Reynir Pétur gefur út munnhörpudisk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. maí 2020 20:00 Reynir Pétur á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi fagnar því þessa dagana að nú eru 35 ár liðin frá því að hann gekk hringinn í kringum landið fyrstur manna. Reynir Pétur er enn duglegur að ganga en aðaláhugamálið hans í dag er þó munnhörpuleikur en hann er að fara að gefa út geisladisk þar sem hann spilar á munnhörpuna sína. Reynir Pétur Steinunnarson, sem er rúmlega sjötugur er alltaf á fleygiferð og alltaf meira en nóg að gera hjá honum á Sólheimum. Fyrir 35 árum síðan þá var hann að ganga hringinn í kringum landið en þá gekk hann 1472 kílómetra á 32 dögum í Íslandsgöngu sinni. „Mér þykir þetta lyginni líkast að þetta gerðist fyrir 35 árum og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að framkvæma þetta. Það var margt mjög skemmtilegt við gönguna, ég sá mikið af fallegu landslagi, og svo mætti ég fullt af flottu fólki á leiðinni,“ segir Reynir Pétur. Nú eru 35 ár frá því að Reynir Pétur gekk hringinn í kringum landið, fyrstur manna á Íslandi.EinkasafnEn myndi Reynir Pétur treysta sér að ganga aftur hringinn í dag? „Maður þyrfti þá að hafa allan aðbúnað eins og ég orða það, það yrði mikil fyrirhöfn og allt sem því fylgir, þannig að ég get ekki svarað því“. Reynir Pétur gengur enn mikið í dag og hann er líka duglegur að hjóla. En það sem á allan hug hans í dag er að spila á munnhörpuna sína. „Heyrðu, það er að koma út ný plata með sumrinu. Nú skalt þú vera fljótur að ná þér í eitt eintak þegar hún kemur. Það verður að koma í ljós hvernig diskur þetta verður, sjón eru sögu ríkari, ég vil ekkert gefa upp, þú verður bara að heimsækja karlinn“, segir Reynir Pétur. Ekki er ólíklegt að Reynir Pétur verði duglegur að spila á munnhörpuna fyrir gesti sem heimsækja Sólheima í sumar á 90 ára afmæli staðarins og þá reynir hann örugglega að koma nýja disknum líka út. Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Reynir Pétur á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi fagnar því þessa dagana að nú eru 35 ár liðin frá því að hann gekk hringinn í kringum landið fyrstur manna. Reynir Pétur er enn duglegur að ganga en aðaláhugamálið hans í dag er þó munnhörpuleikur en hann er að fara að gefa út geisladisk þar sem hann spilar á munnhörpuna sína. Reynir Pétur Steinunnarson, sem er rúmlega sjötugur er alltaf á fleygiferð og alltaf meira en nóg að gera hjá honum á Sólheimum. Fyrir 35 árum síðan þá var hann að ganga hringinn í kringum landið en þá gekk hann 1472 kílómetra á 32 dögum í Íslandsgöngu sinni. „Mér þykir þetta lyginni líkast að þetta gerðist fyrir 35 árum og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að framkvæma þetta. Það var margt mjög skemmtilegt við gönguna, ég sá mikið af fallegu landslagi, og svo mætti ég fullt af flottu fólki á leiðinni,“ segir Reynir Pétur. Nú eru 35 ár frá því að Reynir Pétur gekk hringinn í kringum landið, fyrstur manna á Íslandi.EinkasafnEn myndi Reynir Pétur treysta sér að ganga aftur hringinn í dag? „Maður þyrfti þá að hafa allan aðbúnað eins og ég orða það, það yrði mikil fyrirhöfn og allt sem því fylgir, þannig að ég get ekki svarað því“. Reynir Pétur gengur enn mikið í dag og hann er líka duglegur að hjóla. En það sem á allan hug hans í dag er að spila á munnhörpuna sína. „Heyrðu, það er að koma út ný plata með sumrinu. Nú skalt þú vera fljótur að ná þér í eitt eintak þegar hún kemur. Það verður að koma í ljós hvernig diskur þetta verður, sjón eru sögu ríkari, ég vil ekkert gefa upp, þú verður bara að heimsækja karlinn“, segir Reynir Pétur. Ekki er ólíklegt að Reynir Pétur verði duglegur að spila á munnhörpuna fyrir gesti sem heimsækja Sólheima í sumar á 90 ára afmæli staðarins og þá reynir hann örugglega að koma nýja disknum líka út.
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira