Átta fyrstu kvikmyndaperlurnar á RIFF kynntar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 07:00 Kvikmyndin Get the hell out er sýnd á RIFF í ár. Brot af því besta í alþjóðlegri kvikmyndagerð verður til sýnis á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem sett verður í 17. sinn þann 24. september næstkomandi. Áhersla verður á evrópska kvikmyndagerð í tilefni EFA verðlauna sem afhent verða á Íslandi í desember. Margar myndir koma til Íslands beint frá stóru hausthátíðunum sem fara fram í byrjun september svo sem Feneyjum, Toronto og San Sebastian, því er um Norðurlanda- og Evrópufrumsýningar að ræða. Dagskráin verður kynnt á komandi dögum en hér eru kynntar til leiks átta myndir sem sýna breiddina í dagskránni; glæpa-og hryllingsmyndir í bland við drama og gaman og heimildarmyndir af bestu gerð. Myndirnar verða sýndar á vefnum riff.is, svo allir landsmenn geta nú notið dagskrár og aðrir sem ekki eiga heimangengt. Fyrstu átta myndirnar sem við kynnum eru 200 Metrar/200 Metres, Hunskastu út/Get the Hell Out, Síðustu vordagarnir/Last Days of Spring, Við stjórnvölinn/A L´abordage, Fröken Marx/Miss Marx, André og ólífutréð/André and His Olive Tree, Punta Sacra og Aalto. Punta Sacra er sýnd á RIFF í ár.Mynd/IMDB Úrval mynda verður jafnframt sýnt í Bíó Paradís og Norrænahúsinu í samræmi við gildandi reglur um samkomur. RIFF verður með veglega dagskrá þá 11 daga sem hátíðin stendur yfir en mun jafnframt standa fyrir kvikmyndasýningum í október og nóvember. Þær sýningar eru hugsaðar sem brú yfir til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna EFA sem til stendur að veita hér á landi í desember. Myndirnar verða sýndar með Festival Scope og Shift72, sama vefviðmóti og notað er á fjölda þekktra kvikmyndahátíða m.a. CPH PIX, Midnight Sun í Finnlandi, Galway Film Fleath og Locarno Film Festival í Sviss. Tilhögun sýninga og miðasala á hátíðina verður kynnt þegar nær dregur hátíðinni á Vísi, á heimasíðu RIFF og samfélagsmiðlum. 200 Metrar/200 Metres Mynd/IMDB Beina leið frá heimsfrumsýningu á Feneyjarhátíðínni, elstu og einni virtustu hátí í heimi mun RIFF sýna kvikmynd palestínska handritahöfundarins og leikstjórans Ameen Nayfeh 200 metrar. Í myndinni segir frá átakanlegu ferðlagi hins palestínska Mustafa, sem býr á vinstri bakkanum, við að sameinast syni sínum sem liggur á sjúkrahúsi á hægri bakkanum. Aðeins 200 metra ferðalag verður að 200 km þrautagöngu þar sem smyglarar og aðrir vafasamir ferðalangar verða á vegi föðursins. Snilldarverk sem beðið hefur verið eftir. Hunskastu út/Get the Hell Out Hunskastu út kemur hingað frá heimsfrumsýningu á Toronto kvikmyndahátíðinni einni stærstu hátíð í heimi en þetta fyrsta kvikmynd leikstjórans Wang I-Fan í fullri lengd. Hér er á ferðinni alvöru hryllingsmynd í anda Covid19 um mann sem reynist sá eini á vinnustað sínum sem er ónæmur fyrir banvænum vírus er breytir fólki í uppvakninga. Síðustu vordagarnir/Last Days of Spring Kvikmyndir leikstjórans Isabel Lamberti eru á mörkum heimildamynda og leikinna mynda. Nýjasta kvikmynd hennar, Síðustu Vordagarnir, verður frumsýnd á San Sebastian kvikmyndahátíðinni á Spáni sem er afar virt hátíð um miðjan september. Í myndinni er sögð saga fjölskyldu sem býr í hinu ólöglega La Cañada Real í Madríd og lifir lífi sínu í biðstöðu. Í myndinni er teflt saman raunverulegu umhverfi og fólki í anda heimildamynda en tvinnað saman söguþræði sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum. Við stjórnvölinn/A L´abordage Gamanmynd úr smiðju leikstjórans Guillaume Brac sem var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín í vetur , þar sem hún hlaut verðlaun FIPRESCI alþjóðlegra samtaka