Messi gæti þurft að sleppa öllu tímabilinu til að losna frá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 10:30 Framtíð Lionel Messi er enn í uppnámi en leikmaðurinn vill alls ekki vera áfram hjá Barcelona. EPA-EFE/Manu Fernandez / POOL Barcelona heldur fast í Lionel Messi og forráðamenn félagsins ætla ekki að gefa þumlung eftir í baráttunni um lokatímabil argentínska snillingsins hjá félaginu. Lykilatriðið í öllu málinu er að Lionel Messi annars vegar og forráðamenn Barcelona hins vegar leggja sitt hvort túlkunina í samninginn sem Messi skrifaði undir árið 2017. ESPN hefur fjallað mikið um málið og menn þar á bæ eru greinilega með mikil sambönd þegar kemur að Barcelona og Lionel Messi. Barcelona believe the only way Lionel Messi can legally leave for free is if he commits to not playing next season, sources told @samuelmarsden and @moillorens: https://t.co/8aIRJ5Ft7X pic.twitter.com/sTnVDZcMlZ— ESPN FC (@ESPNFC) August 31, 2020 Túlkun Barcelona á samningi Messi er samkvæmt heimildum ESPN þannig að Messi gæti hætt hjá félaginu en það þýddi að hann yrði að gefa eftir öll launin sín og mætti ekki semja við annað félag fyrr en næsta sumar. Enginn fengi því að sjá Lionel Messi að spila á tímabilinu 2020-21 en hinn 33 ára gamli Messi á ekki mörg ár eftir og tjónið því mikið fyrir fótboltann. Samningur Lionel Messi rennur út sumarið 2021 en hann og Barcelona deila um hvort að Messi geti sleppt þessu síðasta tímabili. Barcelona segir að uppsagnarákvæðið sé enn í gildi þar sem þyrfti að borga 700 milljónir evra fyrir samninginn. Messi og lögfræðingar hans segja að þetta ákvæði sé ekki í gildi á þessu síðasta ári samningsins. Kórónuveiran blandast að sjálfsögðu inn i þetta mál því Messi varð samkvæmt samningnum að ákveða framhaldið í síðasta lagi í júní en tímabilið dróst á langinn og leiktíðin endaði ekki fyrr en í ágúst. When Bartomeu and Jorge Messi meet on Wednesday, Bartomeu is expected to offer Messi a new two-year contract while his father will ask to leave for free, reports @moillorens pic.twitter.com/CwMiCYyJsW— B/R Football (@brfootball) August 31, 2020 Lögfræðingar Lionel Messi halda því fram að hann sé búinn að segja upp samningnum sínum og þess vegna sé hann ekki mættur til Barcelona eins og aðrir leikmenn liðsins. Barcelona er aftur á móti byrjað að sekta hann fyrir skrópið. Barcelona vill alls ekki missa Lionel Messi og samkvæmt heimildum ESPN er nýr tveggja ára samningur enn á borðinu. Þar myndi Messiað mestu halda sínum launum sem eru í kringum hundrað milljónir evra á ári. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Barcelona heldur fast í Lionel Messi og forráðamenn félagsins ætla ekki að gefa þumlung eftir í baráttunni um lokatímabil argentínska snillingsins hjá félaginu. Lykilatriðið í öllu málinu er að Lionel Messi annars vegar og forráðamenn Barcelona hins vegar leggja sitt hvort túlkunina í samninginn sem Messi skrifaði undir árið 2017. ESPN hefur fjallað mikið um málið og menn þar á bæ eru greinilega með mikil sambönd þegar kemur að Barcelona og Lionel Messi. Barcelona believe the only way Lionel Messi can legally leave for free is if he commits to not playing next season, sources told @samuelmarsden and @moillorens: https://t.co/8aIRJ5Ft7X pic.twitter.com/sTnVDZcMlZ— ESPN FC (@ESPNFC) August 31, 2020 Túlkun Barcelona á samningi Messi er samkvæmt heimildum ESPN þannig að Messi gæti hætt hjá félaginu en það þýddi að hann yrði að gefa eftir öll launin sín og mætti ekki semja við annað félag fyrr en næsta sumar. Enginn fengi því að sjá Lionel Messi að spila á tímabilinu 2020-21 en hinn 33 ára gamli Messi á ekki mörg ár eftir og tjónið því mikið fyrir fótboltann. Samningur Lionel Messi rennur út sumarið 2021 en hann og Barcelona deila um hvort að Messi geti sleppt þessu síðasta tímabili. Barcelona segir að uppsagnarákvæðið sé enn í gildi þar sem þyrfti að borga 700 milljónir evra fyrir samninginn. Messi og lögfræðingar hans segja að þetta ákvæði sé ekki í gildi á þessu síðasta ári samningsins. Kórónuveiran blandast að sjálfsögðu inn i þetta mál því Messi varð samkvæmt samningnum að ákveða framhaldið í síðasta lagi í júní en tímabilið dróst á langinn og leiktíðin endaði ekki fyrr en í ágúst. When Bartomeu and Jorge Messi meet on Wednesday, Bartomeu is expected to offer Messi a new two-year contract while his father will ask to leave for free, reports @moillorens pic.twitter.com/CwMiCYyJsW— B/R Football (@brfootball) August 31, 2020 Lögfræðingar Lionel Messi halda því fram að hann sé búinn að segja upp samningnum sínum og þess vegna sé hann ekki mættur til Barcelona eins og aðrir leikmenn liðsins. Barcelona er aftur á móti byrjað að sekta hann fyrir skrópið. Barcelona vill alls ekki missa Lionel Messi og samkvæmt heimildum ESPN er nýr tveggja ára samningur enn á borðinu. Þar myndi Messiað mestu halda sínum launum sem eru í kringum hundrað milljónir evra á ári.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira