Íslenski boltinn

Kwame aftur í Víking | Kári aftur í Stjörnuna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kwame er kominn í Víkina á nýjan leik.
Kwame er kominn í Víkina á nýjan leik. Vísir/Vilhelm

Víkingur Reykjavík og Stjarnan hafa bætt við sig leikmönnum fyrir komandi átök í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu.

Kwame Quee er kominn aftur í Víkina eftir að hafa verið á láni frá Breiðablik síðari hluta síðasta tímabils. Hinn 23 ára gamli Kwame hefur komið við sögu í tíu deildarleikjum Blika í sumar en ekki enn tekist að þenja netmöskvana.

„Að tímabili loknu rennur samningur Kwame við Breiðablik út og því kveðjum við Blikar þennan skemmtilega leikmann.Hann lék alls 24 mótsleiki fyrir Breiðablik og skoraði í þeim þrjú mörk," segir á Blikar.is. 

 Kwame kom fyrst hingað til lands sumarið 2017 og lék með Víkingum Ólafsvík það sumarið sem og árið eftir. Síðan gekk hann í raðir Breiðabliks fyrir síðasta tímabil. Alls á Kwame 16 A-landsleiki að baki fyrir Síerra Leóne.

Víkingar fengu Adam Ægi Pálsson frá Keflavík fyrr í félagaskiptaglugganum og hafa nú nælt sér í annan spennandi leikmann. Næsti leikur liðsins er þann 13. september gegn Val.

Þá er Kári Pétursson snúinn aftur í raðir Stjörnunnar eftir að hafa leikið fyrri hluta sumars með KFG í 3. deildinni. Kári er uppalinn Stjörnumaður og Garðbæingur mikill.

Stjarnan hefur fengið liðsstyrk fyrir baráttuna sem framundan er í Pepsi Max-deildinni. Námsmaðurinn Kári Pétursson er genginn í raðir félagsins en hann hefur leikið með KFG fyrri hluta mótsins. Kári er uppalinn hjá Stjörnunni.

Á síðustu leiktíð lék hann með HK í Pepsi Max deildinni.

Stjarnan á alls 11 leiki eftir í Pepsi Max deildinni en næsti leikur liðsins er hins vegar gegn FH í Mjólkurbikarnum. Kári getur ekki spilað þann leik eftir að hafa spilað með KFG í bikarnum fyrr í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×