Fellibylurinn Lára sækir í sig veðrið Andri Eysteinsson skrifar 26. ágúst 2020 23:24 Íbúar á strandsvæðum hafa verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Vísir/AP Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna veðurofsans og vatnsyfirborðið í kjölfarið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af. Yfir sex hundruð þúsund manns var gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins í dag en samkvæmt fréttum AP fréttaveitunnar mælist vindhraði Láru nú um 61 m/s og enn er talið að vindhraði geti aukist nokkuð áður en að Lára nær landi. Þá er gert ráð fyrir mikilli úrkomu eða allt að fjörutíu sentimetrum á sumum stöðum. Eins og áður segir flokkast Lára nú sem fjórða stigs fellibylur en samkvæmt skilgreiningum birtum á vef AP segir að hörmulegar skemmdir geti orðið geti orðið vegna slíkra krafta. Búast megi við því að veggir húsa geti hrunið og þök rifnað af. Tré yrðu líklegast rifin upp með rótum og rafmagnsstaurar fallið. Rafmagnsleysið sem orsakist af slíkri eyðileggingu gæti varið í vikur eða mánuði. Stærsti hluti svæðis sem yrði slíku veðri að bráð yrði óbyggilegur í langan tíma. Yfirborð vatns hefur þegar tekið að rísa í strandbæjum Texas og Louisiana en flóðaviðvaranir hafa verið gefnar út lengra inn til landsins. Búist er við því að fellibylurinn gangi yfir og muni valda mikilli úrkomu í ríkjum á borð við Missouri, Tennessee og Kentucky sem eru landlukt. Þá hefur fellibylurinn einnig mikil áhrif á orkuframleiðslu Bandaríkjanna en loka hefur þurft fyrir um 84% þeirrar olíuframleiðslu sem Bandaríkin standa fyrir í Mexíkóflóa og 300 olíu- og gasborpallar hafa verið rýmdir. Lára hefur ekki náð landi á meginland Ameríku en hefur fellibylurinn þegar kostað 23 lífið á eyjunni Hispaníólu þar sem að 20 létust á Haítí á vesturhluta eyjunnar og þrír í austurhlutanum, Dóminíkanska Lýðveldinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hvatt íbúa við strandlengjuna að fylgja fyrirmælum yfirvalda ríkjanna og yfirgefa heimili sín. Slíkt getur þó reynst íbúum erfitt með stuttum fyrirvara en AP hefur greint frá því að hótelherbergi hafi fyllst innar í landinu og einnig að fjárhagsstaða hefti möguleika margra íbúa svæðanna, sér í lagi eftir að atvinnuleysi jókst í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Búist er við því að Lára muni valda flóðum inn til landsins á leið sinni í gegnum Bandaríkin. Fellibylurinn er talinn það kraftmikill að hann muni enn teljast til hitabeltisstorms þegar á austurströndina er komið og gæti hann einnig valdið eyðileggingu á þeim slóðum. Bandaríkin Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna veðurofsans og vatnsyfirborðið í kjölfarið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af. Yfir sex hundruð þúsund manns var gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins í dag en samkvæmt fréttum AP fréttaveitunnar mælist vindhraði Láru nú um 61 m/s og enn er talið að vindhraði geti aukist nokkuð áður en að Lára nær landi. Þá er gert ráð fyrir mikilli úrkomu eða allt að fjörutíu sentimetrum á sumum stöðum. Eins og áður segir flokkast Lára nú sem fjórða stigs fellibylur en samkvæmt skilgreiningum birtum á vef AP segir að hörmulegar skemmdir geti orðið geti orðið vegna slíkra krafta. Búast megi við því að veggir húsa geti hrunið og þök rifnað af. Tré yrðu líklegast rifin upp með rótum og rafmagnsstaurar fallið. Rafmagnsleysið sem orsakist af slíkri eyðileggingu gæti varið í vikur eða mánuði. Stærsti hluti svæðis sem yrði slíku veðri að bráð yrði óbyggilegur í langan tíma. Yfirborð vatns hefur þegar tekið að rísa í strandbæjum Texas og Louisiana en flóðaviðvaranir hafa verið gefnar út lengra inn til landsins. Búist er við því að fellibylurinn gangi yfir og muni valda mikilli úrkomu í ríkjum á borð við Missouri, Tennessee og Kentucky sem eru landlukt. Þá hefur fellibylurinn einnig mikil áhrif á orkuframleiðslu Bandaríkjanna en loka hefur þurft fyrir um 84% þeirrar olíuframleiðslu sem Bandaríkin standa fyrir í Mexíkóflóa og 300 olíu- og gasborpallar hafa verið rýmdir. Lára hefur ekki náð landi á meginland Ameríku en hefur fellibylurinn þegar kostað 23 lífið á eyjunni Hispaníólu þar sem að 20 létust á Haítí á vesturhluta eyjunnar og þrír í austurhlutanum, Dóminíkanska Lýðveldinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hvatt íbúa við strandlengjuna að fylgja fyrirmælum yfirvalda ríkjanna og yfirgefa heimili sín. Slíkt getur þó reynst íbúum erfitt með stuttum fyrirvara en AP hefur greint frá því að hótelherbergi hafi fyllst innar í landinu og einnig að fjárhagsstaða hefti möguleika margra íbúa svæðanna, sér í lagi eftir að atvinnuleysi jókst í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Búist er við því að Lára muni valda flóðum inn til landsins á leið sinni í gegnum Bandaríkin. Fellibylurinn er talinn það kraftmikill að hann muni enn teljast til hitabeltisstorms þegar á austurströndina er komið og gæti hann einnig valdið eyðileggingu á þeim slóðum.
Bandaríkin Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira