Ávaxtaflugan að gera margan Reykvíkinginn gráhærðan Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2020 10:39 Þessi örsmáa fluga gengur undir ýmsum nöfnum. Ávaxtafluga, bananafluga og jafnvel barfluga. Hún er sólgin gerjaða ávexti. Getty/Akchamczuk Svo virðist sem ávaxtaflugur svokallaðar séu að sækja í sig veðrið á Íslandi. Það er ef marka má ábendingar sem berast inn á fréttastofu, einkum af höfuðborgarsvæðinu og reyndar samkvæmt reynslu nokkurra blaðamanna á ritstjórninni. Agnarsmáar svífa þær um þannig að þeir sem fá þær í sjónlínu vita varla hvort sjónin sé að gefa sig eða hvort um flugu sé að ræða. Og erfitt getur reynst að losa sig við þær. Hvernig stendur á því að þær eru svona áberandi núna? „Ég get ekki tekið undir að þær séu meira áberandi núna en áður, tegundin er að finnast innanhúss allt árið,“ segir Matthías Svavar Alfreðsson skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Og sló þar með út af borðinu alla möguleika á því að segja megi frétt undir fyrirsögninni: Ávaxafluguplága skekur Reykjavík. Sólgnar í gerjaða ávexti „Nei það sem kemur inn á borð til mín er ekkert meira en venjulega,“ segir Matthías sem girðir snarlega fyrir alla mögulega kveinstafi vegna þessara flugna. Hvaða fyrirbæri er þetta eiginlega? „Hér er um að ræða tegund af gerflugnaætt (Drosophilidae) sem heitir ediksgerla (Drosophila melanogaster). Hún hefur gengið undir mörgum nöfnum s.s. ávaxtafluga, bananafluga og jafnvel barfluga. Inn á ritstjórn hafa borist nokkrar ábendingar um að ávaxtaflugan sé þrálát í híbýlum höfuðborgarbúa en skordýrafræðingurinn á Náttúrufræðistofnun Íslands kannast ekki við neina plágu.Getty/nechaev-kon Tegundin er ein mest rannsakaða lífveran á sviði erfða- og þroskunarfræði.“ Svo virðist sem Matthías Svavar hafi þessa flugu í hávegum en hann vísar í ítarlega umfjöllun um ávaxtafluguna á vef Náttúrufræðistofnunar. Skordýrafræðingurinn upplýsir að þær fjölgi sér þegar gerjun á sér stað en þær eru sólgnar í gerjaða ávexti, bjór og edik svo eitthvað sé nefnt. Merkilegar og flottar flugur Hvernig er best að losa sig við þessa pest? „Fara út með lífrænan úrgang, flöskur, dósir og fernur. Síðan er hægt að hella botnfylli af edik í krukku og gera nokkur göt á lokið. Krukkan er síðan látin standa í ruslaskáp eða þar sem flugurnar eru,“ svarar Matthías Svavar en ljóst að honum þykir spurningin gildishlaðin og villandi. Mér heyrist reyndar helst á þér að þú hafir fluguna í hávegum fremur en að þú kannist við að af þeim sé ami? „Þetta eru ansi merkilegar og flottar flugur! En ég skil að fólk vilji ekki hafa þær um allt hús. Þær teljast hins vegar ekki til meindýra þannig að hér er ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af og nokkuð auðvelt að losna við.“ Dýr Reykjavík Skordýr Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Svo virðist sem ávaxtaflugur svokallaðar séu að sækja í sig veðrið á Íslandi. Það er ef marka má ábendingar sem berast inn á fréttastofu, einkum af höfuðborgarsvæðinu og reyndar samkvæmt reynslu nokkurra blaðamanna á ritstjórninni. Agnarsmáar svífa þær um þannig að þeir sem fá þær í sjónlínu vita varla hvort sjónin sé að gefa sig eða hvort um flugu sé að ræða. Og erfitt getur reynst að losa sig við þær. Hvernig stendur á því að þær eru svona áberandi núna? „Ég get ekki tekið undir að þær séu meira áberandi núna en áður, tegundin er að finnast innanhúss allt árið,“ segir Matthías Svavar Alfreðsson skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Og sló þar með út af borðinu alla möguleika á því að segja megi frétt undir fyrirsögninni: Ávaxafluguplága skekur Reykjavík. Sólgnar í gerjaða ávexti „Nei það sem kemur inn á borð til mín er ekkert meira en venjulega,“ segir Matthías sem girðir snarlega fyrir alla mögulega kveinstafi vegna þessara flugna. Hvaða fyrirbæri er þetta eiginlega? „Hér er um að ræða tegund af gerflugnaætt (Drosophilidae) sem heitir ediksgerla (Drosophila melanogaster). Hún hefur gengið undir mörgum nöfnum s.s. ávaxtafluga, bananafluga og jafnvel barfluga. Inn á ritstjórn hafa borist nokkrar ábendingar um að ávaxtaflugan sé þrálát í híbýlum höfuðborgarbúa en skordýrafræðingurinn á Náttúrufræðistofnun Íslands kannast ekki við neina plágu.Getty/nechaev-kon Tegundin er ein mest rannsakaða lífveran á sviði erfða- og þroskunarfræði.“ Svo virðist sem Matthías Svavar hafi þessa flugu í hávegum en hann vísar í ítarlega umfjöllun um ávaxtafluguna á vef Náttúrufræðistofnunar. Skordýrafræðingurinn upplýsir að þær fjölgi sér þegar gerjun á sér stað en þær eru sólgnar í gerjaða ávexti, bjór og edik svo eitthvað sé nefnt. Merkilegar og flottar flugur Hvernig er best að losa sig við þessa pest? „Fara út með lífrænan úrgang, flöskur, dósir og fernur. Síðan er hægt að hella botnfylli af edik í krukku og gera nokkur göt á lokið. Krukkan er síðan látin standa í ruslaskáp eða þar sem flugurnar eru,“ svarar Matthías Svavar en ljóst að honum þykir spurningin gildishlaðin og villandi. Mér heyrist reyndar helst á þér að þú hafir fluguna í hávegum fremur en að þú kannist við að af þeim sé ami? „Þetta eru ansi merkilegar og flottar flugur! En ég skil að fólk vilji ekki hafa þær um allt hús. Þær teljast hins vegar ekki til meindýra þannig að hér er ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af og nokkuð auðvelt að losna við.“
Dýr Reykjavík Skordýr Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira