Stuðlagili lokað almenningi og bíður komu Will Smith Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2020 14:05 Stuðlagil er vafalítið ein af fegurstu perlum Íslands og þangað hafa Íslendingar streymt í sumar. Sunna Karen Kvikmyndatökulið hefur tekið Stuðlagil í Jökulsársgljúfrum á leigu í dag og á morgun en þar standa nú yfir tökur á Hollywood mynd sem skartar bandaríska leikaranum Will Smith. Þetta hefur fréttastofa eftir heimildum sínum en RÚV greindi fyrst frá. Stefanía Katrín Karlsdóttir, einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal, staðfestir að gilið hafi verið tekið á leigu í tvo daga. Aðspurð hvort þau fái ekki milljónir króna fyrir skellir hún upp úr og segir þau varla fá neitt. Þau séu svo miklir græningjar í þessum málum, rollubændur sem kunni ekkert á svona hluti. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Will Smith staddur á Norðurlandi og væntanlegur í tökurnar í dag eða á morgun. Will Smith er ein af skærustu stjörnum í leikaraheiminum í Hollywood. Hann hefur leikið í stórmyndum á borð við Bad Boys, Men in Black, Ali, The Pursuit of Happyness og lengi mætti telja. Will Smith, til hægri, ásamt leikaranum Martin Lawrence en þeir léku saman í Bad Boys á sínum tíma. Kvikmyndafyrirtækið True North kemur að verkefninu hér á landi og hafa björgunarsveitarmenn frá Vopnafirði verið ráðnir til að sjá um lokun á svæðinu á meðan á tökum stendur. Komið hefur fram í fréttum að Stuðlagil skartar ekki sínum fagurbláa og -græna lit þessa dagana heldur er vatnið gruggugt. Það er sökum þess að Hálslón við Kárahnjúkavirkjun er orðið fullt og yfirfallið rennur í gilið. Stefanía var í berjamó þegar blaðamaður náði af henni tali. Hún sagðist enga hugmynd hafa um neitt er viðkæmi verkefninu. „Við erum bara áhorfendur eins og hver annar,“ segir Stefanía og hlær. Bíó og sjónvarp Fljótsdalshérað Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn skoða Stuðlagil þrátt fyrir grugguga Jöklu Einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal segir ásókn íslenskra ferðamanna í Stuðlagil hafa minnkað töluvert frá því í byrjun ágúst. Ekkert lát hafi þó orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna, sem vilji sjá gilið þrátt fyrir að áin sé orðin gruggug. 25. ágúst 2020 16:04 Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40 Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Sjá meira
Kvikmyndatökulið hefur tekið Stuðlagil í Jökulsársgljúfrum á leigu í dag og á morgun en þar standa nú yfir tökur á Hollywood mynd sem skartar bandaríska leikaranum Will Smith. Þetta hefur fréttastofa eftir heimildum sínum en RÚV greindi fyrst frá. Stefanía Katrín Karlsdóttir, einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal, staðfestir að gilið hafi verið tekið á leigu í tvo daga. Aðspurð hvort þau fái ekki milljónir króna fyrir skellir hún upp úr og segir þau varla fá neitt. Þau séu svo miklir græningjar í þessum málum, rollubændur sem kunni ekkert á svona hluti. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Will Smith staddur á Norðurlandi og væntanlegur í tökurnar í dag eða á morgun. Will Smith er ein af skærustu stjörnum í leikaraheiminum í Hollywood. Hann hefur leikið í stórmyndum á borð við Bad Boys, Men in Black, Ali, The Pursuit of Happyness og lengi mætti telja. Will Smith, til hægri, ásamt leikaranum Martin Lawrence en þeir léku saman í Bad Boys á sínum tíma. Kvikmyndafyrirtækið True North kemur að verkefninu hér á landi og hafa björgunarsveitarmenn frá Vopnafirði verið ráðnir til að sjá um lokun á svæðinu á meðan á tökum stendur. Komið hefur fram í fréttum að Stuðlagil skartar ekki sínum fagurbláa og -græna lit þessa dagana heldur er vatnið gruggugt. Það er sökum þess að Hálslón við Kárahnjúkavirkjun er orðið fullt og yfirfallið rennur í gilið. Stefanía var í berjamó þegar blaðamaður náði af henni tali. Hún sagðist enga hugmynd hafa um neitt er viðkæmi verkefninu. „Við erum bara áhorfendur eins og hver annar,“ segir Stefanía og hlær.
Bíó og sjónvarp Fljótsdalshérað Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn skoða Stuðlagil þrátt fyrir grugguga Jöklu Einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal segir ásókn íslenskra ferðamanna í Stuðlagil hafa minnkað töluvert frá því í byrjun ágúst. Ekkert lát hafi þó orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna, sem vilji sjá gilið þrátt fyrir að áin sé orðin gruggug. 25. ágúst 2020 16:04 Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40 Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Sjá meira
Erlendir ferðamenn skoða Stuðlagil þrátt fyrir grugguga Jöklu Einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal segir ásókn íslenskra ferðamanna í Stuðlagil hafa minnkað töluvert frá því í byrjun ágúst. Ekkert lát hafi þó orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna, sem vilji sjá gilið þrátt fyrir að áin sé orðin gruggug. 25. ágúst 2020 16:04
Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40
Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44