Íslenski boltinn

Fjölnir og Þór/KA sóttu leikmenn til Englands

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fjölnir hafa sótt þriðja útlendinginn með það að leiðarljósi að bjarga sér frá falli.
Fjölnir hafa sótt þriðja útlendinginn með það að leiðarljósi að bjarga sér frá falli. Vísir/Bára

Knattspyrnudeild Fjölnis hefur sótt enskan leikmann til að auka líkurnar á að halda sæti sínu í Pepsi Max deild karla en liðið situr sem stendur á botni deildarinnar án þess að hafa unnið leik.

Sá heitir Jeffrey Monakana og mun leika með Fjölni út tímabilið. Hann lék síðast með Dulwich Hamlet í 6. deild á Englandi. Monakana kom í gegnum akademíu Arsenal en fór þaðan til Preston North End og lék alls 40 leiki með liðinu í C-deildinni.

Birghton & Hove Albion keypti síðan leikmanninn en hann náði aldrei að brjótast inn í aðallið félagsins og lék ekki aldrei fyrir það. Þess í stað var hann lánaðar hingað og þangað eins og þekkist á Englandi. Því er Fjölnir hans 17. lið á ferlinum þrátt fyrir að Monakana sé aðeins 26 ára gamall.

Fjölnir er með fjögur stig eftir tólf leiki í Pepsi Max deildinni.

Þá hefur Þór/KA ákveðið að gera slíkt hið sama í Pepsi Max deild kvenna. Liðið sótti enskan framherja frá Huddersfield Town áður en félagaskiptaglugginn hér á landi lokaði.

Sú heitir Georgia Stevens og hefur spilað með Sheffield United undanfarið eftir að hafa leikið með unglingaliðum bæði Liverpool og Everton.

Þór/KA er sem stendur í 6. sæti Pepsi Max deildarinnar með 11 stig eftir 11 leiki. Þá er liðið komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×