Laddi og Jarðarförin mín keppa í Berlín Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. september 2020 14:01 Laddi leikur aðalhlutverið í þáttaseríunni Jarðarförin mín sem tekur þátt í lokakeppni Berlin TV Series Festival í lok september. Aðsend mynd Sjónvarpsþáttaröðin Jarðarförin mín með Ladda í aðalhlutverki, hefur verið valin í lokakeppni Berlin TV Series Festival sem fram fer í Þýskalandi 23.-27. september. Í þetta sinn, vegna Covid faraldursins, verður hátíðin send út stafrænt á netinu en þetta er í fjórða skiptið sem keppnin er haldin. Á hátíðinni mun Jarðaförin mín keppa við aðrar þekktar þáttaraðir, eins og Netflix seríurnar þýsku Unorthodox og Perfect Crime og hina austurrísku Freud, hafa allar vakið mikla athygli á heimsvísu. Söguhetja þáttanna sem leikin er af Ladda, stendur andspænis dauðanum og áttar sig á því að hann hefur sóað lífi sínu. Hann er staðráðinn í því að njóta sinna hinstu ævidaga og ákveður að halda sína eigin glæstu jarðarför og vera viðstaddur til að kveðja sína nánustu. Aðspurður hvort að hann vilji feta í fótsport söguhetjunnar og skipuleggja sína jarðarför, svarar Laddi: Mín jarðarför verður stór. Það verða svo margir jarðaðir með mér. Það verður fjöldagröf og það verður sjóv í kirkjunni. Framleiðandi þáttanna, Glassriver, er kominn í samstarf við bandaríska fyrirtækið Dynamic Television um alþjóðlega dreifingu á þáttaröðinni en Dynamic fyrirtækið sér meðal annars um að dreifa þáttaröðinni Ófærð. Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Sjónvarpsþáttaröðin Jarðarförin mín með Ladda í aðalhlutverki, hefur verið valin í lokakeppni Berlin TV Series Festival sem fram fer í Þýskalandi 23.-27. september. Í þetta sinn, vegna Covid faraldursins, verður hátíðin send út stafrænt á netinu en þetta er í fjórða skiptið sem keppnin er haldin. Á hátíðinni mun Jarðaförin mín keppa við aðrar þekktar þáttaraðir, eins og Netflix seríurnar þýsku Unorthodox og Perfect Crime og hina austurrísku Freud, hafa allar vakið mikla athygli á heimsvísu. Söguhetja þáttanna sem leikin er af Ladda, stendur andspænis dauðanum og áttar sig á því að hann hefur sóað lífi sínu. Hann er staðráðinn í því að njóta sinna hinstu ævidaga og ákveður að halda sína eigin glæstu jarðarför og vera viðstaddur til að kveðja sína nánustu. Aðspurður hvort að hann vilji feta í fótsport söguhetjunnar og skipuleggja sína jarðarför, svarar Laddi: Mín jarðarför verður stór. Það verða svo margir jarðaðir með mér. Það verður fjöldagröf og það verður sjóv í kirkjunni. Framleiðandi þáttanna, Glassriver, er kominn í samstarf við bandaríska fyrirtækið Dynamic Television um alþjóðlega dreifingu á þáttaröðinni en Dynamic fyrirtækið sér meðal annars um að dreifa þáttaröðinni Ófærð.
Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein