Enski boltinn

Sjáðu enska liðið yfirgefa Hótel Sögu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúturnar sem biðu eftir ensku landsliðsmönnunum fyrir utan Hótel Sögu.
Rúturnar sem biðu eftir ensku landsliðsmönnunum fyrir utan Hótel Sögu. vísir/egill

Enska landsliðið í fótbolta yfirgaf Hótel Sögu áðan. Samkvæmt heimildum Vísis flýgur enska liðið frá Keflavík til Kaupmannahafnar um klukkan 15:00. Englendingar mæta Dönum í Þjóðadeildinni annað kvöld.

Mason Greenwood og Phil Foden voru ekki með í för en þeir voru teknir út úr enska landsliðshópnum eftir að hafa brotið sóttvarnarreglur.

Á blaðamannafundi fyrr í dag greindi Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, frá því að þeir Greenwood og Foden myndu ferðast sér aftur heim til Englands.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar enska landsliðið yfirgaf Hótel Sögu.

Á blaðamannafundinum sagði Southgate að mál þeirra Greenwoods og Fodens væri litið alvarlegum augum. Hann sagði jafnframt að ekki væri hægt að afsaka hegðun þeirra þótt ungir væru.

Greenwood og Foden báðust afsökunar á því að hafa brotið sóttvarnarreglur að sögn Southgates. Þeir léku báðir sinn fyrsta landsleik þegar England vann Íslandi, 0-1, á Laugardalsvellinum í Þjóðadeildinni á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Greenwood og Foden báðust afsökunar

Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×