Michael Jordan mögulega bjargvættur NBA úrslitakeppninnar í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 07:30 Michael Jordan er eigandi Charlotte Hornets og eini svarti maðurinn sem á meirihluta í félagi í NBA-deildinni. EPA-EFE/JULIEN DE ROSA Michael Jordan var í hlutverki sáttasemjara í gær þegar NBA eigendur og NBA leikmenn ræddu í sitt hvoru lagi um næstu skref í þessari óvenjulegu stöðu sem er komin upp í miðri úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. ESPN segir frá þessu. Leikmenn NBA-deildarinnar eru búnir að fá sig fullsadda af því óréttlæti sem blökkumenn eru beittir af lögreglumönnum í Bandaríkjunum. Þeim finnst þeirra ákall til þessa hafi ekki haft nein áhrif og vildu því grípa til áhrifameiri aðgerða. According to Jackie MacMullan of ESPN, Michael Jordan played an instrumental role in getting owners to listen to players during the past two days. https://t.co/NuKIVUnQnp— Blazer's Edge (@blazersedge) August 28, 2020 Michael Jordan er ekki bara goðsögn og geitin í augum NBA-leikmannanna sjálfra því hann er líka einn af eigendum NBA-deildarinnar. Hann hafði möguleika á að tala við aðila báðum megin borðsins og virtist hafa verið rödd skynseminnar á þessum mikilvæga degi í gær. NBA deildin hefur nú frestað leikjum tvö kvöld í röð en svo virðist vera sem leikmenn hafa ákveðið að aflýsa ekki úrslitakeppninni. Michael Jordan er kannski bjargvættur NBA úrslitakeppninnar í ár. Hann, sem eignandi Charlotte Hornets og eini svarti meirihlutaeigandi NBA-deildarinnar, leitaði til Chris Paul, formanns leikmannasamtakana. Jordan ræddi líka við Russell Westbrook og fékk að vita meira um hvað leikmennirnir væru að hugsa. Jordan var síðan rödd skynseminnar á fundi eigendanna og talaði þar um að leikmenn þyrftu að fá að taka út sinn pirring og tjá sig um hvað þeir vildu áður en eigendurnir færu að bregðast við ástandinu. Adrian Wojnarowski á ESPN hefur síðan greint frá því að leikmenn kusu seinna að klára úrslitakeppnina. Michael Jordan reached out to CP3 and Russ to see what players wanted to achieve and acted as a 'voice of reason' in a virtual owners meeting, per Jackie MacMullan pic.twitter.com/Ztu0sO15zq— Bleacher Report (@BleacherReport) August 27, 2020 Ekkert var spilað á miðvikudag eða fimmtudag eftir að leikmenn Milwaukee Bucks neituðu að spila leik sinn á miðvikudagskvöldið eftir að lögregla skaut blökkumanninn Jacob Blake sjö sinnum í bakið fyrir framan fjölskyldu sína í borg stutt frá Milwaukee. Í kjölfarið tóku önnur lið í sama streng og það endaði með því að NBA-deildin aflýsti öllum leikjum. Öðrum íþróttaviðburðum í Bandaríkjunum var einnig frestað þar sem íþróttafólkið þar vildi líka sína samstöðu með leikmönnum NBA og réttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum. Atvikið með Jacob Blake var enn eitt dæmið um ofbeldi lögreglumanna gagnvart óvopnuðum svörtu fólki en ekki er langt síðan lögreglumaður drap George Floyd með því að vera með hné á hálsi hans í næstum því níu mínútur. NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Michael Jordan var í hlutverki sáttasemjara í gær þegar NBA eigendur og NBA leikmenn ræddu í sitt hvoru lagi um næstu skref í þessari óvenjulegu stöðu sem er komin upp í miðri úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. ESPN segir frá þessu. Leikmenn NBA-deildarinnar eru búnir að fá sig fullsadda af því óréttlæti sem blökkumenn eru beittir af lögreglumönnum í Bandaríkjunum. Þeim finnst þeirra ákall til þessa hafi ekki haft nein áhrif og vildu því grípa til áhrifameiri aðgerða. According to Jackie MacMullan of ESPN, Michael Jordan played an instrumental role in getting owners to listen to players during the past two days. https://t.co/NuKIVUnQnp— Blazer's Edge (@blazersedge) August 28, 2020 Michael Jordan er ekki bara goðsögn og geitin í augum NBA-leikmannanna sjálfra því hann er líka einn af eigendum NBA-deildarinnar. Hann hafði möguleika á að tala við aðila báðum megin borðsins og virtist hafa verið rödd skynseminnar á þessum mikilvæga degi í gær. NBA deildin hefur nú frestað leikjum tvö kvöld í röð en svo virðist vera sem leikmenn hafa ákveðið að aflýsa ekki úrslitakeppninni. Michael Jordan er kannski bjargvættur NBA úrslitakeppninnar í ár. Hann, sem eignandi Charlotte Hornets og eini svarti meirihlutaeigandi NBA-deildarinnar, leitaði til Chris Paul, formanns leikmannasamtakana. Jordan ræddi líka við Russell Westbrook og fékk að vita meira um hvað leikmennirnir væru að hugsa. Jordan var síðan rödd skynseminnar á fundi eigendanna og talaði þar um að leikmenn þyrftu að fá að taka út sinn pirring og tjá sig um hvað þeir vildu áður en eigendurnir færu að bregðast við ástandinu. Adrian Wojnarowski á ESPN hefur síðan greint frá því að leikmenn kusu seinna að klára úrslitakeppnina. Michael Jordan reached out to CP3 and Russ to see what players wanted to achieve and acted as a 'voice of reason' in a virtual owners meeting, per Jackie MacMullan pic.twitter.com/Ztu0sO15zq— Bleacher Report (@BleacherReport) August 27, 2020 Ekkert var spilað á miðvikudag eða fimmtudag eftir að leikmenn Milwaukee Bucks neituðu að spila leik sinn á miðvikudagskvöldið eftir að lögregla skaut blökkumanninn Jacob Blake sjö sinnum í bakið fyrir framan fjölskyldu sína í borg stutt frá Milwaukee. Í kjölfarið tóku önnur lið í sama streng og það endaði með því að NBA-deildin aflýsti öllum leikjum. Öðrum íþróttaviðburðum í Bandaríkjunum var einnig frestað þar sem íþróttafólkið þar vildi líka sína samstöðu með leikmönnum NBA og réttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum. Atvikið með Jacob Blake var enn eitt dæmið um ofbeldi lögreglumanna gagnvart óvopnuðum svörtu fólki en ekki er langt síðan lögreglumaður drap George Floyd með því að vera með hné á hálsi hans í næstum því níu mínútur.
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira