Guardiola vissi hvað Messi ætlaði að gera löngu á undan Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 10:30 Pep Guardiola og Lionel Messi áttu frábæra tíma saman hjká Barcelona áður en Guardiola hætti óvænt með liðið. EPA-EFE/ETTORE FERRARI Lionel Messi kom forráðamönnum Barcelona mjög ávart á þriðjudaginn með því segjast vera á förum frá félaginu. Gamli þjálfarinn hans vissi hins vegar alveg hvað var í gangi. Lionel Messi hringdi í Pep Guardiola í síðustu viku til að segja honum að hann væri á förum frá Barcelona. The Times slær þessu upp í dag. Messi heyrði hljóðið í Guardiola eftir að Barcelona liðið var nýbúið að tapa 8-2 á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Messi var greinilega búinn að fá nóg af ástandinu í félaginu þar sem hann hefur spilað allan sinn feril. Lionel Messi reportedly tipped off Pep Guardiola ahead of his transfer request.Gossip: https://t.co/AlfKcb71c0 pic.twitter.com/TWwPK1mG62— BBC Sport (@BBCSport) August 28, 2020 Þetta símtal sýnir líka það að Pep Guardiola vissi hvað Messi ætlaði að gera löngu á undan Barcelona og um leið gat hann fengið sína menn hjá Manchester City til að byrja undirbúa jarðveginn fyrir mögulega komu Messi. Manchester City hefur fylgst lengi með þróun mála hjá Messi og Barcelona. Argentínumaðurinn hefur líka verið orðaður við City síðan að Pep Guardiola tók við. Það þurfti aftur á móti eitthvað mikið að gerast í sambandi Lionel Messi og yfirmanna Barcelona til að argentínski snillingurinn færi að horfa í kringum sig. Lionel Messi called Pep Guardiola last week to tell him he was going to leave Barcelona before formally informing the Catalan club. Manchester City plan talks next week with the player s advisers | @martynziegler and @polballus #MCFC https://t.co/iIas7JKypf— Times Sport (@TimesSport) August 28, 2020 Þetta símtal Guardiola og Messi sannar líka hversu gott sambandið er á milli þeirra fyrst að Messi treysti honum fyrir þessu löngu áður en það varð opinbert. Guardiola á að hafa sagt við Messi í þessum sögulega símtali að hann ætlaði að láta eigendur Manchester City vita af því að hann vildi frá Messi til Manchester City. Manchester City mun líklega bjóða Barcelona stóra peningaupphæð og leikmenn að auki en Börsungar eru enn að átta sig á þróun mála. Messi á bara eftir eitt ár af samningi sínum við félagið og því gæti þetta mál endað fyrir dómstólum. Líklegra er þó að Barcelona, sem er að fara í uppbyggingu, sjái ljósið og reyni að fá eitthvað fyrir Messi og með því að hjálpa til við að laga upp á samband sitt við leikmanninn. Lionel Messi er og verður besti leikmaðurinn í sögu Barcelona og félagið þarf á honum að halda i framtíðinni þó að hann reimi ekki á sig takkaskóna. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Sjá meira
Lionel Messi kom forráðamönnum Barcelona mjög ávart á þriðjudaginn með því segjast vera á förum frá félaginu. Gamli þjálfarinn hans vissi hins vegar alveg hvað var í gangi. Lionel Messi hringdi í Pep Guardiola í síðustu viku til að segja honum að hann væri á förum frá Barcelona. The Times slær þessu upp í dag. Messi heyrði hljóðið í Guardiola eftir að Barcelona liðið var nýbúið að tapa 8-2 á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Messi var greinilega búinn að fá nóg af ástandinu í félaginu þar sem hann hefur spilað allan sinn feril. Lionel Messi reportedly tipped off Pep Guardiola ahead of his transfer request.Gossip: https://t.co/AlfKcb71c0 pic.twitter.com/TWwPK1mG62— BBC Sport (@BBCSport) August 28, 2020 Þetta símtal sýnir líka það að Pep Guardiola vissi hvað Messi ætlaði að gera löngu á undan Barcelona og um leið gat hann fengið sína menn hjá Manchester City til að byrja undirbúa jarðveginn fyrir mögulega komu Messi. Manchester City hefur fylgst lengi með þróun mála hjá Messi og Barcelona. Argentínumaðurinn hefur líka verið orðaður við City síðan að Pep Guardiola tók við. Það þurfti aftur á móti eitthvað mikið að gerast í sambandi Lionel Messi og yfirmanna Barcelona til að argentínski snillingurinn færi að horfa í kringum sig. Lionel Messi called Pep Guardiola last week to tell him he was going to leave Barcelona before formally informing the Catalan club. Manchester City plan talks next week with the player s advisers | @martynziegler and @polballus #MCFC https://t.co/iIas7JKypf— Times Sport (@TimesSport) August 28, 2020 Þetta símtal Guardiola og Messi sannar líka hversu gott sambandið er á milli þeirra fyrst að Messi treysti honum fyrir þessu löngu áður en það varð opinbert. Guardiola á að hafa sagt við Messi í þessum sögulega símtali að hann ætlaði að láta eigendur Manchester City vita af því að hann vildi frá Messi til Manchester City. Manchester City mun líklega bjóða Barcelona stóra peningaupphæð og leikmenn að auki en Börsungar eru enn að átta sig á þróun mála. Messi á bara eftir eitt ár af samningi sínum við félagið og því gæti þetta mál endað fyrir dómstólum. Líklegra er þó að Barcelona, sem er að fara í uppbyggingu, sjái ljósið og reyni að fá eitthvað fyrir Messi og með því að hjálpa til við að laga upp á samband sitt við leikmanninn. Lionel Messi er og verður besti leikmaðurinn í sögu Barcelona og félagið þarf á honum að halda i framtíðinni þó að hann reimi ekki á sig takkaskóna.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Sjá meira