Gekk úr myndveri til að sýna leikmönnum stuðning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2020 13:00 Inside the NBA á TNT nýtur mikilla vinsælda vestanhafs. getty/Kevin Winter Kenny Smith gekk úr myndveri í þættinum Inside The NBA á TNT til að sýna leikmönnum NBA-deildarinnar stuðning eftir að þeir neituðu að spila í gær til að mótmæla skotárás lögreglumanns á Jacob Blake og kynþáttamisrétti í Bandaríkjunum. Leikmenn Milwaukee Bucks mættu ekki til leiks gegn Orlando Magic í gærkvöldi í mótmælaskyni og í kjölfarið var öðrum leikjum kvöldsins frestað. Atburðir gærkvöldsins vöktu mikla athygli og af því tilefni bauð TNT upp á aukaþátt af Inside the NBA. Þar voru þeir Shaquille O'Neal, Kenny Smith og Charles Barkley á sínum stað ásamt stjórnandanum Ernie Johnson. „Það er eins og hausinn á mér sé að fara að springa þegar ég hugsa um það sem er í gangi,“ sagði Smith þegar hann tók til máls. „Ég held það sé best fyrir mig, sem svartan mann og fyrrverandi leikmann, að styðja leikmennina og vera ekki hér í kvöld,“ sagði Smith sem tók í kjölfarið af sér hljóðnemann og gekk úr myndverinu. .@TheJetOnTNT stands with the NBA players. pic.twitter.com/39Sby1D5kn— NBA on TNT (@NBAonTNT) August 26, 2020 Johnson sagðist virða ákvörðun Smiths sem varð tvisvar sinnum NBA-meistari með Houston Rockets á 10. áratug síðustu aldar. Bæði fyrrverandi og núverandi leikmenn í NBA hafa hrósað Milwaukee-mönnum fyrir að mæta ekki til leiks og greinilegt er að körfuboltasamfélagið vestanhafs stendur saman í þessu máli. Leikmenn NBA-deildarinnar funduðu í gær þar sem m.a. var rætt um að hætta við úrslitakeppnina til að knýja fram breytingar. LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Kawhi Leonard hjá Los Angeles Clippers eiga báðir að hafa lagt þetta til. Lögreglumaður skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið er hann fór inn í bíl sinn í Kenosha í Wisconsin á sunnudaginn. Þrjú af börnum hans voru í bílnum. Blake lifði af en er lamaður fyrir neðan mitti. Í kjölfar skotárásarinnar brutust út mikil mótmæli víðs vegar um Bandaríkin. NBA Tengdar fréttir LeBron James og Kawhi Leonard töluðu um að klára ekki úrslitakeppnina Leikmenn Los Angeles liðanna í NBA-deildinni fóru fyrir því að mótmæli óréttlætinu í Bandaríkjunum með því að neita að spila úrslitakeppnina sem var komin á fulla ferð. 27. ágúst 2020 08:30 Flóðbylgja frestana í bandarísku íþróttalífi eftir ákvörðun Bucks í gær Íþróttamenn og íþróttalið í Bandaríkjunum stóðu með Milwaukee Bucks liðinu í nótt og það var því ekkert af þeim leikjum sem áttu að fara fram í öðrum íþróttagreinum í landinu. 27. ágúst 2020 07:00 Öllum leikjum kvöldsins frestað Öllum þremur leikjum kvöldsins sem áttu að fara fram í úrslitakeppni NBA körfuboltanum hefur nú verið frestað. 26. ágúst 2020 21:18 Milwaukee mætti ekki til leiks í mótmælaskyni Ekkert verður úr fimmta leik Milwaukee Bucks og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en leikmenn Milwaukee ætla ekki að spila leikinn vegna réttindabaráttu svarta. 26. ágúst 2020 20:31 Doc Rivers: Trump og hans fólk tala um ótta en það erum við sem eru drepin Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 26. ágúst 2020 15:30 LeBron eftir leikinn í nótt: Við svarta fólkið í Bandaríkjunum erum skíthrædd LeBron James talaði um stöðu síns fólks í Bandaríkjunum og komandi kosningar í nóvember í viðtali eftir stórleik sinn og Lakers liðsins í nótt. 25. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Kenny Smith gekk úr myndveri í þættinum Inside The NBA á TNT til að sýna leikmönnum NBA-deildarinnar stuðning eftir að þeir neituðu að spila í gær til að mótmæla skotárás lögreglumanns á Jacob Blake og kynþáttamisrétti í Bandaríkjunum. Leikmenn Milwaukee Bucks mættu ekki til leiks gegn Orlando Magic í gærkvöldi í mótmælaskyni og í kjölfarið var öðrum leikjum kvöldsins frestað. Atburðir gærkvöldsins vöktu mikla athygli og af því tilefni bauð TNT upp á aukaþátt af Inside the NBA. Þar voru þeir Shaquille O'Neal, Kenny Smith og Charles Barkley á sínum stað ásamt stjórnandanum Ernie Johnson. „Það er eins og hausinn á mér sé að fara að springa þegar ég hugsa um það sem er í gangi,“ sagði Smith þegar hann tók til máls. „Ég held það sé best fyrir mig, sem svartan mann og fyrrverandi leikmann, að styðja leikmennina og vera ekki hér í kvöld,“ sagði Smith sem tók í kjölfarið af sér hljóðnemann og gekk úr myndverinu. .@TheJetOnTNT stands with the NBA players. pic.twitter.com/39Sby1D5kn— NBA on TNT (@NBAonTNT) August 26, 2020 Johnson sagðist virða ákvörðun Smiths sem varð tvisvar sinnum NBA-meistari með Houston Rockets á 10. áratug síðustu aldar. Bæði fyrrverandi og núverandi leikmenn í NBA hafa hrósað Milwaukee-mönnum fyrir að mæta ekki til leiks og greinilegt er að körfuboltasamfélagið vestanhafs stendur saman í þessu máli. Leikmenn NBA-deildarinnar funduðu í gær þar sem m.a. var rætt um að hætta við úrslitakeppnina til að knýja fram breytingar. LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Kawhi Leonard hjá Los Angeles Clippers eiga báðir að hafa lagt þetta til. Lögreglumaður skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið er hann fór inn í bíl sinn í Kenosha í Wisconsin á sunnudaginn. Þrjú af börnum hans voru í bílnum. Blake lifði af en er lamaður fyrir neðan mitti. Í kjölfar skotárásarinnar brutust út mikil mótmæli víðs vegar um Bandaríkin.
NBA Tengdar fréttir LeBron James og Kawhi Leonard töluðu um að klára ekki úrslitakeppnina Leikmenn Los Angeles liðanna í NBA-deildinni fóru fyrir því að mótmæli óréttlætinu í Bandaríkjunum með því að neita að spila úrslitakeppnina sem var komin á fulla ferð. 27. ágúst 2020 08:30 Flóðbylgja frestana í bandarísku íþróttalífi eftir ákvörðun Bucks í gær Íþróttamenn og íþróttalið í Bandaríkjunum stóðu með Milwaukee Bucks liðinu í nótt og það var því ekkert af þeim leikjum sem áttu að fara fram í öðrum íþróttagreinum í landinu. 27. ágúst 2020 07:00 Öllum leikjum kvöldsins frestað Öllum þremur leikjum kvöldsins sem áttu að fara fram í úrslitakeppni NBA körfuboltanum hefur nú verið frestað. 26. ágúst 2020 21:18 Milwaukee mætti ekki til leiks í mótmælaskyni Ekkert verður úr fimmta leik Milwaukee Bucks og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en leikmenn Milwaukee ætla ekki að spila leikinn vegna réttindabaráttu svarta. 26. ágúst 2020 20:31 Doc Rivers: Trump og hans fólk tala um ótta en það erum við sem eru drepin Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 26. ágúst 2020 15:30 LeBron eftir leikinn í nótt: Við svarta fólkið í Bandaríkjunum erum skíthrædd LeBron James talaði um stöðu síns fólks í Bandaríkjunum og komandi kosningar í nóvember í viðtali eftir stórleik sinn og Lakers liðsins í nótt. 25. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
LeBron James og Kawhi Leonard töluðu um að klára ekki úrslitakeppnina Leikmenn Los Angeles liðanna í NBA-deildinni fóru fyrir því að mótmæli óréttlætinu í Bandaríkjunum með því að neita að spila úrslitakeppnina sem var komin á fulla ferð. 27. ágúst 2020 08:30
Flóðbylgja frestana í bandarísku íþróttalífi eftir ákvörðun Bucks í gær Íþróttamenn og íþróttalið í Bandaríkjunum stóðu með Milwaukee Bucks liðinu í nótt og það var því ekkert af þeim leikjum sem áttu að fara fram í öðrum íþróttagreinum í landinu. 27. ágúst 2020 07:00
Öllum leikjum kvöldsins frestað Öllum þremur leikjum kvöldsins sem áttu að fara fram í úrslitakeppni NBA körfuboltanum hefur nú verið frestað. 26. ágúst 2020 21:18
Milwaukee mætti ekki til leiks í mótmælaskyni Ekkert verður úr fimmta leik Milwaukee Bucks og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en leikmenn Milwaukee ætla ekki að spila leikinn vegna réttindabaráttu svarta. 26. ágúst 2020 20:31
Doc Rivers: Trump og hans fólk tala um ótta en það erum við sem eru drepin Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 26. ágúst 2020 15:30
LeBron eftir leikinn í nótt: Við svarta fólkið í Bandaríkjunum erum skíthrædd LeBron James talaði um stöðu síns fólks í Bandaríkjunum og komandi kosningar í nóvember í viðtali eftir stórleik sinn og Lakers liðsins í nótt. 25. ágúst 2020 10:00
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum