Viðskipti erlent

Face­book hótar að banna Áströlum að deila frétta­efni

Atli Ísleifsson skrifar
Facebook og Google eru orðin afar fyrirferðarmikil á auglýsingamarkaði í heiminum öllum.
Facebook og Google eru orðin afar fyrirferðarmikil á auglýsingamarkaði í heiminum öllum. GEtty

Samfélagsmiðlarisinn Facebook, sem einnig á Instagram, hefur hótað því að banna áströlskum notendum miðlanna að deila fréttaefni á síðum sínum, ef ný lög í Ástralíu ná fram að ganga.

Lögunum er ætlað að þröngva Facebook og Google til þess að greiða fyrir fréttaefni sem deilt er á síðunum og er hugmyndin að bæta þannig áströlskum fjölmiðlum það mikla tekjutap sem þeir hafa orðið fyrir síðustu ár eins og aðrir miðlar. 

Facebook og Google eru orðin afar fyrirferðarmikil á auglýsingamarkaði í heiminum öllum.

Facebook segir að þeir sjái þá engan annan kost í stöðunni en að koma í veg fyrir að ástralskir notendur geti deilt fréttaefni sín í millum, en önnur notkun á miðlunum mun ekki breytast.

Fjármálaráðherra Ástralíu hefur þegar brugðist við þessari yfirlýsingu Facebook og segir hana engu breyta, lögin verði lögð fyrir þingið hvað sem öllum hótunum líður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×