Sport

Dagskráin í dag: Stórleikur í Þjóðadeildinni, golf og GameTíví

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Donny van de Beek, nýjasti leikmaður Manchester United verður að öllum líkindum í byrjunarliði Hollands í dag.
Donny van de Beek, nýjasti leikmaður Manchester United verður að öllum líkindum í byrjunarliði Hollands í dag. Laurens Lindhout/Getty Images

Það er heldur rólegur mánudagur á Stöð 2 Sport og hliðarrásum eftir strembinn sunnudag. Við sýnum þó einn leik í Þjóðadeildinni, þjóðadeildarmörkin og golf ásamt GameTíví.

Leikur Hollands og Ítalíu er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 18:45 en útsending hefst tíu mínútum fyrr. Holland vann Pólland 1-0 í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni á meðan Ítalía gerði 1-1 jafntefli við Bosníu. Ítalir þurfa því sigur í kvöld ef þeir ætla sér að vera með í Þjóðadeildinni að þessu sinni.

Klukkan 20.45 – beint eftir leik – sýnum við Þjóðadeildarmörkin.

Stöð 2 Esport

Klukkan 20:00 er komið að GameTíví þar sem Óli Jóels, Kristján Einar og Dói spila nýjustu tölvuleikina á sinn einstaka máta.

Golfstöðin

Frá 16:00 til 22:05 sýnum við beint frá TOUR-meistaramótinu í golfi. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni.

Dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása má finna hér.

Það sem er framundan í beinni má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×