„Konur mættu vera blíðari við sjálfa sig eftir meðgöngu“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 2. september 2020 20:56 Gerða íþróttafræðingur og þjálfari segir mikilvægt að nýbakaðar mæður setji ekki pressu á sig að koma sér aftur í fyrra form eftir fæðingu heldur einbeiti sér að því að njóta og finna sinn takt í hreyfingu hægt og rólega. Ljósmynd - Íris Dögg Einarsdóttir „Konur mættu vera blíðari við sjálfa sig eftir meðgöngu, klappa sér á bakið fyrir að hafa gengið með barn og ekki vera að stressa sig á því að fara í sama form og þær voru í áður“, segir Gerður Jónsdóttir, íþróttafræðingur, í viðtali við Makamál. Gerður, eða Gerða eins og hún er alltaf kölluð, er með BSc gráðu í íþróttafræði og Med (master) í heilsuþjálfun og kennslu. Hún hefur auk þess lokið einkaþjálfararéttindum og fjölda annarra námskeiða sem viðkoma æfingum og heilsu. Gerða hefur stundað íþróttir frá fimm ára aldri og segir hún allt sem viðkemur heilsu og líkamsrækt vera mikil ástríða hjá sér. Ljósmynd - Íris Dögg Einarsdóttir Úr ballett í bardagalistir „Allt sem viðkemur heilsu og líkamsrækt er ástríða mín“, segir Gerða en hún hefur stundað íþróttir af kappi frá fimm ára aldri. „Ég byrjaði í fimleikum fimm ára gömul og hef eiginlega ekki stoppað síðan. Ég varð meðal annars Íslands- og bikarmeistari í fimleikum og síðan tók jazzballettinn við.“ Úr ballettinum lá leið Gerðu í bardagalistir og segir hún fimleikagrunninn hennar hafa hjálpað sér þar. „Ég tók nokkrar beltagráður og keppti í karate, taekwondo og judó en ég hef ég verið mjög dugleg við það að bæta við mig þekkingu og reynslu í gegnum tíðina.“ Kvíði hefur verið hluti af lífi Gerðu og segir hún reglulega hreyfingu hjálpa henni verulega að takast á við kvíðann. Ég hef verið með kvíða frá því ég man eftir mér og næ góðum tökum á honum með því að hreyfa mig reglulega, í hvaða formi sem er. „Hreyfing og andleg heilsa tengjast mjög sterkum böndum og er margsannað að hreyfing hefur jákvæð áhrif á kvíða, depurð, vægt þunglyndi, stress, svefn og fleira. Ásamt kvíðanum hef ég líka átt erfitt með svefn en mér hefur tekist ágætlega að nota öndunaræfingar til að hjálpa mér með svefninn.“ Kvíði og svefnerfiðleikar hafa verið hluti af lífi Gerðu en hún notar hreyfingu og öndunaræfingar til að hjálpa sér að ná jafnvægi. Ljósmyndari - Íris Dögg Einarsdóttir Að koma sér af stað Þessa setningu, að koma sér af stað, ættu flestir að þekkja en Gerða segir það geta verið þrautinni þyngri að byrja að hreyfa sig þegar andlega líðanin er ekki nógu góð. „Þetta helst allt í hendur, andlega heilsan og sú líkamlega, en það er mjög mikilvægt fyrir fólk að muna það að byrja bara rólega. Fara út í göngutúr, synda eða út að hjóla, allt hefur þetta jákvæð áhrif á andlegu heilsuna.“ Það þarf að muna að rækta bæði andlegu og líkamlegu hliðina til þess að ná góðu jafnvægi. „Góð næring skiptir líka miklu máli því það er jú orkan sem við þurfum til að geta gert okkar daglegu hluti svo allt helst þetta í hendur og skiptir máli að hafa í jafnvægi. Ef við til dæmis sofum illa eigum við það til að borða óhollari mat, drekka meira koffín og nennum síður að hreyfa okkur.“ Erfiðar meðgöngur og fæðingarþunglyndi Gerða er þriggja barna móðir og segir hún seinni tvær meðgöngurnar hafa tekið mikið á sig andlega og líkamlega. „Fyrsta meðgangan mín endaði í bráðakeisara en ég var fljót að jafna mig þar sem ég var í góðu formi fyrir og náði vel að hreyfa mig á meðgöngunni sjálfri en seinni tvær meðgöngur voru rosalega erfiðar. Ég þurfti að gangast undir margar rannsóknir og það blæddi mikið á þeirri síðustu. Ég þurfti því að liggja nánast allan tímann. Þetta lagðist þungt á sálina mína og ég er ekki frá því að hafa glímt við fæðingarþunglyndi á þessum tíma.“ Gerða segist hafa verið óhrædd að leita sér aðstoðar við að vinna úr vanlíðaninni á meðgöngunni. Hún hafi í raun verið þvinguð til að vinna í sér andlega sem hafi reynst mjög þroskandi. Gerða ásamt manni sínum Alexander Jenssyni og börnum sínum Kristni og Signýu. Aðsend mynd Konur ættu að forðast samanburðinn við aðrar konur „Konur mættu vera blíðari við sjálfan sig eftir meðgöngu, klappa sér á bakið fyrir að hafa gengið með barn og vera ekki að stressa sig á því að fara í sama form og þær voru í áður. Það er nauðsynlegt að gefa sér tíma til þess að njóta og leyfa líkamanum að ganga tilbaka. Svo má fara hægt og rólega af stað og byggja sig upp á þeim hraða sem hentar hverjum og einum.“ Ef allt hefur gengið vel á meðgöngu og konur eru í góðu formi, segir Gerða ekkert því til fyrirstöðu að byrja fljótlega að æfa aftur eftir fæðingu en það sé mikilvægt að hlusta á líkamann og forðast samanburð við aðra. „Það getur verið mjög erfitt að stíga sín fyrstu skref í ræktina eftir barnsburð, svefnlausar nætur, hormónaójafnvægi og jafnvel óánægju með líkamann. Ég mæli með því að velja sér það umhverfi sem þér líður vel í og þar sem þú finnur ekki fyrir pressu, byrja rólega og ekki vera að spá í öðru fólki.“ Ég held að það sé mikilvægt að mæður leyfi sér að finna til þakklætis yfir þessu magnaða ferli sem það er að búa til litla manneskju. Þetta getur verið erfitt en magnað tímabil sem er mikilvægt að reyna að njóta. Gerða mælir með því fyrir nýbakaðar mæður að taka sér tíma í að leyfa líkamanum að ganga saman og jafna sig og ekki vera að einblína á kílóamissi. Aðsend mynd Ekki einblína á kílóamissi Gerða hvetur konur til að þjálfa hugann sinn í að vera ekki að einblína á það að missa kíló heldur setja sér það markmið að verða hraustar og byggja aftur upp styrk. „Þú þarft að hafa styrk til að halda á barninu þínu, bleyjutöskunni, bílstólnum og innkaupapokanum án þess að fá í bakið en brjóstagjöf getur líka verið mikið álag á bakið. Það er mikilvægt að teygja á til að liðka mjaðmirnar eftir að hafa gengið með barn, fá útrás og koma flæði á góðu hormónin sem lætur okkur líða vel. Þetta smitast svo allt í börnin okkar.“ Við verðum einfaldlega að hugsa vel um okkur til að við séum færari um að hugsa vel um aðra. Gerða hefur verið nokkuð áberandi á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún sýnir nýstárlegar æfingar sem á stundum minna á æfingar Jane Fonda á áttunda áratugnum. „Ég vil leggja áherslu á það að konur fái útrás og finnist skemmtilegt í tímum hjá mér og þess vegna hannaði ég námskeiðið In Shape sem ég er að kenna í World Class. Ég vildi gera námskeið sem hentar konum á öllum aldri, byrjendum sem og lengra komnum og bara öllum konum sem vilja komast í form og hafa gaman í leiðinni.“ Í tímunum sínum In Shape segist Gerða leggja mikla áherslu á það að konur á öllum aldri geti komið óháð því hvort þær séu byrjendur eða lengra komnar.Ljósmynd - Íris Dögg Einarssdóttir Dansa úr sér hrokann við indjánatónlist Gerða vinnur nær eingöngu með líkamsþyng og létt lóð í æfingum sínum. Hún segir að það séu alltaf minni líkur á því að þú gerir æfingarnar vitlaust þegar þú ert ekki með þung lóð. „Annars er ég dugleg að ganga á milli og leiðrétta það sem betur mætti fara. Námskeiðið er kennt í heitum sal en það er ótrúleg dýnamík og stemmning sem hefur myndast hingað til. Konum hlakkar yfirleitt til að mæta í næsta tíma - þá er markmiði mínu náð.“ Innblástur við gerð námskeiðsins segist Gerða hafa fengið frá stjörnuþjálfaranum Tracey Anderson sem hún segir óhrædda við að fara sínar eigin leiðir. „Ég heillaðist mikið af hennar nálgun og vildi byggja námskeiðið á því að hugsa út fyrir kassann og nýta allan þann grunn sem ég hef. Ég blanda mínum hugmyndum af nýjum æfingum við ákveðinn grunn og legg mikla áherslu á góða tónlist. Það er mikilvægt að þjálfa hugann og samhæfinguna í leiðinni. Tímarnir enda svo alltaf á því að við dönsum úr okkur hrokann við indjánatónlist með lokuð augun og leggjumst svo niður í slökun í lokin til að taka inn orkuna sem við erum búnar að búa til. “ Byrjaði að hlaupa í kjölfar lokun líkamsræktarstöðva Í kjölfar Covid faraldursins lokuðu líkamsræktarstöðvar og vinnuumhverfi þeirra sem vinna við þjálfun því raskað. Gerða segir þó þetta tímabil hafa haft góð áhrif á hana persónulega og hún hafi notað tækifærið og tekist á við nýjar áskoranir. „Ég byrjaði á því að fara út að hlaupa sem ég hélt ég myndi aldrei gera. Ég hafði selt sjálfri mér það að ég væri ekki góður hlaupari og með lélegt þol en annað kom á daginn.“ Ég tók þá ákvörðun með sjálfri mér að vera ekki að takmarka mig á neinn hátt án þess að láta á það reyna og sína sjálfri mér þolinmæði. Mæli með því fyrir alla. Svo fór ég að hreyfa mig meira úti í náttúrunni sem er svo stórkostlegt og mun gera það meira hér eftir. Náttúran veitir einhverja auka orku sem ekki er hægt að fá annarsstaðar. Samhliða þjálfuninni hefur gerða nú hafið framleiðslu á sinni eigin hönnun á íþróttafatnaði sem mun verða til sölu á heimasíðu hennar. Aðsend mynd Gerða segir spennandi tíma framundan hjá sér en samhliða þjálfuninni stefnir hún á sína eigin framleiðslu. Við eigum bara eitt líf „Það eru skemmtilegir tímar framundan, ég var að opna heimasíðuna Gerda.is þar sem hægt er að skrá sig á námskeið hjá mér sem byrja í september, einka- og hópþjálfun og teygjutíma. Svo er ég líka byrjuð að hanna íþróttaföt, ásamt öðrum vörum sem verða til sölu á síðunni. Ég er mjög spennt fyrir því.“ Að lokum hvetur Gerða fólk til að finna sér sína eigin leið til að koma hreyfingu inn í rútínuna sína og gera hana frekar að lífsstíl en kvöð eða tímabundnu átaki. „Reyndu að sjá fyrir þér hvaða ávinning hreyfing hefur til lengri tíma í lífinu þínu. Hún dregur úr tíðni sjúkdóma svo þú sért líklegri til að lifa lengur en ella. Þú hefur betri burði til þess að njóta lífsins, leika við barnabörnin og líða betur andlega. Við eigum bara eitt líf. Njótum þess og hugsum vel um okkur.“ Heilsa Íþróttir Börn og uppeldi Tengdar fréttir Einhleypan: „Ástin er svarið við öllu og við komum öll hingað til að elska“ „Að vera einhleyp á tímum COVID-19 hefur verið áhugavert og lítið um stefnumót. Þetta hefur samt gefið mér það dýrmæta tækifæri að rækta samband mitt við sjálfa mig enn frekar,“ segir Anna Guðný Torfadóttir sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 31. ágúst 2020 20:28 Móðurmál: Tilfinningarnar sem fylgdu ófrjósemi hurfu ekki á augabragði „Ég varð mjög kvíðin fyrstu mánuðina um að missa. Svo er líka sérstök tilfinning að vera komin úr „ófrjósemis“ hópnum yfir í „meðgöngu“ hópinn sem þurfti smá að venjast og manni fannst maður smá vera að yfirgefa þær sem voru enn að reyna,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, 25. ágúst 2020 10:41 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál „Ég elska konur, ég elska kynsegin fólk, ég elska karla“ Makamál Fyrsta blikið: „Hæ fjölskylda! Hérna er ég með stelpu“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Konur mættu vera blíðari við sjálfa sig eftir meðgöngu, klappa sér á bakið fyrir að hafa gengið með barn og ekki vera að stressa sig á því að fara í sama form og þær voru í áður“, segir Gerður Jónsdóttir, íþróttafræðingur, í viðtali við Makamál. Gerður, eða Gerða eins og hún er alltaf kölluð, er með BSc gráðu í íþróttafræði og Med (master) í heilsuþjálfun og kennslu. Hún hefur auk þess lokið einkaþjálfararéttindum og fjölda annarra námskeiða sem viðkoma æfingum og heilsu. Gerða hefur stundað íþróttir frá fimm ára aldri og segir hún allt sem viðkemur heilsu og líkamsrækt vera mikil ástríða hjá sér. Ljósmynd - Íris Dögg Einarsdóttir Úr ballett í bardagalistir „Allt sem viðkemur heilsu og líkamsrækt er ástríða mín“, segir Gerða en hún hefur stundað íþróttir af kappi frá fimm ára aldri. „Ég byrjaði í fimleikum fimm ára gömul og hef eiginlega ekki stoppað síðan. Ég varð meðal annars Íslands- og bikarmeistari í fimleikum og síðan tók jazzballettinn við.“ Úr ballettinum lá leið Gerðu í bardagalistir og segir hún fimleikagrunninn hennar hafa hjálpað sér þar. „Ég tók nokkrar beltagráður og keppti í karate, taekwondo og judó en ég hef ég verið mjög dugleg við það að bæta við mig þekkingu og reynslu í gegnum tíðina.“ Kvíði hefur verið hluti af lífi Gerðu og segir hún reglulega hreyfingu hjálpa henni verulega að takast á við kvíðann. Ég hef verið með kvíða frá því ég man eftir mér og næ góðum tökum á honum með því að hreyfa mig reglulega, í hvaða formi sem er. „Hreyfing og andleg heilsa tengjast mjög sterkum böndum og er margsannað að hreyfing hefur jákvæð áhrif á kvíða, depurð, vægt þunglyndi, stress, svefn og fleira. Ásamt kvíðanum hef ég líka átt erfitt með svefn en mér hefur tekist ágætlega að nota öndunaræfingar til að hjálpa mér með svefninn.“ Kvíði og svefnerfiðleikar hafa verið hluti af lífi Gerðu en hún notar hreyfingu og öndunaræfingar til að hjálpa sér að ná jafnvægi. Ljósmyndari - Íris Dögg Einarsdóttir Að koma sér af stað Þessa setningu, að koma sér af stað, ættu flestir að þekkja en Gerða segir það geta verið þrautinni þyngri að byrja að hreyfa sig þegar andlega líðanin er ekki nógu góð. „Þetta helst allt í hendur, andlega heilsan og sú líkamlega, en það er mjög mikilvægt fyrir fólk að muna það að byrja bara rólega. Fara út í göngutúr, synda eða út að hjóla, allt hefur þetta jákvæð áhrif á andlegu heilsuna.“ Það þarf að muna að rækta bæði andlegu og líkamlegu hliðina til þess að ná góðu jafnvægi. „Góð næring skiptir líka miklu máli því það er jú orkan sem við þurfum til að geta gert okkar daglegu hluti svo allt helst þetta í hendur og skiptir máli að hafa í jafnvægi. Ef við til dæmis sofum illa eigum við það til að borða óhollari mat, drekka meira koffín og nennum síður að hreyfa okkur.“ Erfiðar meðgöngur og fæðingarþunglyndi Gerða er þriggja barna móðir og segir hún seinni tvær meðgöngurnar hafa tekið mikið á sig andlega og líkamlega. „Fyrsta meðgangan mín endaði í bráðakeisara en ég var fljót að jafna mig þar sem ég var í góðu formi fyrir og náði vel að hreyfa mig á meðgöngunni sjálfri en seinni tvær meðgöngur voru rosalega erfiðar. Ég þurfti að gangast undir margar rannsóknir og það blæddi mikið á þeirri síðustu. Ég þurfti því að liggja nánast allan tímann. Þetta lagðist þungt á sálina mína og ég er ekki frá því að hafa glímt við fæðingarþunglyndi á þessum tíma.“ Gerða segist hafa verið óhrædd að leita sér aðstoðar við að vinna úr vanlíðaninni á meðgöngunni. Hún hafi í raun verið þvinguð til að vinna í sér andlega sem hafi reynst mjög þroskandi. Gerða ásamt manni sínum Alexander Jenssyni og börnum sínum Kristni og Signýu. Aðsend mynd Konur ættu að forðast samanburðinn við aðrar konur „Konur mættu vera blíðari við sjálfan sig eftir meðgöngu, klappa sér á bakið fyrir að hafa gengið með barn og vera ekki að stressa sig á því að fara í sama form og þær voru í áður. Það er nauðsynlegt að gefa sér tíma til þess að njóta og leyfa líkamanum að ganga tilbaka. Svo má fara hægt og rólega af stað og byggja sig upp á þeim hraða sem hentar hverjum og einum.“ Ef allt hefur gengið vel á meðgöngu og konur eru í góðu formi, segir Gerða ekkert því til fyrirstöðu að byrja fljótlega að æfa aftur eftir fæðingu en það sé mikilvægt að hlusta á líkamann og forðast samanburð við aðra. „Það getur verið mjög erfitt að stíga sín fyrstu skref í ræktina eftir barnsburð, svefnlausar nætur, hormónaójafnvægi og jafnvel óánægju með líkamann. Ég mæli með því að velja sér það umhverfi sem þér líður vel í og þar sem þú finnur ekki fyrir pressu, byrja rólega og ekki vera að spá í öðru fólki.“ Ég held að það sé mikilvægt að mæður leyfi sér að finna til þakklætis yfir þessu magnaða ferli sem það er að búa til litla manneskju. Þetta getur verið erfitt en magnað tímabil sem er mikilvægt að reyna að njóta. Gerða mælir með því fyrir nýbakaðar mæður að taka sér tíma í að leyfa líkamanum að ganga saman og jafna sig og ekki vera að einblína á kílóamissi. Aðsend mynd Ekki einblína á kílóamissi Gerða hvetur konur til að þjálfa hugann sinn í að vera ekki að einblína á það að missa kíló heldur setja sér það markmið að verða hraustar og byggja aftur upp styrk. „Þú þarft að hafa styrk til að halda á barninu þínu, bleyjutöskunni, bílstólnum og innkaupapokanum án þess að fá í bakið en brjóstagjöf getur líka verið mikið álag á bakið. Það er mikilvægt að teygja á til að liðka mjaðmirnar eftir að hafa gengið með barn, fá útrás og koma flæði á góðu hormónin sem lætur okkur líða vel. Þetta smitast svo allt í börnin okkar.“ Við verðum einfaldlega að hugsa vel um okkur til að við séum færari um að hugsa vel um aðra. Gerða hefur verið nokkuð áberandi á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún sýnir nýstárlegar æfingar sem á stundum minna á æfingar Jane Fonda á áttunda áratugnum. „Ég vil leggja áherslu á það að konur fái útrás og finnist skemmtilegt í tímum hjá mér og þess vegna hannaði ég námskeiðið In Shape sem ég er að kenna í World Class. Ég vildi gera námskeið sem hentar konum á öllum aldri, byrjendum sem og lengra komnum og bara öllum konum sem vilja komast í form og hafa gaman í leiðinni.“ Í tímunum sínum In Shape segist Gerða leggja mikla áherslu á það að konur á öllum aldri geti komið óháð því hvort þær séu byrjendur eða lengra komnar.Ljósmynd - Íris Dögg Einarssdóttir Dansa úr sér hrokann við indjánatónlist Gerða vinnur nær eingöngu með líkamsþyng og létt lóð í æfingum sínum. Hún segir að það séu alltaf minni líkur á því að þú gerir æfingarnar vitlaust þegar þú ert ekki með þung lóð. „Annars er ég dugleg að ganga á milli og leiðrétta það sem betur mætti fara. Námskeiðið er kennt í heitum sal en það er ótrúleg dýnamík og stemmning sem hefur myndast hingað til. Konum hlakkar yfirleitt til að mæta í næsta tíma - þá er markmiði mínu náð.“ Innblástur við gerð námskeiðsins segist Gerða hafa fengið frá stjörnuþjálfaranum Tracey Anderson sem hún segir óhrædda við að fara sínar eigin leiðir. „Ég heillaðist mikið af hennar nálgun og vildi byggja námskeiðið á því að hugsa út fyrir kassann og nýta allan þann grunn sem ég hef. Ég blanda mínum hugmyndum af nýjum æfingum við ákveðinn grunn og legg mikla áherslu á góða tónlist. Það er mikilvægt að þjálfa hugann og samhæfinguna í leiðinni. Tímarnir enda svo alltaf á því að við dönsum úr okkur hrokann við indjánatónlist með lokuð augun og leggjumst svo niður í slökun í lokin til að taka inn orkuna sem við erum búnar að búa til. “ Byrjaði að hlaupa í kjölfar lokun líkamsræktarstöðva Í kjölfar Covid faraldursins lokuðu líkamsræktarstöðvar og vinnuumhverfi þeirra sem vinna við þjálfun því raskað. Gerða segir þó þetta tímabil hafa haft góð áhrif á hana persónulega og hún hafi notað tækifærið og tekist á við nýjar áskoranir. „Ég byrjaði á því að fara út að hlaupa sem ég hélt ég myndi aldrei gera. Ég hafði selt sjálfri mér það að ég væri ekki góður hlaupari og með lélegt þol en annað kom á daginn.“ Ég tók þá ákvörðun með sjálfri mér að vera ekki að takmarka mig á neinn hátt án þess að láta á það reyna og sína sjálfri mér þolinmæði. Mæli með því fyrir alla. Svo fór ég að hreyfa mig meira úti í náttúrunni sem er svo stórkostlegt og mun gera það meira hér eftir. Náttúran veitir einhverja auka orku sem ekki er hægt að fá annarsstaðar. Samhliða þjálfuninni hefur gerða nú hafið framleiðslu á sinni eigin hönnun á íþróttafatnaði sem mun verða til sölu á heimasíðu hennar. Aðsend mynd Gerða segir spennandi tíma framundan hjá sér en samhliða þjálfuninni stefnir hún á sína eigin framleiðslu. Við eigum bara eitt líf „Það eru skemmtilegir tímar framundan, ég var að opna heimasíðuna Gerda.is þar sem hægt er að skrá sig á námskeið hjá mér sem byrja í september, einka- og hópþjálfun og teygjutíma. Svo er ég líka byrjuð að hanna íþróttaföt, ásamt öðrum vörum sem verða til sölu á síðunni. Ég er mjög spennt fyrir því.“ Að lokum hvetur Gerða fólk til að finna sér sína eigin leið til að koma hreyfingu inn í rútínuna sína og gera hana frekar að lífsstíl en kvöð eða tímabundnu átaki. „Reyndu að sjá fyrir þér hvaða ávinning hreyfing hefur til lengri tíma í lífinu þínu. Hún dregur úr tíðni sjúkdóma svo þú sért líklegri til að lifa lengur en ella. Þú hefur betri burði til þess að njóta lífsins, leika við barnabörnin og líða betur andlega. Við eigum bara eitt líf. Njótum þess og hugsum vel um okkur.“
Heilsa Íþróttir Börn og uppeldi Tengdar fréttir Einhleypan: „Ástin er svarið við öllu og við komum öll hingað til að elska“ „Að vera einhleyp á tímum COVID-19 hefur verið áhugavert og lítið um stefnumót. Þetta hefur samt gefið mér það dýrmæta tækifæri að rækta samband mitt við sjálfa mig enn frekar,“ segir Anna Guðný Torfadóttir sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 31. ágúst 2020 20:28 Móðurmál: Tilfinningarnar sem fylgdu ófrjósemi hurfu ekki á augabragði „Ég varð mjög kvíðin fyrstu mánuðina um að missa. Svo er líka sérstök tilfinning að vera komin úr „ófrjósemis“ hópnum yfir í „meðgöngu“ hópinn sem þurfti smá að venjast og manni fannst maður smá vera að yfirgefa þær sem voru enn að reyna,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, 25. ágúst 2020 10:41 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál „Ég elska konur, ég elska kynsegin fólk, ég elska karla“ Makamál Fyrsta blikið: „Hæ fjölskylda! Hérna er ég með stelpu“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Einhleypan: „Ástin er svarið við öllu og við komum öll hingað til að elska“ „Að vera einhleyp á tímum COVID-19 hefur verið áhugavert og lítið um stefnumót. Þetta hefur samt gefið mér það dýrmæta tækifæri að rækta samband mitt við sjálfa mig enn frekar,“ segir Anna Guðný Torfadóttir sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 31. ágúst 2020 20:28
Móðurmál: Tilfinningarnar sem fylgdu ófrjósemi hurfu ekki á augabragði „Ég varð mjög kvíðin fyrstu mánuðina um að missa. Svo er líka sérstök tilfinning að vera komin úr „ófrjósemis“ hópnum yfir í „meðgöngu“ hópinn sem þurfti smá að venjast og manni fannst maður smá vera að yfirgefa þær sem voru enn að reyna,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, 25. ágúst 2020 10:41