. Við vitum það líka að krafa samtaka launafólks um hækkun grunnatvinnuleysisbóta er lífsnauðsyn. Jafn vel og við vitum að krafa fatlaðs fólks um hækkun örorkulífeyris er neyðarákall fólks í sárri fátækt. Margir hafa lýst skoðunum sínum á hvernig best sé að koma til móts við þá sem lent hafa og munu lenda í atvinnuleysi í kjölfar Covid-19. Rauði þráðurinn þar er að skynsamlegast sé að forða fólki frá skuldavanda og öllum þeim hörmungum sem fylgir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á vordögum að ríkisstjórnin myndi gera meira en minna. ÖBÍ benti á að í þessari alvarlegu krísu mætti ekki skilja neinn eftir. Huga yrði sérstaklega að þeim hópum sem verst standa, sem er fatlað fólk. Ekkert hefur verið gert til að bæta stöðu þess hóps ef frá er talin 20.000 kr. eingreiðsla sem ríkisstjórnin taldi leysti vandamál hans. Velferð fatlaðs fólks heldur ekki vöku fyrir ráðamönnum þjóðarinnar né virðist umræða um um hana ná eyrum þeirra. Enn ber þessi hópur hæsta skatta og mestar skerðingar (jaðarskattar), fólkið sem er með allra lægstu tekjurnar, fólkið sem gerði ekkert af sér til að verðskulda þann þunga dóm að búa í sárri fátækt, hulið ásjónu stjórnvalda, sem virðast ófær um að taka ákvarðanir sem bæta kjör fatlaðs fólks. Það er réttlætismál og skref í átt að jöfnuði að fólk sé ekki hneppt í ánauð fátæktar vegna þess að það skyndilega missti vinnuna. Sama er að segja um þá sem missa starfsgetu eða fæðast fatlaðir, það er réttlætismál að fólk lifi af þeirri framfærslu sem ríkið ákvarðar. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum, þeirra er mátturinn. ÖBÍ tekur undir kröfur samtaka launafólks um hækkun atvinnuleysisbóta, sem eru í dag 289.000 kr. fyrir skatt. Áhyggjur af framfærslu þeirra sem verða að reiða sig á atvinnuleysisbætur eru réttmætar og ætti að taka alvarlega. Því miður fjölgar þeim íslendingum sem geta nú samsamað sig því að ómögulegt sé að lifa af 240.000 kr. Örorkulífeyrisþegar hafa ekkert val þeirra er fátæktin í boði ríkisstjórnarinnar sem skammtar framfærslu lítið yfir 220.000 kr. á mánuði og jafnvel undir 200 þúsundum. Ég fagna því að þjóðin hafi vaknað til vitundar um að framfærsluupphæðir ríkisins sem ná ekki einu sinni lágmarkslaunum sé of lág. Að hætta sé á að fólk lendi í algjörum vítahring vanskila sem geti haft alvarlegar afleiðingar á heilsu og afkomu fólks til ófyrisjáanlegs tíma. Þjóðin hefur vaknað, að undanskildum ráðamönnum okkar. Vonandi fara þeir að rumska, því við verðum að gera betur, af því við getum það! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun