133 starfsmönnum Isavia sagt upp Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2020 18:11 Keflavíkurflugvöllur og Leifsstöð. Fáir á ferli og flugvélum lagt vegna samkomubanns víða um heim vegna Covid-19 Vísir/Vilhelm 133 starfsmönnum Isavia var sagt upp störfum í dag og tólf til viðbótar boðið að lækka starfshlutfall sitt hjá fyrirtækinu. Alls hefur því 234 starfsmönnum Isavia verið sagt upp á undanförnum misserum en 101 var sagt upp í mars. „Frá því að Covid 19 faraldurinn hófst á Íslandi þá hefur móðurfélag Isavia gripið til umfangsmikilla aðgerða sem snerta öll svið félagsins vegna þess samdráttar sem orðið hefur í flugi til og frá landinu í heimsfaraldrinum,“ segir í tilkynningu frá Isavia. Í tilkynningunni segir að frá því að Covid-19 faraldurinn hófst hafi stöðugildum hjá móðurfélagi Isavia nú fækkað um 40 prósent. „Eftir ágætis gang í sumar, þar sem fjölgun ferðamanna um Keflavíkurflugvöll var nokkuð stöðug, þá varð alger viðsnúningur í kjölfar ákvörðunar um tvöfalda skimun með sóttkví á milli,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia í tilkynningunni. „Flugfélög hafa dregið verulega úr framboði og eins og staðan er í dag þá er útlit fyrir að það breytist ekki í náinni framtíð. Forsendur okkar frá í sumar eru því brostnar og í dag gerum við ráð fyrir að umsvifin í vetur verði mjög lítil á Keflavíkurflugvelli. Það er því útlit fyrir að verkefni verði af skornum skammti fyrir hóp starfsmanna okkar næstu mánuðina.“ Sveinbjörn segir verulega óvissu um framvindu næstu mánuði og Isavia muni endurskoða stöðuna reglulega. Ef ástandið breytist til batnaðar geti Isavia brugðist hratt við þeirri breyttu stöðu. „Við óskum öllu því fólki sem nú er að hverfa frá Isavia velfarnaðar, þökkum því fyrir þeirra störf og vonumst til að leiðir okkar liggi saman á ný fyrr en síðar,“ er haft eftir Sveinbirni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
133 starfsmönnum Isavia var sagt upp störfum í dag og tólf til viðbótar boðið að lækka starfshlutfall sitt hjá fyrirtækinu. Alls hefur því 234 starfsmönnum Isavia verið sagt upp á undanförnum misserum en 101 var sagt upp í mars. „Frá því að Covid 19 faraldurinn hófst á Íslandi þá hefur móðurfélag Isavia gripið til umfangsmikilla aðgerða sem snerta öll svið félagsins vegna þess samdráttar sem orðið hefur í flugi til og frá landinu í heimsfaraldrinum,“ segir í tilkynningu frá Isavia. Í tilkynningunni segir að frá því að Covid-19 faraldurinn hófst hafi stöðugildum hjá móðurfélagi Isavia nú fækkað um 40 prósent. „Eftir ágætis gang í sumar, þar sem fjölgun ferðamanna um Keflavíkurflugvöll var nokkuð stöðug, þá varð alger viðsnúningur í kjölfar ákvörðunar um tvöfalda skimun með sóttkví á milli,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia í tilkynningunni. „Flugfélög hafa dregið verulega úr framboði og eins og staðan er í dag þá er útlit fyrir að það breytist ekki í náinni framtíð. Forsendur okkar frá í sumar eru því brostnar og í dag gerum við ráð fyrir að umsvifin í vetur verði mjög lítil á Keflavíkurflugvelli. Það er því útlit fyrir að verkefni verði af skornum skammti fyrir hóp starfsmanna okkar næstu mánuðina.“ Sveinbjörn segir verulega óvissu um framvindu næstu mánuði og Isavia muni endurskoða stöðuna reglulega. Ef ástandið breytist til batnaðar geti Isavia brugðist hratt við þeirri breyttu stöðu. „Við óskum öllu því fólki sem nú er að hverfa frá Isavia velfarnaðar, þökkum því fyrir þeirra störf og vonumst til að leiðir okkar liggi saman á ný fyrr en síðar,“ er haft eftir Sveinbirni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira