Íslandsmótið í golfi fer fram fyrir norðan á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 15:20 Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir urðu Íslandsmeistarar í golfi þegar mótið fór síðast fram á Akureyri. Mynd/GSÍmyndir/SETH Íslandsmótið í golfi árið 2021 fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 5. til 8. ágúst en þetta verður í sautjánda sinn sem Íslandsmeistararnir verða krýndir fyrir norðan. Golfsamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu í dag og þar kemur einnig fram að mótanefnd GSÍ mun á næstu vikum fara yfir umsóknir vegna Íslandsmótsins 2022 og 2023 og niðurstöðu má vænta á formannafundi GSÍ sem fram fer í nóvember 2021. Golfsamband Íslands er framkvæmdaaðili Íslandsmótsins 2021 í samstarfi við Golfklúbb Akureyrar. Íslandsmótið í golfi 2021 fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri - Golfsamband Íslands https://t.co/qQnkZDEWyf— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) September 4, 2020 Íslandsmótið fór fram síðast á Jaðarsvelli árið 2016. Á Íslandsmótinu í golfi 2021 verður keppt um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki í 80. sinn og í 55. sinn í kvennaflokki. Fyrst var keppt í karlaflokki árið 1942 og árið 1967 í kvennaflokki. Frá því að keppt var fyrst á Íslandsmótinu í golfi hefur Íslandsmótið farið fram alls sautján sinnum á Akureyri. Íslandsmótið 2021 verður það átjánda frá upphafi sem fram fer á Akureyri. Í kvennaflokki hefur mótið farið fram alls 9 sinnum á Akureyri frá því að fyrst var keppt í kvennaflokki á Akureyri árið 1971. Íslandsmótið 2016 sem fram fór á Jaðarsvelli var sögulegt. Þar setti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, nýtt mótsmet í kvennaflokki þegar hún lék samtals 11 höggum undir pari vallar – eftir gríðarlega harða baráttu gegn Valdísi Þóru Jónsdóttur, GL, sem lék á -9 samtals. Ólafía Þórunn fagnaði sínum þriðja Íslandsmeistaratitli árið 2016. Í karlaflokki setti Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, met en hann fagnaði þar sínum sjöunda Íslandsmeistaratitli með eftirminnilegum lokahring. Birgir Leifur lék á 66 höggum eða 5 þegar mest á reyndi og -8 samtals. Bjarki Pétursson, GKB, og Axel Bóasson voru einu höggi á eftir og léku umspil um annað sætið þar sem að Axel hafði betur. Golf Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslandsmótið í golfi árið 2021 fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 5. til 8. ágúst en þetta verður í sautjánda sinn sem Íslandsmeistararnir verða krýndir fyrir norðan. Golfsamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu í dag og þar kemur einnig fram að mótanefnd GSÍ mun á næstu vikum fara yfir umsóknir vegna Íslandsmótsins 2022 og 2023 og niðurstöðu má vænta á formannafundi GSÍ sem fram fer í nóvember 2021. Golfsamband Íslands er framkvæmdaaðili Íslandsmótsins 2021 í samstarfi við Golfklúbb Akureyrar. Íslandsmótið í golfi 2021 fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri - Golfsamband Íslands https://t.co/qQnkZDEWyf— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) September 4, 2020 Íslandsmótið fór fram síðast á Jaðarsvelli árið 2016. Á Íslandsmótinu í golfi 2021 verður keppt um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki í 80. sinn og í 55. sinn í kvennaflokki. Fyrst var keppt í karlaflokki árið 1942 og árið 1967 í kvennaflokki. Frá því að keppt var fyrst á Íslandsmótinu í golfi hefur Íslandsmótið farið fram alls sautján sinnum á Akureyri. Íslandsmótið 2021 verður það átjánda frá upphafi sem fram fer á Akureyri. Í kvennaflokki hefur mótið farið fram alls 9 sinnum á Akureyri frá því að fyrst var keppt í kvennaflokki á Akureyri árið 1971. Íslandsmótið 2016 sem fram fór á Jaðarsvelli var sögulegt. Þar setti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, nýtt mótsmet í kvennaflokki þegar hún lék samtals 11 höggum undir pari vallar – eftir gríðarlega harða baráttu gegn Valdísi Þóru Jónsdóttur, GL, sem lék á -9 samtals. Ólafía Þórunn fagnaði sínum þriðja Íslandsmeistaratitli árið 2016. Í karlaflokki setti Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, met en hann fagnaði þar sínum sjöunda Íslandsmeistaratitli með eftirminnilegum lokahring. Birgir Leifur lék á 66 höggum eða 5 þegar mest á reyndi og -8 samtals. Bjarki Pétursson, GKB, og Axel Bóasson voru einu höggi á eftir og léku umspil um annað sætið þar sem að Axel hafði betur.
Golf Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira