Forsendur dósentsins „mjög veikar“ og spilakassahjónin nutu vafans Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2020 09:35 Hjónin, sem sjást hér snúa baki í ljósmyndara, voru mætt við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok maí. Í bakgrunni sjást Saga Ýrr Jónsdóttir og Orri Sigurðsson, verjendur hjónanna. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi pólsk hjón í þriggja og átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti í júlí. Dómurinn taldi það ótrúverðugt að tugmilljónamismunur á tekjum og útgjöldum hjónanna skýrðist af spilakassavinningum mannsins, líkt og þau héldu fram. Hins vegar voru forsendur sem dósent í stærðfræði fékk frá lögreglu til að reikna áætlaðan spilakassahagnað metnar „mjög veikar“ og nutu hjónin því vafans. Hinn óútskýrði mismunur var þannig lækkaður um fjárhæðina sem nam spilakassavinningunum. Húsleit tengd EuroMarket-málinu Hjónin voru ákærð fyrir sextíu milljóna króna peningaþvætti á tímabilinu janúar 2013 til og með desember 2017. Þannig hafi rannsókn lögreglu leitt í ljós að tekjur hjónanna á tímabilinu voru rúmar 37 milljónir króna samtals en útgjöld á tímabilinu námu rétt tæpum 98 milljónum króna. Hjónin neituðu bæði sök í málinu. Fréttastofa hefur dóminn yfir hjónunum undir höndum en hann hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Í dómnum eru útgjöld hjónanna á umræddu tímabili útlistuð en þar ber hæst úttektir í spilakössum að fjárhæð 33,4 milljóna króna. Þá nema „ýmis útgjöld“ hjónanna öðrum þrjátíu milljónum og þá keypti konan bifreið af gerðinni Hyundai Tucson með reiðufé fyrir 4,4 milljónir árið 2017. Konan sagði við aðalmeðferð málsins að féð hefði komið frá eiginmanni hennar. Ákæruvaldið krafðist þess að hjónin yrðu dæmd til refsingar, auk upptöku á fjármunum, áðurnefndri bifreið og fasteign þeirra í Reykjavík. Hluti fjármunanna fannst við húsleit á heimili hjónanna í desember 2017. Maðurinn er einn þeirra sem var handtekinn það ár í svokölluðu Euro Market-máli en lögreglan komst á snoðir um peningaþvætti hjónanna eftir umrædda húsleit. Um var að ræða tæpar þrjár milljónir íslenskra króna í reiðufé, 1.200 evrur og 12 Bandaríkjadali. Sonurinn átti milljónirnar í svefnherberginu Maðurinn sagði fyrir dómi að peningarnir á heimilinu, sem geymdir voru í hjónaherberginu, væru sparifé sonar þeirra hjóna. Sonurinn hélt þessu einnig fram við aðalmeðferðina og kvaðst hafa talið féð öruggara í vörslu móður sinnar en inni á bankareikningi. Á tímabilinu sem um ræðir tók sonurinn út 6,7 milljónir króna úr hraðbönkum og kvaðst hann hafa afhent móður sinni umræddar þrjár milljónir, sem hann ætlaði til útborgunar við íbúðakaup síðar. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að sannað væri miðað við framburð fjölskyldunnar að þessir peningar væru eign sonarins. Mismunur á tekjum og útgjöldum hjónanna var því lækkaður í samræmi við það. Allra besta sviðsmyndin 11 milljóna tap Hjónin gáfu bæði þær skýringar fyrir dómi, líkt og ítarlega var rakið í umfjöllun Vísis af málinu í lok maí, að þau hefðu fjármagnað útgjöld sín með vinningum mannsins úr spilakössum. Í málinu lá fyrir að hann fékk rúmar 24 milljónir króna úr spilakössum lagðar inn á reikning sinn á tímabilinu. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði hreinlega ekki vitað að gera ætti grein fyrir spilakassavinningum á skattframtölum. Þetta væri hann að heyra í fyrsta sinn þarna við aðalmeðferðina. Ásmunda Baldursdóttir aðstoðarsaksóknari sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Vísir/vilhelm Þá framkvæmdi lögregla greiningu á mögulegum spilatíma mannsins í kössunum og taldi spilatíma hans að meðaltali á bilinu 46-311 mínútur á dag. Dósent við Háskólann í Reykjavík var jafnframt fenginn til að meta áætlaðan hagnað mannsins af spilakössunum. Niðurstaða hans var sú að áætlað tap mannsins væri 145,5 milljónir króna yfir fjögurra ára og átta mánaða tímabil. Dósentinn taldi útilokað að maðurinn hefði hagnast á spilunum, allra besta sviðsmyndin hljóðaði upp á ellefu milljóna tap. Ófullnægjandi rannsókn og gefnar forsendur Héraðsdómur mat það hins vegar svo að forsendur fyrir útreikningum dósentsins, sem fengnar voru frá lögreglu, væru mjög veikar. Skjal lögreglu væri byggt á ófullnægjandi rannsókn og „fjölmörgum gefnum forsendum“. Þá væru 24 milljónirnar sem maðurinn fékk í spilakassavinninga ekki ólögmætur ávinningur. „Þar sem engu er með vissu hægt að slá föstu um fjárhæðina sem ákærði notaði í spilakassa og forsendur útreikninga á spilatíma o.fl. eru jafn veikar og raun ber vitni er það mat dómsins að ákærðu verði að njóta vafans í þessu og þykir því rétt að lækka neikvæðan lífeyri ákærðu um fjárhæðina sem nemur vinningnum úr spilakössum,“ segir í dómnum. Eftir stóðu því rúmar 33 milljónir óútskýrðra króna. Þótti dómnum framburður hjónanna um að neikvæður lífeyrir skýrðist allur af spilavinningum mannsins mjög ótrúverðugur. Það teldist þannig sannað að fjármunirnir væru fengnir með refsiverðum brotum, líkt og fram kom í ákæru. Þáttur konunnar í brotunum væri hins vegar mun minni en eiginmannsins. Hjónin voru að endingu bæði dæmd í skilorðsbundið fangelsi; hún í þrjá mánuði og hann í átta mánuði. Þá var fallist á upptökukröfur ákæruvaldsins, fyrir utan kröfuna um upptöku á milljónum sonarins. Hjónunum var jafnframt gert að greiða helming málsvarnarlauna verjenda sinna, samtals um 5,5 milljónir króna. Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Vill að lögregla viðurkenni mistök í Euromarket-málinu „Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi. 24. ágúst 2020 21:24 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi pólsk hjón í þriggja og átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti í júlí. Dómurinn taldi það ótrúverðugt að tugmilljónamismunur á tekjum og útgjöldum hjónanna skýrðist af spilakassavinningum mannsins, líkt og þau héldu fram. Hins vegar voru forsendur sem dósent í stærðfræði fékk frá lögreglu til að reikna áætlaðan spilakassahagnað metnar „mjög veikar“ og nutu hjónin því vafans. Hinn óútskýrði mismunur var þannig lækkaður um fjárhæðina sem nam spilakassavinningunum. Húsleit tengd EuroMarket-málinu Hjónin voru ákærð fyrir sextíu milljóna króna peningaþvætti á tímabilinu janúar 2013 til og með desember 2017. Þannig hafi rannsókn lögreglu leitt í ljós að tekjur hjónanna á tímabilinu voru rúmar 37 milljónir króna samtals en útgjöld á tímabilinu námu rétt tæpum 98 milljónum króna. Hjónin neituðu bæði sök í málinu. Fréttastofa hefur dóminn yfir hjónunum undir höndum en hann hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Í dómnum eru útgjöld hjónanna á umræddu tímabili útlistuð en þar ber hæst úttektir í spilakössum að fjárhæð 33,4 milljóna króna. Þá nema „ýmis útgjöld“ hjónanna öðrum þrjátíu milljónum og þá keypti konan bifreið af gerðinni Hyundai Tucson með reiðufé fyrir 4,4 milljónir árið 2017. Konan sagði við aðalmeðferð málsins að féð hefði komið frá eiginmanni hennar. Ákæruvaldið krafðist þess að hjónin yrðu dæmd til refsingar, auk upptöku á fjármunum, áðurnefndri bifreið og fasteign þeirra í Reykjavík. Hluti fjármunanna fannst við húsleit á heimili hjónanna í desember 2017. Maðurinn er einn þeirra sem var handtekinn það ár í svokölluðu Euro Market-máli en lögreglan komst á snoðir um peningaþvætti hjónanna eftir umrædda húsleit. Um var að ræða tæpar þrjár milljónir íslenskra króna í reiðufé, 1.200 evrur og 12 Bandaríkjadali. Sonurinn átti milljónirnar í svefnherberginu Maðurinn sagði fyrir dómi að peningarnir á heimilinu, sem geymdir voru í hjónaherberginu, væru sparifé sonar þeirra hjóna. Sonurinn hélt þessu einnig fram við aðalmeðferðina og kvaðst hafa talið féð öruggara í vörslu móður sinnar en inni á bankareikningi. Á tímabilinu sem um ræðir tók sonurinn út 6,7 milljónir króna úr hraðbönkum og kvaðst hann hafa afhent móður sinni umræddar þrjár milljónir, sem hann ætlaði til útborgunar við íbúðakaup síðar. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að sannað væri miðað við framburð fjölskyldunnar að þessir peningar væru eign sonarins. Mismunur á tekjum og útgjöldum hjónanna var því lækkaður í samræmi við það. Allra besta sviðsmyndin 11 milljóna tap Hjónin gáfu bæði þær skýringar fyrir dómi, líkt og ítarlega var rakið í umfjöllun Vísis af málinu í lok maí, að þau hefðu fjármagnað útgjöld sín með vinningum mannsins úr spilakössum. Í málinu lá fyrir að hann fékk rúmar 24 milljónir króna úr spilakössum lagðar inn á reikning sinn á tímabilinu. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði hreinlega ekki vitað að gera ætti grein fyrir spilakassavinningum á skattframtölum. Þetta væri hann að heyra í fyrsta sinn þarna við aðalmeðferðina. Ásmunda Baldursdóttir aðstoðarsaksóknari sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Vísir/vilhelm Þá framkvæmdi lögregla greiningu á mögulegum spilatíma mannsins í kössunum og taldi spilatíma hans að meðaltali á bilinu 46-311 mínútur á dag. Dósent við Háskólann í Reykjavík var jafnframt fenginn til að meta áætlaðan hagnað mannsins af spilakössunum. Niðurstaða hans var sú að áætlað tap mannsins væri 145,5 milljónir króna yfir fjögurra ára og átta mánaða tímabil. Dósentinn taldi útilokað að maðurinn hefði hagnast á spilunum, allra besta sviðsmyndin hljóðaði upp á ellefu milljóna tap. Ófullnægjandi rannsókn og gefnar forsendur Héraðsdómur mat það hins vegar svo að forsendur fyrir útreikningum dósentsins, sem fengnar voru frá lögreglu, væru mjög veikar. Skjal lögreglu væri byggt á ófullnægjandi rannsókn og „fjölmörgum gefnum forsendum“. Þá væru 24 milljónirnar sem maðurinn fékk í spilakassavinninga ekki ólögmætur ávinningur. „Þar sem engu er með vissu hægt að slá föstu um fjárhæðina sem ákærði notaði í spilakassa og forsendur útreikninga á spilatíma o.fl. eru jafn veikar og raun ber vitni er það mat dómsins að ákærðu verði að njóta vafans í þessu og þykir því rétt að lækka neikvæðan lífeyri ákærðu um fjárhæðina sem nemur vinningnum úr spilakössum,“ segir í dómnum. Eftir stóðu því rúmar 33 milljónir óútskýrðra króna. Þótti dómnum framburður hjónanna um að neikvæður lífeyrir skýrðist allur af spilavinningum mannsins mjög ótrúverðugur. Það teldist þannig sannað að fjármunirnir væru fengnir með refsiverðum brotum, líkt og fram kom í ákæru. Þáttur konunnar í brotunum væri hins vegar mun minni en eiginmannsins. Hjónin voru að endingu bæði dæmd í skilorðsbundið fangelsi; hún í þrjá mánuði og hann í átta mánuði. Þá var fallist á upptökukröfur ákæruvaldsins, fyrir utan kröfuna um upptöku á milljónum sonarins. Hjónunum var jafnframt gert að greiða helming málsvarnarlauna verjenda sinna, samtals um 5,5 milljónir króna.
Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Vill að lögregla viðurkenni mistök í Euromarket-málinu „Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi. 24. ágúst 2020 21:24 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Vill að lögregla viðurkenni mistök í Euromarket-málinu „Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi. 24. ágúst 2020 21:24