Klukkunni verður ekki seinkað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2020 08:24 Klukkumálið hefur verið á borði Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. Er þetta niðurstaða vinnu sem staðið hefur yfir hjá stjórnvöldum undanfarin misseri en greint er frá málinu á vef Viðskiptablaðsins með vísun í heimildir blaðsins. Segir á vef VB að málið hafi verið rætt nýlega í ríkisstjórninni og að tilkynnt verði um þessa niðurstöðu á næstunni. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að skoðun á málinu hafi ekki leitt fram nægilega sterk rök „til að réttlæta þá miklu breytingu sem felst í því að seinka klukkunni um eina klukkustund.“ Rætt var við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Óttarr Proppé, þáverandi heilbrigðisráðherra, skipaði starfshóp í nóvember 2017 sem kanna átti „ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi til samræmis við gang sólar,“ líkt og sagði í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu í janúar 2018 til Svandísar Svavarsdóttur, sem þá var tekin við sem heilbrigðisráðherra, og var niðurstaðan meðal annars sú að ýmsir kostir fylgdu því að breyta klukkunni. Ekki var ljóst hvaða ráðherra færi með tímamálin en á endanum fór málið inn á borð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Í byrjun árs 2019 var svo landsmönnum boðið að senda inn umsagnir í Samráðsgátt stjórnvalda vegna mögulegrar breytingar á klukkunni. Meirihluti þeirra sem sendu inn umsögn, eða um 56%, voru á því að breyta ætti klukkunni en um þriðjungur var hlynntur óbreyttu ástandi. Á meðal þeirra sem lögðust gegn því að klukkunni yrði seinkað um eina klukkustund voru golfhreyfingin og Icelandair. Benti golfhreyfingin á að sólskinsstundum á vökutíma myndi fækka ef klukkunni yrði breytt og Icelandair sagði í umsögn sinni að klukkubreyting myndi hafa mikil áhrif á núverandi afgreiðslutíma félagsins á flugvöllum víða um heim. „Ef einnar klukkustundar breyting verður á klukku á Íslandi og flugið færi frá Keflavík kl. 7:40 þyrfti komutími í London að vera kl. 11:50 að morgni, klukkustund síðar en nú er. Á þeim tíma eru engir afgreiðslutímar lausir á flugvellinum. Icelandair yrði því að reyna að skipta á afgreiðslutímum við annað flugfélag eða kaupa nýjan afgreiðslutíma en litlar líkur eru á að slíkt tækist. Þetta mundi líklega valda því að London, einn af lykiláfangastöðum félagsins, gæti ekki verið hluti af leiðarkerfi félagsins. Sömu rök gilda um marga aðra áfangastaði,“ sagði meðal annars í umsögn Icelandair um málið í fyrra. Fréttin var uppfærð klukkan 08:53 í kjölfar þess að eftirfarandi tilkynning barst frá ríkisstjórninni: Klukkan á Íslandi verður óbreytt eftir ítarlega skoðun á kostum og göllum þess að seinka henni um klukkustund. Niðurstaða ríkisstjórnarinnar er að skoðun á því hvort færa ætti staðartíma nær sólartíma á Íslandi hafi ekki leitt fram nægilega sterk rök til að réttlæta þá miklu breytingu sem felst í því að seinka klukkunni um eina klukkustund. Vegur þar þyngst að neikvæð áhrif fækkunar birtustunda á vökutíma og skerðingar birtustunda í lok dags sem dregið gætu úr útivist og hreyfingu eru ekki nægilega vel þekkt, en birtustundum hefði fækkað um 13% á ársgrundvelli með breytingunni. Ríkisstjórnin telur að mikilvægt sé að leita leiða til að bregðast við áhrifum sem misræmi staðartíma og líkamsklukku getur haft í för með sér og ákvað að fela heilbrigðisráðherra að ráðast í fræðsluátak um mikilvægi svefns og gera kannanir á svefntíma landsmanna fyrir og eftir átakið í samstarfi við embætti landlæknis. Enn fremur var mennta- og menningarmálaráðherra falið að taka saman þau verkefni þar sem upphafi skóladags hefur verið frestað, leggja mat á þau og ráðast í frekari tilraunaverkefni þar sem fylgst verði með svefntíma barna og unglinga fyrir og eftir breytingu til að mæla árangur. Málið hefur verið til umfjöllunar í Stjórnarráðinu í rúm tvö ár og meðal annars lagt fyrir almenning í samráðsgátt stjórnvalda en þátttaka varð umtalsverð. Þá funduðu fulltrúar forsætisráðuneytisins með fjölda umsagnaraðila og sérfræðinga. Klukkan á Íslandi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. Er þetta niðurstaða vinnu sem staðið hefur yfir hjá stjórnvöldum undanfarin misseri en greint er frá málinu á vef Viðskiptablaðsins með vísun í heimildir blaðsins. Segir á vef VB að málið hafi verið rætt nýlega í ríkisstjórninni og að tilkynnt verði um þessa niðurstöðu á næstunni. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að skoðun á málinu hafi ekki leitt fram nægilega sterk rök „til að réttlæta þá miklu breytingu sem felst í því að seinka klukkunni um eina klukkustund.“ Rætt var við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Óttarr Proppé, þáverandi heilbrigðisráðherra, skipaði starfshóp í nóvember 2017 sem kanna átti „ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi til samræmis við gang sólar,“ líkt og sagði í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu í janúar 2018 til Svandísar Svavarsdóttur, sem þá var tekin við sem heilbrigðisráðherra, og var niðurstaðan meðal annars sú að ýmsir kostir fylgdu því að breyta klukkunni. Ekki var ljóst hvaða ráðherra færi með tímamálin en á endanum fór málið inn á borð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Í byrjun árs 2019 var svo landsmönnum boðið að senda inn umsagnir í Samráðsgátt stjórnvalda vegna mögulegrar breytingar á klukkunni. Meirihluti þeirra sem sendu inn umsögn, eða um 56%, voru á því að breyta ætti klukkunni en um þriðjungur var hlynntur óbreyttu ástandi. Á meðal þeirra sem lögðust gegn því að klukkunni yrði seinkað um eina klukkustund voru golfhreyfingin og Icelandair. Benti golfhreyfingin á að sólskinsstundum á vökutíma myndi fækka ef klukkunni yrði breytt og Icelandair sagði í umsögn sinni að klukkubreyting myndi hafa mikil áhrif á núverandi afgreiðslutíma félagsins á flugvöllum víða um heim. „Ef einnar klukkustundar breyting verður á klukku á Íslandi og flugið færi frá Keflavík kl. 7:40 þyrfti komutími í London að vera kl. 11:50 að morgni, klukkustund síðar en nú er. Á þeim tíma eru engir afgreiðslutímar lausir á flugvellinum. Icelandair yrði því að reyna að skipta á afgreiðslutímum við annað flugfélag eða kaupa nýjan afgreiðslutíma en litlar líkur eru á að slíkt tækist. Þetta mundi líklega valda því að London, einn af lykiláfangastöðum félagsins, gæti ekki verið hluti af leiðarkerfi félagsins. Sömu rök gilda um marga aðra áfangastaði,“ sagði meðal annars í umsögn Icelandair um málið í fyrra. Fréttin var uppfærð klukkan 08:53 í kjölfar þess að eftirfarandi tilkynning barst frá ríkisstjórninni: Klukkan á Íslandi verður óbreytt eftir ítarlega skoðun á kostum og göllum þess að seinka henni um klukkustund. Niðurstaða ríkisstjórnarinnar er að skoðun á því hvort færa ætti staðartíma nær sólartíma á Íslandi hafi ekki leitt fram nægilega sterk rök til að réttlæta þá miklu breytingu sem felst í því að seinka klukkunni um eina klukkustund. Vegur þar þyngst að neikvæð áhrif fækkunar birtustunda á vökutíma og skerðingar birtustunda í lok dags sem dregið gætu úr útivist og hreyfingu eru ekki nægilega vel þekkt, en birtustundum hefði fækkað um 13% á ársgrundvelli með breytingunni. Ríkisstjórnin telur að mikilvægt sé að leita leiða til að bregðast við áhrifum sem misræmi staðartíma og líkamsklukku getur haft í för með sér og ákvað að fela heilbrigðisráðherra að ráðast í fræðsluátak um mikilvægi svefns og gera kannanir á svefntíma landsmanna fyrir og eftir átakið í samstarfi við embætti landlæknis. Enn fremur var mennta- og menningarmálaráðherra falið að taka saman þau verkefni þar sem upphafi skóladags hefur verið frestað, leggja mat á þau og ráðast í frekari tilraunaverkefni þar sem fylgst verði með svefntíma barna og unglinga fyrir og eftir breytingu til að mæla árangur. Málið hefur verið til umfjöllunar í Stjórnarráðinu í rúm tvö ár og meðal annars lagt fyrir almenning í samráðsgátt stjórnvalda en þátttaka varð umtalsverð. Þá funduðu fulltrúar forsætisráðuneytisins með fjölda umsagnaraðila og sérfræðinga.
Klukkan á Íslandi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira