Varnartilþrif Hardens vógu þungt og Butler sýndi stáltaugar á vítalínunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2020 08:00 James Harden fagnar eftir nauman sigur Houston Rockets á Oklahoma City Thunder í oddaleik. getty/Mike Ehrmann Leikir næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta voru æsispennandi og unnust báðir með aðeins tveimur stigum. Houston Rockets tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri á Oklahoma City Thunder í oddaleik, 104-102. Þá komst Miami Heat í 2-0 í einvíginu gegn Milwaukee Bucks í undanúrslitum Austurdeildarinnar með 114-116 sigri í leik liðanna í nótt. James Harden hitti illa fyrir Houston en reyndist hetja liðsins þegar hann varði þriggja stiga skot Lus Dort þegar tæpar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. James Harden's denial WINS the series for Houston pic.twitter.com/rFnlh2aFJ2— NBA (@NBA) September 3, 2020 Harden skilaði sautján stigum en hitti aðeins úr fjórum af fimmtán skotum sínum utan af velli. Robert Covington var stigahæstur í liði Houston með 21 stig. Russell Westbrook skoraði 20 stig gegn sínu gamla liði. Houston mætir Los Angeles Lakers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. @Holla_At_Rob33 DOES IT ALL in GAME 7!21 PTS | 10 REB | 3 STL | 3 BLK | 6 3PMHOU/LAL Game 1: Fri. (9/4) - 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/bpAEtiMxHr— NBA (@NBA) September 3, 2020 Dort skoraði 30 stig fyrir Oklahoma sem er persónulegt met hjá honum. Chris Paul og Shai Gilgeous-Alexander skoruðu nítján stig hvor. Paul tók einnig ellefu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Jimmy Butler tryggði Miami sigur á Milwaukee með því að setja niður tvö vítaskot eftir að leiktíminn var runninn út. Miami er því komið í 2-0 í einvíginu gegn liðinu sem var með besta árangur allra liða í deildarkeppninni. Miami var sex stigum yfir þegar 27 sekúndur voru eftir en glutraði forystunni niður. Það kom þó ekki að sök. Giannis Antetokounmpo braut á Butler undir blálokin og sá síðarnefndi kláraði leikinn á vítalínunni. Jimmy Butler comes up CLUTCH at the line, putting the @MiamiHEAT up 2-0!Game 3 Fri. (9/4) at 6:30pm/et on TNT pic.twitter.com/CqJDwzVjuw— NBA (@NBA) September 3, 2020 Goran Dragic skoraði 23 stig fyrir Miami og Tyler Herro sautján. Butler skoraði þrettán stig en hann tók aðeins átta skot í leiknum. Antetokounmpo var stigahæstur í liði Milwaukee með 29 stig. Hann tók einnig fjórtán fráköst. Khris Middleton skoraði 23 stig og gaf átta stoðsendingar. NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Leikir næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta voru æsispennandi og unnust báðir með aðeins tveimur stigum. Houston Rockets tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri á Oklahoma City Thunder í oddaleik, 104-102. Þá komst Miami Heat í 2-0 í einvíginu gegn Milwaukee Bucks í undanúrslitum Austurdeildarinnar með 114-116 sigri í leik liðanna í nótt. James Harden hitti illa fyrir Houston en reyndist hetja liðsins þegar hann varði þriggja stiga skot Lus Dort þegar tæpar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. James Harden's denial WINS the series for Houston pic.twitter.com/rFnlh2aFJ2— NBA (@NBA) September 3, 2020 Harden skilaði sautján stigum en hitti aðeins úr fjórum af fimmtán skotum sínum utan af velli. Robert Covington var stigahæstur í liði Houston með 21 stig. Russell Westbrook skoraði 20 stig gegn sínu gamla liði. Houston mætir Los Angeles Lakers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. @Holla_At_Rob33 DOES IT ALL in GAME 7!21 PTS | 10 REB | 3 STL | 3 BLK | 6 3PMHOU/LAL Game 1: Fri. (9/4) - 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/bpAEtiMxHr— NBA (@NBA) September 3, 2020 Dort skoraði 30 stig fyrir Oklahoma sem er persónulegt met hjá honum. Chris Paul og Shai Gilgeous-Alexander skoruðu nítján stig hvor. Paul tók einnig ellefu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Jimmy Butler tryggði Miami sigur á Milwaukee með því að setja niður tvö vítaskot eftir að leiktíminn var runninn út. Miami er því komið í 2-0 í einvíginu gegn liðinu sem var með besta árangur allra liða í deildarkeppninni. Miami var sex stigum yfir þegar 27 sekúndur voru eftir en glutraði forystunni niður. Það kom þó ekki að sök. Giannis Antetokounmpo braut á Butler undir blálokin og sá síðarnefndi kláraði leikinn á vítalínunni. Jimmy Butler comes up CLUTCH at the line, putting the @MiamiHEAT up 2-0!Game 3 Fri. (9/4) at 6:30pm/et on TNT pic.twitter.com/CqJDwzVjuw— NBA (@NBA) September 3, 2020 Goran Dragic skoraði 23 stig fyrir Miami og Tyler Herro sautján. Butler skoraði þrettán stig en hann tók aðeins átta skot í leiknum. Antetokounmpo var stigahæstur í liði Milwaukee með 29 stig. Hann tók einnig fjórtán fráköst. Khris Middleton skoraði 23 stig og gaf átta stoðsendingar.
NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum