Eiginkonan hjálpaði henni að slá WNBA-metið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2020 12:00 Courtney Vandersloot er öflugur leikstjórnandi og spilar með Chicago Sky í WNBA-deildinni í körfubolta. Getty/Julio Aguilar Courtney Vandersloot setti nýtt stoðsendingamet í WNBA-deildinni í körfubolta í vikunni þegar hún gaf átján stoðsendingar í leik með Chicago Sky liðinu. Gamla metið yfir flestar stoðsendingar í einum leik var þegar Ticha Penicheiro gaf sextán stoðsendingar á sínum tíma. Penicheiro náði því reyndar tvisvar eða bæði 1998 og 2002. Metið var því orðið 22 ára gamalt. Metið féll í leik Chicago Sky á móti Indiana Fever sem endaði með 100-77 sigri Chicago Sky liðsins. Courtney Vandersloot, "Point God" and MVP candidate, broke the WNBA single-game assist record Monday night with a pass to her wife, Allie Quigleyhttps://t.co/JjJD4b431S pic.twitter.com/ZwiyyPpsES— NBC Sports Chicago (@NBCSChicago) September 1, 2020 Courtney Vandersloot jafnaði stoðsendingametið þegar 3:22 mínútur voru eftir af leiknum en það var við hæfi að eiginkonan hjálpaði henni að bæta það. Allie Quigley skoraði þá þriggja stiga körfu eftir stoðsendingu frá Courtney Vandersloot og stuttu síðar skoraði Allie aftur eftir stoðsendingu frá Courtney. Vandersloot var því komin með átján stoðsendingar í leiknum og nýtt glæsilegt WNBA-met. Courtney Vandersloot og Allie Quigley giftu sig í desember 2018 en þær hafa spilað lengi saman hjá Chicago Sky liðinu. Record. Broken. pic.twitter.com/eq85Fo5DMz— Chicago Sky (@chicagosky) September 1, 2020 „Þetta er mjög gaman. Ég hélt í alvörunni að það væri ekki hægt að slá þetta met. Liðsfélagarnir mínir voru að hitta úr skotunum sínum og þær voru jafnánægðar og ég,“ sagði Courtney Vandersloot eftir leikinn. Courtney Vandersloot endaði leikinn með 13 stig og 18 stoðsendingar en eiginkonan Allie Quigley var með 19 stig. Chicago Sky endaði líka tveggja leikja taphrinu með þessum sigri. „Þetta eru góð verðlaun fyrir leikmann sem er svo óeigingjörn. Hún nýtur þess að sjá liðsfélaga sína skora og að koma þeim í góð færi til að skora. Það er sérstakt að hafa slíkan leikmann í sínu liði og ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut,“ sagði James Wade, þjálfari Chicago Sky liðsins. View this post on Instagram @allie14quigs wasn t gonna let wifey down for the assist record (via @chicagosky) A post shared by espnW (@espnw) on Aug 31, 2020 at 5:25pm PDT NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Courtney Vandersloot setti nýtt stoðsendingamet í WNBA-deildinni í körfubolta í vikunni þegar hún gaf átján stoðsendingar í leik með Chicago Sky liðinu. Gamla metið yfir flestar stoðsendingar í einum leik var þegar Ticha Penicheiro gaf sextán stoðsendingar á sínum tíma. Penicheiro náði því reyndar tvisvar eða bæði 1998 og 2002. Metið var því orðið 22 ára gamalt. Metið féll í leik Chicago Sky á móti Indiana Fever sem endaði með 100-77 sigri Chicago Sky liðsins. Courtney Vandersloot, "Point God" and MVP candidate, broke the WNBA single-game assist record Monday night with a pass to her wife, Allie Quigleyhttps://t.co/JjJD4b431S pic.twitter.com/ZwiyyPpsES— NBC Sports Chicago (@NBCSChicago) September 1, 2020 Courtney Vandersloot jafnaði stoðsendingametið þegar 3:22 mínútur voru eftir af leiknum en það var við hæfi að eiginkonan hjálpaði henni að bæta það. Allie Quigley skoraði þá þriggja stiga körfu eftir stoðsendingu frá Courtney Vandersloot og stuttu síðar skoraði Allie aftur eftir stoðsendingu frá Courtney. Vandersloot var því komin með átján stoðsendingar í leiknum og nýtt glæsilegt WNBA-met. Courtney Vandersloot og Allie Quigley giftu sig í desember 2018 en þær hafa spilað lengi saman hjá Chicago Sky liðinu. Record. Broken. pic.twitter.com/eq85Fo5DMz— Chicago Sky (@chicagosky) September 1, 2020 „Þetta er mjög gaman. Ég hélt í alvörunni að það væri ekki hægt að slá þetta met. Liðsfélagarnir mínir voru að hitta úr skotunum sínum og þær voru jafnánægðar og ég,“ sagði Courtney Vandersloot eftir leikinn. Courtney Vandersloot endaði leikinn með 13 stig og 18 stoðsendingar en eiginkonan Allie Quigley var með 19 stig. Chicago Sky endaði líka tveggja leikja taphrinu með þessum sigri. „Þetta eru góð verðlaun fyrir leikmann sem er svo óeigingjörn. Hún nýtur þess að sjá liðsfélaga sína skora og að koma þeim í góð færi til að skora. Það er sérstakt að hafa slíkan leikmann í sínu liði og ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut,“ sagði James Wade, þjálfari Chicago Sky liðsins. View this post on Instagram @allie14quigs wasn t gonna let wifey down for the assist record (via @chicagosky) A post shared by espnW (@espnw) on Aug 31, 2020 at 5:25pm PDT
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira