Enski boltinn

Man. City og Man. United um strákana sína: „Vonbrigði“ og „algjörlega óviðeigandi“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mason Greenwood og Phil Foden hafa beðist afsökunar á því sem þeir gerðu.
Mason Greenwood og Phil Foden hafa beðist afsökunar á því sem þeir gerðu. Samsett/Getty

Tveir af efnilegustu leikmönnum Manchester liðanna City og United var hent út úr enska landsliðinu í morgun eftir að þeir brutu sóttvarnarreglur með því að hitta íslenskar stelpur á Hótel Sögu, hóteli enska landsliðsins í Reykjavík.

Bæði félögin hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna málsins.

Manchester United menn segjast ætla vinna með enska knattspyrnusambandinu í þessu máli en Mason Greenwood fær ekki að vera með enska hópnum lengur ekki frekar en Phil Foden. Henry Winter segir frá þessu á Twitter-síðu sinni.

„Félagið veit af fréttinni en hefur engu öðru við hana að bæta,“ sagði talsmaður Manchester United.

„Manchester United mun vinna með enska knattspyrnusambandinu í framhaldinu en hegðun Mason Greenwood í þessu máli eru félaginu vonbrigði.“

Manchester United býst þó ekki við því að leikmaðurinn þurfi að fara í sóttkví þegar hann kemur aftur til félagsins en félagið á hins vegar eftir að taka ákvörðun um það hvort hann fái leyfi til að æfa strax.

Manchester City hefur líka sent frá sér yfirlýsingu vegna Phil Foden.

„Það er ljóst að hegðun Phil í þessu máli var algjörlega óviðeigandi. Hegðun hans brýtur ekki aðeins sóttvarnarreglur tengdum Covid-19 heldur gerum við meiri kröfur á leikmann Manchester City og enska landsliðsins.“


Tengdar fréttir

Greenwood og Foden báðust afsökunar

Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×