kvikmyndagagnrýnenda. Myndin segir af Félix sem verður ástfangin af Ölmu á hlýju sumarkvöldi í París. Þegar Alma þarf að stökkva upp í lest og halda til fjölskyldu sinnar í Suður Frakklandi ákveður hann að elta sálufélaga sinn. Í kjölfarið fer af stað grátbrosleg atburðarás þar sem margt úr fer skorðum og Alma virðist ekki sérlega ánægð með óvæntu heimsóknina. Fröken Marx/Miss Marx Kvikmynd í leikstjórn Súsönnu Nicchiarelli er segir af hinni frjálslegu og ástríðufullu Eleanor Marx, yngstu dóttur Karl Marx. Eleanor var í hópi þeirra forystukvenna sem fyrst leiddu saman feminisma og sósíalisma og tók þátt í baráttu verkafólks, barðist fyrir auknum réttindum kvenna og afnámi barnaþrælkunar. Myndin ermeðal þeirra kvikmynda er keppa til aðalverðlauna Kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, Gullna Ljónið. André og ólífutréð/André and His Olive Tree Afar áhugaverð heimildarmynd taívanska leikstjórans Josiah Ng. Í myndinni er sögð saga fyrsta taívanska Michelin stjörnukokksins André Chiang þar sem hann er að undirbúa lokun veitingastaðarins sem jafnframt var á lista yfir 50 bestu veitingastaði í heimi. Fylgst er með þessum einstaka kokki; við kynnumst vinnubrögðum hans í eldhúsinu, stjórnunarstíl og fáum innsýn í samband hans við eiginkonu sína. Punta Sacra Varpað er ljósi á hóp kvenna sem búa á jaðri samfélags sem er við að hverfa í úthverfi Rómar er kallast Punta Sacra. Myndin er í leikstjórn Francescu Mazzoleni og vann til verðlauna á svissnesku kvikmyndahátíðinni Visions du Réel nú nýlega. Aalto Mögnuð heimildamynd um ástarsögu hinna þekktu, finnsku hönnuða og arkitekta Alvar og Aino Aalto auk þess sem fjallað er um verk þeirra á áhugaverðan máta. Kvikmyndin er í leikstjórn Virpi Suutari og er byggð á viðamikilli heimildavinnu og frásögnum samtíðarmanna þeirra hjóna og rannsakenda úr fremstu röðum á verkum þeirra. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Brot af því besta í alþjóðlegri kvikmyndagerð verður til sýnis á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem sett verður í 17. sinn þann 24. september næstkomandi. Áhersla verður á evrópska kvikmyndagerð í tilefni EFA verðlauna sem afhent verða á Íslandi í desember. Margar myndir koma til Íslands beint frá stóru hausthátíðunum sem fara fram í byrjun september svo sem Feneyjum, Toronto og San Sebastian, því er um Norðurlanda- og Evrópufrumsýningar að ræða. Dagskráin verður kynnt á komandi dögum en hér eru kynntar til leiks átta myndir sem sýna breiddina í dagskránni; glæpa-og hryllingsmyndir í bland við drama og gaman og heimildarmyndir af bestu gerð. Myndirnar verða sýndar á vefnum riff.is, svo allir landsmenn geta nú notið dagskrár og aðrir sem ekki eiga heimangengt. Fyrstu átta myndirnar sem við kynnum eru 200 Metrar/200 Metres, Hunskastu út/Get the Hell Out, Síðustu vordagarnir/Last Days of Spring, Við stjórnvölinn/A L´abordage, Fröken Marx/Miss Marx, André og ólífutréð/André and His Olive Tree, Punta Sacra og Aalto. Punta Sacra er sýnd á RIFF í ár.Mynd/IMDB Úrval mynda verður jafnframt sýnt í Bíó Paradís og Norrænahúsinu í samræmi við gildandi reglur um samkomur. RIFF verður með veglega dagskrá þá 11 daga sem hátíðin stendur yfir en mun jafnframt standa fyrir kvikmyndasýningum í október og nóvember. Þær sýningar eru hugsaðar sem brú yfir til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna EFA sem til stendur að veita hér á landi í desember. Myndirnar verða sýndar með Festival Scope og Shift72, sama vefviðmóti og notað er á fjölda þekktra kvikmyndahátíða m.a. CPH PIX, Midnight Sun í Finnlandi, Galway Film Fleath og Locarno Film Festival í Sviss. Tilhögun sýninga og miðasala á hátíðina verður kynnt þegar nær dregur hátíðinni á Vísi, á heimasíðu RIFF og samfélagsmiðlum. 200 Metrar/200 Metres Mynd/IMDB Beina leið frá heimsfrumsýningu á Feneyjarhátíðínni, elstu og einni virtustu hátí í heimi mun RIFF sýna kvikmynd palestínska handritahöfundarins og leikstjórans Ameen Nayfeh 200 metrar. Í myndinni segir frá átakanlegu ferðlagi hins palestínska Mustafa, sem býr á vinstri bakkanum, við að sameinast syni sínum sem liggur á sjúkrahúsi á hægri bakkanum. Aðeins 200 metra ferðalag verður að 200 km þrautagöngu þar sem smyglarar og aðrir vafasamir ferðalangar verða á vegi föðursins. Snilldarverk sem beðið hefur verið eftir. Hunskastu út/Get the Hell Out Hunskastu út kemur hingað frá heimsfrumsýningu á Toronto kvikmyndahátíðinni einni stærstu hátíð í heimi en þetta fyrsta kvikmynd leikstjórans Wang I-Fan í fullri lengd. Hér er á ferðinni alvöru hryllingsmynd í anda Covid19 um mann sem reynist sá eini á vinnustað sínum sem er ónæmur fyrir banvænum vírus er breytir fólki í uppvakninga. Síðustu vordagarnir/Last Days of Spring Kvikmyndir leikstjórans Isabel Lamberti eru á mörkum heimildamynda og leikinna mynda. Nýjasta kvikmynd hennar, Síðustu Vordagarnir, verður frumsýnd á San Sebastian kvikmyndahátíðinni á Spáni sem er afar virt hátíð um miðjan september. Í myndinni er sögð saga fjölskyldu sem býr í hinu ólöglega La Cañada Real í Madríd og lifir lífi sínu í biðstöðu. Í myndinni er teflt saman raunverulegu umhverfi og fólki í anda heimildamynda en tvinnað saman söguþræði sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum. Við stjórnvölinn/A L´abordage Gamanmynd úr smiðju leikstjórans Guillaume Brac sem var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín í vetur , þar sem hún hlaut verðlaun FIPRESCI alþjóðlegra samtaka kvikmyndagagnrýnenda. Myndin segir af Félix sem verður ástfangin af Ölmu á hlýju sumarkvöldi í París. Þegar Alma þarf að stökkva upp í lest og halda til fjölskyldu sinnar í Suður Frakklandi ákveður hann að elta sálufélaga sinn. Í kjölfarið fer af stað grátbrosleg atburðarás þar sem margt úr fer skorðum og Alma virðist ekki sérlega ánægð með óvæntu heimsóknina. Fröken Marx/Miss Marx Kvikmynd í leikstjórn Súsönnu Nicchiarelli er segir af hinni frjálslegu og ástríðufullu Eleanor Marx, yngstu dóttur Karl Marx. Eleanor var í hópi þeirra forystukvenna sem fyrst leiddu saman feminisma og sósíalisma og tók þátt í baráttu verkafólks, barðist fyrir auknum réttindum kvenna og afnámi barnaþrælkunar. Myndin ermeðal þeirra kvikmynda er keppa til aðalverðlauna Kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, Gullna Ljónið. André og ólífutréð/André and His Olive Tree Afar áhugaverð heimildarmynd taívanska leikstjórans Josiah Ng. Í myndinni er sögð saga fyrsta taívanska Michelin stjörnukokksins André Chiang þar sem hann er að undirbúa lokun veitingastaðarins sem jafnframt var á lista yfir 50 bestu veitingastaði í heimi. Fylgst er með þessum einstaka kokki; við kynnumst vinnubrögðum hans í eldhúsinu, stjórnunarstíl og fáum innsýn í samband hans við eiginkonu sína. Punta Sacra Varpað er ljósi á hóp kvenna sem búa á jaðri samfélags sem er við að hverfa í úthverfi Rómar er kallast Punta Sacra. Myndin er í leikstjórn Francescu Mazzoleni og vann til verðlauna á svissnesku kvikmyndahátíðinni Visions du Réel nú nýlega. Aalto Mögnuð heimildamynd um ástarsögu hinna þekktu, finnsku hönnuða og arkitekta Alvar og Aino Aalto auk þess sem fjallað er um verk þeirra á áhugaverðan máta. Kvikmyndin er í leikstjórn Virpi Suutari og er byggð á viðamikilli heimildavinnu og frásögnum samtíðarmanna þeirra hjóna og rannsakenda úr fremstu röðum á verkum þeirra.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira