Álfarnir á Húsavík fóðraðir með smákökum og bjór Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2020 20:45 Álfahúsið góða. Þeir sem heimsótt hafa Húsavík í sumar vegna Eurovision-myndar Will Ferrel hafa meðal annars tekið upp á því að fóðra „álfana“ sem léku hlutverk í myndinni með smákökum og bjór. Þetta segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hóteleigandi á Húsavík, sem ræddi sumarið og þau áhrif sem myndin hefur haft á Húsavík í Reykjavík síðdegis í dag. „Við fórum inn í sumar sem að vissum ekkert hvernig yrði. En við fundum það strax eftir að myndin kom út að fólk fór að gera sér ferð til Húsavíkur sérstaklega út af myndinni,“ sagði Örlygur Hnefill. Líkt og kunnugt er leikur Húsavík stórt hlutverk í myndinni og hafa bæði Íslendingar og þeir erlendir ferðamenn sem komið hafa hingað til lands í sumar streymt í bæinn, fyrst Íslendingarnir, svo erlendu ferðamennirnir. Örlygur Hnefill Örlygsson og Leonardo Piccione, báðir miklir Eurovision aðdáendur og veitingamenn á Jaja Ding Dong HúsavíkAðsend „Svo seinni part sumars þegar var farið af sjást meira af erlendu ferðafólki urðum við svolítið vör við það. Við urðum svolítið vör við það að fólk sem var komið til Íslands, ætlaði kannski ekki á Húsavík en hafði séð myndina og lagði leið sína sérstaklega norður út af henni,“ sagði Örlygur Hnefill. Ferðamennirnir séu mikið í því að mynda þá staði sem sjást í myndinni og þar á meðal álfahús sem Örlygur Hnefill og félagar byggðu eftir fyrirmyndinni sem bregður fyrir í myndinni sjálfri. „Það er búið að vera gríðarlegur straumur að húsinu í sumar. Og fólk er að skilja eftir, leikföng hafa verið skilinn eftir, smákökur líka og í tvo skipti bjór,“ sagði Örlygur Hnefill sem tók eftir bjórnum eitt kvöldið. Hugsaði hann þá með sér að hann myndi sækja bjórinn daginn eftir, en þá var búið að drekka hann. „Hvort það voru álfarnir eða einhver annar það verður að koma í ljós seinna.“ Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Bakvið tjöldin við tökur á Eurovision-myndinni Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 10. ágúst 2020 13:30 Segir aðdáendur Eurovision vilja heimsækja Húsavík næstu árin Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. 28. júlí 2020 23:23 Gefa út íslenska útgáfu af laginu Húsavík „Signý Gunnarsdóttir samdi íslenskan texta við Husavik - My Hometown og skoraði á okkur Ödda í hljómsveitinni Kókos að taka lagið. Við að sjálfsögðu tókum áskoruninni og smelltum í smá gigg.“ 21. júlí 2020 14:31 Netflix gefur út tíu klukkustunda útgáfu af Jaja Ding Dong Lagið Jaja Ding Dong hefur vakið heimsathygli frá því að það kom fyrst út í kvikmynd Will Ferrells, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. 17. júlí 2020 15:29 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Þeir sem heimsótt hafa Húsavík í sumar vegna Eurovision-myndar Will Ferrel hafa meðal annars tekið upp á því að fóðra „álfana“ sem léku hlutverk í myndinni með smákökum og bjór. Þetta segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hóteleigandi á Húsavík, sem ræddi sumarið og þau áhrif sem myndin hefur haft á Húsavík í Reykjavík síðdegis í dag. „Við fórum inn í sumar sem að vissum ekkert hvernig yrði. En við fundum það strax eftir að myndin kom út að fólk fór að gera sér ferð til Húsavíkur sérstaklega út af myndinni,“ sagði Örlygur Hnefill. Líkt og kunnugt er leikur Húsavík stórt hlutverk í myndinni og hafa bæði Íslendingar og þeir erlendir ferðamenn sem komið hafa hingað til lands í sumar streymt í bæinn, fyrst Íslendingarnir, svo erlendu ferðamennirnir. Örlygur Hnefill Örlygsson og Leonardo Piccione, báðir miklir Eurovision aðdáendur og veitingamenn á Jaja Ding Dong HúsavíkAðsend „Svo seinni part sumars þegar var farið af sjást meira af erlendu ferðafólki urðum við svolítið vör við það. Við urðum svolítið vör við það að fólk sem var komið til Íslands, ætlaði kannski ekki á Húsavík en hafði séð myndina og lagði leið sína sérstaklega norður út af henni,“ sagði Örlygur Hnefill. Ferðamennirnir séu mikið í því að mynda þá staði sem sjást í myndinni og þar á meðal álfahús sem Örlygur Hnefill og félagar byggðu eftir fyrirmyndinni sem bregður fyrir í myndinni sjálfri. „Það er búið að vera gríðarlegur straumur að húsinu í sumar. Og fólk er að skilja eftir, leikföng hafa verið skilinn eftir, smákökur líka og í tvo skipti bjór,“ sagði Örlygur Hnefill sem tók eftir bjórnum eitt kvöldið. Hugsaði hann þá með sér að hann myndi sækja bjórinn daginn eftir, en þá var búið að drekka hann. „Hvort það voru álfarnir eða einhver annar það verður að koma í ljós seinna.“ Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Bakvið tjöldin við tökur á Eurovision-myndinni Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 10. ágúst 2020 13:30 Segir aðdáendur Eurovision vilja heimsækja Húsavík næstu árin Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. 28. júlí 2020 23:23 Gefa út íslenska útgáfu af laginu Húsavík „Signý Gunnarsdóttir samdi íslenskan texta við Husavik - My Hometown og skoraði á okkur Ödda í hljómsveitinni Kókos að taka lagið. Við að sjálfsögðu tókum áskoruninni og smelltum í smá gigg.“ 21. júlí 2020 14:31 Netflix gefur út tíu klukkustunda útgáfu af Jaja Ding Dong Lagið Jaja Ding Dong hefur vakið heimsathygli frá því að það kom fyrst út í kvikmynd Will Ferrells, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. 17. júlí 2020 15:29 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Bakvið tjöldin við tökur á Eurovision-myndinni Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 10. ágúst 2020 13:30
Segir aðdáendur Eurovision vilja heimsækja Húsavík næstu árin Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. 28. júlí 2020 23:23
Gefa út íslenska útgáfu af laginu Húsavík „Signý Gunnarsdóttir samdi íslenskan texta við Husavik - My Hometown og skoraði á okkur Ödda í hljómsveitinni Kókos að taka lagið. Við að sjálfsögðu tókum áskoruninni og smelltum í smá gigg.“ 21. júlí 2020 14:31
Netflix gefur út tíu klukkustunda útgáfu af Jaja Ding Dong Lagið Jaja Ding Dong hefur vakið heimsathygli frá því að það kom fyrst út í kvikmynd Will Ferrells, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. 17. júlí 2020 15:29