Aldrei fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis í einum mánuði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. ágúst 2020 16:00 Bjarkarhlíð er mistöð fyrir þolendur ofbeldis. Aldrei hafa fleiri leitað til samtakanna eins og í júní. Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. Á fyrstu sex mánuðum ársins hefur orðið aukning á heimilisofbeldi samkvæmt bráðabirgðatölum Ríkislögreglustjóra um fjölda afbrota á landsvísu. Sú þróun er eitt af því sem lögregluyfirvöld í Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa varað við í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur orðið mikil aukning á komum í sumar að sögn Rögnu Bjargar Guðbrandsdóttur, verkefnastjóra. „Miðað við tölurnar hjá okkur lítur ekki út fyrir að toppnum sé náð,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2 „Í sumar var meira að gera hjá okkur en við áttum von á. Covid kom þarna inn í strax í maí. Þá fór að verða mikið að gera en síðan sprakk allt í júní og við sáum tölur sem við höfum ekki séð í neinum mánuði áður. Það voru 107 sem komu til okkar,“ segir Ragna. 97 leituðu til Bjarkarhlíðar í júlí og um sextíu í ágúst. Flestir sem koma eru að leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis, yfir 80 prósent konur og um 20 prósent karlar. „Þetta eru orðin 534 mál sem við erum komin með í lok ágúst en allt árið í fyrra vorum við með 565 mál. Þannig það lítur út fyrir ansi mikla fjölgun ef þetta heldur áfram með þessum hætti,“ segir Ragna. Málin í ár hafi mörg hver verið þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafi margir leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis í sumar og telur Ragna að það hafi orðið vitundavakning á þeim málum í vor. „Hlutir eins og þegar sá sem þú ert í nánu sambandi með fer að hóta sjálfsvígum, eða að skaða sjálfan sig og fara eða eitthvað slíkt. Þetta er form af andlegu ofbeldi sem er mjög mikið notað og skiljanlega á fólk á mjög erfitt með að standa undir og er oft til þess fallið að fólk sé lengur í sambandinu og festist,“ segir Ragna. Hún hefur áhyggjur af framhaldinu. „Miðað við tölurnar hjá okkur lítur ekki út fyrir að toppnum sé náð. Eftir því sem tíminn lengist þeim mun meiri pressa er á fólki sem er í samböndum þar sem ofbeldi á sér stað,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð. Heimilisofbeldi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. Á fyrstu sex mánuðum ársins hefur orðið aukning á heimilisofbeldi samkvæmt bráðabirgðatölum Ríkislögreglustjóra um fjölda afbrota á landsvísu. Sú þróun er eitt af því sem lögregluyfirvöld í Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa varað við í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur orðið mikil aukning á komum í sumar að sögn Rögnu Bjargar Guðbrandsdóttur, verkefnastjóra. „Miðað við tölurnar hjá okkur lítur ekki út fyrir að toppnum sé náð,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2 „Í sumar var meira að gera hjá okkur en við áttum von á. Covid kom þarna inn í strax í maí. Þá fór að verða mikið að gera en síðan sprakk allt í júní og við sáum tölur sem við höfum ekki séð í neinum mánuði áður. Það voru 107 sem komu til okkar,“ segir Ragna. 97 leituðu til Bjarkarhlíðar í júlí og um sextíu í ágúst. Flestir sem koma eru að leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis, yfir 80 prósent konur og um 20 prósent karlar. „Þetta eru orðin 534 mál sem við erum komin með í lok ágúst en allt árið í fyrra vorum við með 565 mál. Þannig það lítur út fyrir ansi mikla fjölgun ef þetta heldur áfram með þessum hætti,“ segir Ragna. Málin í ár hafi mörg hver verið þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafi margir leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis í sumar og telur Ragna að það hafi orðið vitundavakning á þeim málum í vor. „Hlutir eins og þegar sá sem þú ert í nánu sambandi með fer að hóta sjálfsvígum, eða að skaða sjálfan sig og fara eða eitthvað slíkt. Þetta er form af andlegu ofbeldi sem er mjög mikið notað og skiljanlega á fólk á mjög erfitt með að standa undir og er oft til þess fallið að fólk sé lengur í sambandinu og festist,“ segir Ragna. Hún hefur áhyggjur af framhaldinu. „Miðað við tölurnar hjá okkur lítur ekki út fyrir að toppnum sé náð. Eftir því sem tíminn lengist þeim mun meiri pressa er á fólki sem er í samböndum þar sem ofbeldi á sér stað,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð.
Heimilisofbeldi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira