Enski boltinn

Greenwood biður Southgate sérstaklega afsökunar: „Get bara sjálfum mér um kennt“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mason Greenwood kom sér í klandur á Íslandi.
Mason Greenwood kom sér í klandur á Íslandi. getty/hafliði breiðfjörð

Mason Greenwood hefur beðist afsökunar á því að hafa brotið sóttvarnarreglur þegar hann og Phil Foden fengu tvær íslenskur stelpur í heimsókn á hótel enska landsliðsins um helgina. Þeir léku báðir sinn fyrsta landsleik fyrir Englands hönd þegar liðið sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni á laugardaginn.

„Ég get bara beðist afsökunar fyrir vandræðin sem ég hef skapað,“ sagði Greenwood í afsökunarbeiðninni.

„Ég vil sérstaklega biðja Gareth Southgate [landsliðsþjálfara Englands] afsökunar fyrir að bregðast honum þegar hann hafði sýnt mér svo mikið traust. Ég hef sjaldan verið jafn stoltur og þegar ég spilaði fyrir enska landsliðið og ég get bara sjálfum mér um kennt. Ég lofa fjölskyldu minni, stuðningsmönnum, Manchester United og Englandi að ég mun læra af þessu.“

Greenwood og Foden var hent út úr enska landsliðshópnum eftir að upp komst um brot þeirra. Þeir fóru heim til Englands í gær á meðan enska landsliðið fór til Kaupmannahafnar þar sem það mætir Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld.

Foden hefur einnig beðist afsökunar á atvikinu. Þeir Greenwood fengu 250 þúsund króna sekt frá íslenska ríkinu fyrir brot á sóttvarnarreglum.

Greenwood, sem er átján ára, sló í gegn með Manchester United á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir

„Ef við hefðum vitað betur, þá hefðum við aldrei farið“

Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood í gærkvöldi, birti í kvöld röð myndbanda á Instagram-síðu sinni þar sem hún gengst við því að hafa tekið upp samskipti sín og Nadíu við leikmennina.

Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar

Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins.

Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“

Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla.

Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt

Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví.

Greenwood og Foden báðust afsökunar

Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×