Lífið

Nýr spurningaþáttur með Birni Braga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björn Bragi þekkir spurningakeppnir vel enda vann hann Gettu Betur sjálfur með Versló.
Björn Bragi þekkir spurningakeppnir vel enda vann hann Gettu Betur sjálfur með Versló.

Spurningaþátturinn Kviss hefst á laugardagskvöldið á Stöð 2 en þættirnir eru í umsjón Björns Braga Arnarsonar.

Um er að ræða spurningaþátt á léttum nótum þar sem þekktir Íslendingar keppa fyrir hönd íþróttafélaganna sem þeir styðja. Þótt liðin skiptist eftir íþróttafélögum er ekki um íþróttaþátt að ræða, heldur eru spurningar úr öllum áttum.

Keppendur eru ekki íþróttafólk heldur nægir að þeir hafi alist upp í hverfi íþróttafélagsins eða hafi æft íþróttir með félaginu á yngri árum.

Liðin sem vinna sínar viðureignir halda áfram leik þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari og verður krýnt Íslandsmeistari í Kviss spurningakeppni 2020.

Þátttakendur í fyrsta þætti eru, fyrir hönd Breiðabliks keppa þau Eva Ruza og Herra Hnetusmjör og fyrir hönd FH er það þau Jón Jónsson og Björg Magnúsdóttir. Spennandi fyrsta viðureign í 16-liða úrslitum.

Hér að neðan má sjá stiklu úr þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×