Ótvíræður árangur af landamæraskimun Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. september 2020 18:16 Forsætisráðherra segir ótvírætt að tvöföld landamæraskimun eftir kórónuveirunni hafi skilað árangri. Þeim sem greinist á landamærunum hafi fjölgað verulega. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði í dag með formönnum stjórnarflokkanna, stjórnarandstöðuflokkanna, landlækni, sóttvarnalækni og fulltrúum almannavarna um kórónuveirufaraldurinn. Farið var yfir stöðu og þróun faraldursins og þær sóttvarnaráðstafanir sem gripið hefur verið til. Stjórnvöld eru nú að meta hvenær hægt verður að draga úr þeim takmörkunum sem eru í gildi vegna faraldursins og hvernig staðið verður að því. Forsætisráðherra á ekki von á því að hætt verði á næstunni að skima farþega tvisvar við komuna til landsins. „Skimanir á landamærum, ef við bara skoðum gögnin, þá erum við að sjá hlutfallslega aukningu í smitum sem eru að greinast á landamærum. Við erum líka að sjá að seinni skimunin er að skila árangri. Það er að segja við erum að grípa það smit sem ekki er að greinast við fyrri skimun. Þannig það er alveg ótvírætt að þessi aðgerð er að skila árangri,“ segir Katrín. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í dag að frá því að sýnatakan var tekin upp á landamærunum og til 19. ágúst hefðu 0,04 prósent af öllum sýnum reynst jákvæð. Jákvæðu sýnunum hafi fjölgað verulega síðustu tvær vikurnar. „Eftir hérna nítjánda þá eru þau 0,3% eða tífaldast hlutfallslega. Þannig ég hef vissar áhyggjur af því að ef að þessi þróun heldur áfram og við gerum kannski lítið og slökum verulega á skimuninni þá munum við fá fleiri smit hérna inn.“ Katrín segir lítið hægt að segja um það núna hvenær hægt verður að draga úr skimunum á landamærum. „Það er kannski ekki fyrirsjáanlegt en við höfum sagt það að við ætlum að endurskoða þetta með mjög reglulegum hætti og í þeirri endurskoðun byggjum við auðvitað á þeim gögnum sem við erum að fá.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48 Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 „Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Forsætisráðherra segir ótvírætt að tvöföld landamæraskimun eftir kórónuveirunni hafi skilað árangri. Þeim sem greinist á landamærunum hafi fjölgað verulega. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði í dag með formönnum stjórnarflokkanna, stjórnarandstöðuflokkanna, landlækni, sóttvarnalækni og fulltrúum almannavarna um kórónuveirufaraldurinn. Farið var yfir stöðu og þróun faraldursins og þær sóttvarnaráðstafanir sem gripið hefur verið til. Stjórnvöld eru nú að meta hvenær hægt verður að draga úr þeim takmörkunum sem eru í gildi vegna faraldursins og hvernig staðið verður að því. Forsætisráðherra á ekki von á því að hætt verði á næstunni að skima farþega tvisvar við komuna til landsins. „Skimanir á landamærum, ef við bara skoðum gögnin, þá erum við að sjá hlutfallslega aukningu í smitum sem eru að greinast á landamærum. Við erum líka að sjá að seinni skimunin er að skila árangri. Það er að segja við erum að grípa það smit sem ekki er að greinast við fyrri skimun. Þannig það er alveg ótvírætt að þessi aðgerð er að skila árangri,“ segir Katrín. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í dag að frá því að sýnatakan var tekin upp á landamærunum og til 19. ágúst hefðu 0,04 prósent af öllum sýnum reynst jákvæð. Jákvæðu sýnunum hafi fjölgað verulega síðustu tvær vikurnar. „Eftir hérna nítjánda þá eru þau 0,3% eða tífaldast hlutfallslega. Þannig ég hef vissar áhyggjur af því að ef að þessi þróun heldur áfram og við gerum kannski lítið og slökum verulega á skimuninni þá munum við fá fleiri smit hérna inn.“ Katrín segir lítið hægt að segja um það núna hvenær hægt verður að draga úr skimunum á landamærum. „Það er kannski ekki fyrirsjáanlegt en við höfum sagt það að við ætlum að endurskoða þetta með mjög reglulegum hætti og í þeirri endurskoðun byggjum við auðvitað á þeim gögnum sem við erum að fá.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48 Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 „Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48
Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26
„Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56