Flóðbylgja frestana í bandarísku íþróttalífi eftir ákvörðun Bucks í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 07:00 Nneka Ogwumike, formaður leikmannasamtaka NBA-deildarinnar, ræðir við leikmenn Atlanta Dream, Washington Mystics, Minnesota Lynx, og Los Angeles Sparks sem ákváðu allir að spila ekki leikina í gær í mótmælaskyni. Getty/ Julio Aguilar Íþróttamenn og íþróttalið í Bandaríkjunum stóðu með Milwaukee Bucks liðinu í nótt og það var því ekkert af þeim leikjum sem áttu að fara fram í öðrum íþróttagreinum í landinu. Leikmenn Milwaukee Bucks i NBA-deildinni tók þá ákvörðun fyrir leik sinn í úrslitakeppninni í gær og mæta ekki til leiks í mótmælaskyni vegna skotárásar lögreglu á blökkumanninn Jacob Blake. Atvikið gerðist í Wisconsin-fylki sem er heimafylki Milwaukee Bucks liðins. Leikmenn Milwaukee Bucks kröfðust réttlætis fyrir Jacob Blake sem var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum þegar hann fór inn í bílinn sinn þar sem voru meðal annars börnin hans þrjú. Atvikið náðist á myndband en Blake var óvopnaður. Within hours, various WNBA, Major League Soccer and Major League Baseball games were called off as athletes acted in solidarity with the Milwaukee Bucks' players. https://t.co/O0Pz5pj8oN— Action News Now (@ActionNewsNow) August 27, 2020 Verkföll eru bönnuð samkvæmt samningi leikmanna og NBA-deildarinnar en atvikið með Blake í kjölfarið á því sem gerðist með George Floyd var enn eitt dæmið um það kerfisbundna óréttlæti sem blökkumenn glíma við í Bandaríkjunum. Fljótlega fóru líka að berast fréttir af því að hin liðin í NBA-úrslitakeppninni ætluðu að gera það saman og NBA-deildin frestaði síðan öllum leikjunum, líka þeim þar sem Milwaukee Bucks mætti ekki. Þetta átti að verða kvöld með þremur æsispennandi leikjum fimm í úrslitakeppninni en í staðinn fór enginn þeirra fram. NBA players react to the Bucks boycotting Game 5. pic.twitter.com/3FW2WytsU6— ESPN (@espn) August 26, 2020 Leikmenn í NBA-deildinni funduðu síðan í framhaldinu og þótt einhverjir hafi verið ósáttir með það að Milwaukee Bucks liðið lét hin liðin ekki vita þá var samtakamátturinn mikill og það verður því fróðlegt að sjá hver næstu skrefin verða. Samtakamátturinn náði líka inn í aðrar íþróttagreinar. Eftir að NBA frestaði sínum þremur leikjum þá var gekk flóðbylgja frestana yfir bandarískt íþróttalíf. Þremur leikjum í WNBA-deildinni, fimm leikjum í MLS-fótboltadeildinni og þremur leikjum í bandaríska hafnaboltanum var líka frestað. NBA Bandaríkin Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Íþróttamenn og íþróttalið í Bandaríkjunum stóðu með Milwaukee Bucks liðinu í nótt og það var því ekkert af þeim leikjum sem áttu að fara fram í öðrum íþróttagreinum í landinu. Leikmenn Milwaukee Bucks i NBA-deildinni tók þá ákvörðun fyrir leik sinn í úrslitakeppninni í gær og mæta ekki til leiks í mótmælaskyni vegna skotárásar lögreglu á blökkumanninn Jacob Blake. Atvikið gerðist í Wisconsin-fylki sem er heimafylki Milwaukee Bucks liðins. Leikmenn Milwaukee Bucks kröfðust réttlætis fyrir Jacob Blake sem var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum þegar hann fór inn í bílinn sinn þar sem voru meðal annars börnin hans þrjú. Atvikið náðist á myndband en Blake var óvopnaður. Within hours, various WNBA, Major League Soccer and Major League Baseball games were called off as athletes acted in solidarity with the Milwaukee Bucks' players. https://t.co/O0Pz5pj8oN— Action News Now (@ActionNewsNow) August 27, 2020 Verkföll eru bönnuð samkvæmt samningi leikmanna og NBA-deildarinnar en atvikið með Blake í kjölfarið á því sem gerðist með George Floyd var enn eitt dæmið um það kerfisbundna óréttlæti sem blökkumenn glíma við í Bandaríkjunum. Fljótlega fóru líka að berast fréttir af því að hin liðin í NBA-úrslitakeppninni ætluðu að gera það saman og NBA-deildin frestaði síðan öllum leikjunum, líka þeim þar sem Milwaukee Bucks mætti ekki. Þetta átti að verða kvöld með þremur æsispennandi leikjum fimm í úrslitakeppninni en í staðinn fór enginn þeirra fram. NBA players react to the Bucks boycotting Game 5. pic.twitter.com/3FW2WytsU6— ESPN (@espn) August 26, 2020 Leikmenn í NBA-deildinni funduðu síðan í framhaldinu og þótt einhverjir hafi verið ósáttir með það að Milwaukee Bucks liðið lét hin liðin ekki vita þá var samtakamátturinn mikill og það verður því fróðlegt að sjá hver næstu skrefin verða. Samtakamátturinn náði líka inn í aðrar íþróttagreinar. Eftir að NBA frestaði sínum þremur leikjum þá var gekk flóðbylgja frestana yfir bandarískt íþróttalíf. Þremur leikjum í WNBA-deildinni, fimm leikjum í MLS-fótboltadeildinni og þremur leikjum í bandaríska hafnaboltanum var líka frestað.
NBA Bandaríkin Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira