Fótbolti

Einn maður tengir KR og næstu mótherja þeirra í Evrópukeppninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Teitur Þórðarson þjálfaði bæði KR og Flora Tallin en hér hann að stýra Vancouver Whitecaps.
Teitur Þórðarson þjálfaði bæði KR og Flora Tallin en hér hann að stýra Vancouver Whitecaps. Getty/Jeff Vinnick

Teitur Þórðarson þekkir vel til hjá félögunum KR og Flora Tallin sem mætast í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Íslandsmeistarar KR drógust á móti eistnesku meisturunum í Flora Tallin og verður leikurinn spilaður í Eistlandi 17. september næstkomandi.

Teitur Þórðarson þjálfaði lið Flora Tallin frá 1996 til 1999 og gerði liðið tvisvar að eistneskum meisturum. Flora vann meðal annars tvöfalt undir hans stjórn tímabilið 1997-98.

Teitur frá Eistlandi til Noregs og þjálfaði norsku liðin Brann Lyn og Ull/Kisa áður en hann kom heim til Íslands og tók við KR-liðinu fyrir 2006 tímabilið.

Teitur þjálfari KR sumarið 2006 en var síðan rekinn á miðju 2007 tímabilinu og Logi Ólafsson tók við.

Fyrra tímabil Teits með KR-liðið þá endaði liðið í öðru sæti úrvalsdeildarinnar sex stigum á eftir Íslandsmeisturum FH.

Teitur stýrði KR-ingum í 29 leikjum í efstu deild á Íslandi og unnust tíu þeirra. Flora Tallin vann 41 af 58 deildarleikjum undir hans stjórn.

Einn af síðustu leikjum Teits með KR-liðið var Evrópuleikur á móti Hacken út í Svíþjóð sem endaði með 1-1 jafntefli.

Teitur stýrði Flora Tallin í sex leikjum í Evrópukeppnum, fjórum í forkeppni Meistaradeildarinnar og tveimur í forkeppni UEFA-bikarsins. Bestu úrslitin voru án efa 3-1 sigur á Steaua Búkarest í júlí 1998.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×