„Það tók svolítið á að leyfa mér að opna á þessa persónulegu hlið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. ágúst 2020 10:00 Umslag plötunnar „some kind of peace“ Mynd: Anna Maggy. Hönnun: Torsten Posselt Ólafur Arnalds tilkynnti í dag útgáfu nýrrar plötu, some kind of peace, sem væntanleg er 6. nóvember næstkomandi og sendi frá sér smáskífuna We Contain Multitudes. Á plötunni some kind of peace kveður við nýjan og persónulegri tón. „Ég áttaði mig á að ég hef tilhneigingu til þess að fela mig bak við stór þemu og úthugsaðar hugmyndir á plötunum mínum. En það sem yfirleitt hrífur mig þegar ég hlusta á tónlist annarra er einlægni, einhver snerting við líf listamannsins. Mér fannst vera kominn tími til þess að ég gerði plötu sem gengi nær mér en áður og sýndi meira af sjálfum mér. Það reyndist í raun ekki auðvelt. Það tók svolítið á að leyfa mér að opna á þessa persónulegu hlið og vera ekki feiminn að hleypa fólki svona nálægt. Á endanum varð hún eiginlega svo persónuleg að ég er ennþá að átta mig á því hvernig ég á að tala um hana,“ segir Ólafur um plötuna. Auk Ólafs koma meðal annars fram á plötunni breski raftónlistarmaðurinn Bonobo, þýska söngkonan Josin og Jófríður Ákadóttir, betur þekkt sem JFDR. Ólafur hafði þegar samið um helming plötunnar þegar faraldurinn tók að láta á sér kræla í upphafi árs og einangraði sig í nýju hljóðveri sínu í Reykjavík mánuðina þar á eftir til þess að klára. Til stóð að fylgja plötunni eftir í haust með stóru tónleikaferðalagi en vegna faraldursins þurfti að hætta við og bíða þangað til aðstæður eru betri. Frumsýndi nóturnar á undan laginu Ólafur hefur nú frumsýnt aðra smáskífuna af plötunni, píanóballöðuna We Contain Multitudes. Lagið var samið seint um kvöld á lítið rafmagnshljómborð. Myndbandið við lagið var tekið upp á heimili Ólafs í Reykjavík en það var Blair Alexander sem leikstýrði. Útgáfa lagsins We Contain Multitudes er að mörgu óvenjuleg. Lagið kom í raun út síðastliðinn sunnudag en þá birtust nóturnar á samfélagsmiðlum Ólafs þar sem hann hvatti aðdáendur sína til þess að taka upp þeirra eigin útgáfu af laginu án þess að hafa nokkurn tímann heyrt hvernig það hljómar. Fjölda ábreiða hefur verið deilt á samfélagsmiðlinum Instagram undir myllumerkinu #wecontainpianos. Hér fyrir neðan má sjá dæmi um slíkar ábreiður. View this post on Instagram Unable to visit my studio owing to stage 4 COVID-19 restrictions, I had a crack at this beautiful new tune from @olafurarnalds on a tiny keyboard. Excuse all the reverb, I forgot to bring my damper pedal. The real version from the artist himself drops tomorrow. #wecontainpianos A post shared by Luke Howard (@lukehowardmusic) on Aug 24, 2020 at 8:07pm PDT View this post on Instagram @olafurarnalds here s my first attempt at it. I hope you enjoy it. Thank you for sharing your music with us. Apologies for the Pandemic-tuned piano. #olafurarnalds #wecontainmultitudes #wecontainpianos A post shared by Liana Pailodze Harron (@liana_pailodze_harron) on Aug 23, 2020 at 10:47am PDT View this post on Instagram First time I post a cover. Yesterday @olafurarnalds shared the sheet music of his new song 'We Contain Multitudes'. He will release his own recording later this week. For now, you either need a piano or you can check the interpretations shared under #wecontainpianos. Here's my take. A post shared by Mathieu Le Boudec (@mathieuleboudec) on Aug 24, 2020 at 1:17pm PDT „Ólafur Arnalds hefur um árabil verið í fremstu röð íslenskra tónlistamanna og hefur undanfarin áratug sannað sig sem eitt áhrifamesta nútímatónskáld heims. Ólafur hefur á ríflega 10 ára ferli gefið út fjölda platna undir eigin nafni, leikið með rafsveitinni Kiasmos víðsvegar um heim auk þess að semja tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir á borð við Broadchurch og Defending Jacob — en fyrir þá síðarnefndu hlaut hann á dögunum tilnefningu til Emmy-verðlauna,“ segir í tilkynningu um plötuna. Síðustu plötu Ólafs, re:member, var gífurlega vel tekið, bæði af aðdáendum og gangrýnendum, en henni fylgdi hann eftir með rúmlega 150 tónleika ferðalagi um allan heim og seldi m.a. upp tónleika í óperuhúsinu í Sydney, Royal Albert Hall í London og Eldphilharmonie í Hamburg. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ólafur Arnalds tilnefndur til Emmy-verðlauna Íslenski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds var tilnefndur til bandarísku Emmy-sjónvarpsverðlaunanna fyrir besta titillag sjónvarpsþáttar í dag. Ólafur samdi lag fyrir glæpaþættina „Defending Jacob“. 28. júlí 2020 16:19 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Ólafur Arnalds tilkynnti í dag útgáfu nýrrar plötu, some kind of peace, sem væntanleg er 6. nóvember næstkomandi og sendi frá sér smáskífuna We Contain Multitudes. Á plötunni some kind of peace kveður við nýjan og persónulegri tón. „Ég áttaði mig á að ég hef tilhneigingu til þess að fela mig bak við stór þemu og úthugsaðar hugmyndir á plötunum mínum. En það sem yfirleitt hrífur mig þegar ég hlusta á tónlist annarra er einlægni, einhver snerting við líf listamannsins. Mér fannst vera kominn tími til þess að ég gerði plötu sem gengi nær mér en áður og sýndi meira af sjálfum mér. Það reyndist í raun ekki auðvelt. Það tók svolítið á að leyfa mér að opna á þessa persónulegu hlið og vera ekki feiminn að hleypa fólki svona nálægt. Á endanum varð hún eiginlega svo persónuleg að ég er ennþá að átta mig á því hvernig ég á að tala um hana,“ segir Ólafur um plötuna. Auk Ólafs koma meðal annars fram á plötunni breski raftónlistarmaðurinn Bonobo, þýska söngkonan Josin og Jófríður Ákadóttir, betur þekkt sem JFDR. Ólafur hafði þegar samið um helming plötunnar þegar faraldurinn tók að láta á sér kræla í upphafi árs og einangraði sig í nýju hljóðveri sínu í Reykjavík mánuðina þar á eftir til þess að klára. Til stóð að fylgja plötunni eftir í haust með stóru tónleikaferðalagi en vegna faraldursins þurfti að hætta við og bíða þangað til aðstæður eru betri. Frumsýndi nóturnar á undan laginu Ólafur hefur nú frumsýnt aðra smáskífuna af plötunni, píanóballöðuna We Contain Multitudes. Lagið var samið seint um kvöld á lítið rafmagnshljómborð. Myndbandið við lagið var tekið upp á heimili Ólafs í Reykjavík en það var Blair Alexander sem leikstýrði. Útgáfa lagsins We Contain Multitudes er að mörgu óvenjuleg. Lagið kom í raun út síðastliðinn sunnudag en þá birtust nóturnar á samfélagsmiðlum Ólafs þar sem hann hvatti aðdáendur sína til þess að taka upp þeirra eigin útgáfu af laginu án þess að hafa nokkurn tímann heyrt hvernig það hljómar. Fjölda ábreiða hefur verið deilt á samfélagsmiðlinum Instagram undir myllumerkinu #wecontainpianos. Hér fyrir neðan má sjá dæmi um slíkar ábreiður. View this post on Instagram Unable to visit my studio owing to stage 4 COVID-19 restrictions, I had a crack at this beautiful new tune from @olafurarnalds on a tiny keyboard. Excuse all the reverb, I forgot to bring my damper pedal. The real version from the artist himself drops tomorrow. #wecontainpianos A post shared by Luke Howard (@lukehowardmusic) on Aug 24, 2020 at 8:07pm PDT View this post on Instagram @olafurarnalds here s my first attempt at it. I hope you enjoy it. Thank you for sharing your music with us. Apologies for the Pandemic-tuned piano. #olafurarnalds #wecontainmultitudes #wecontainpianos A post shared by Liana Pailodze Harron (@liana_pailodze_harron) on Aug 23, 2020 at 10:47am PDT View this post on Instagram First time I post a cover. Yesterday @olafurarnalds shared the sheet music of his new song 'We Contain Multitudes'. He will release his own recording later this week. For now, you either need a piano or you can check the interpretations shared under #wecontainpianos. Here's my take. A post shared by Mathieu Le Boudec (@mathieuleboudec) on Aug 24, 2020 at 1:17pm PDT „Ólafur Arnalds hefur um árabil verið í fremstu röð íslenskra tónlistamanna og hefur undanfarin áratug sannað sig sem eitt áhrifamesta nútímatónskáld heims. Ólafur hefur á ríflega 10 ára ferli gefið út fjölda platna undir eigin nafni, leikið með rafsveitinni Kiasmos víðsvegar um heim auk þess að semja tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir á borð við Broadchurch og Defending Jacob — en fyrir þá síðarnefndu hlaut hann á dögunum tilnefningu til Emmy-verðlauna,“ segir í tilkynningu um plötuna. Síðustu plötu Ólafs, re:member, var gífurlega vel tekið, bæði af aðdáendum og gangrýnendum, en henni fylgdi hann eftir með rúmlega 150 tónleika ferðalagi um allan heim og seldi m.a. upp tónleika í óperuhúsinu í Sydney, Royal Albert Hall í London og Eldphilharmonie í Hamburg.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ólafur Arnalds tilnefndur til Emmy-verðlauna Íslenski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds var tilnefndur til bandarísku Emmy-sjónvarpsverðlaunanna fyrir besta titillag sjónvarpsþáttar í dag. Ólafur samdi lag fyrir glæpaþættina „Defending Jacob“. 28. júlí 2020 16:19 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Ólafur Arnalds tilnefndur til Emmy-verðlauna Íslenski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds var tilnefndur til bandarísku Emmy-sjónvarpsverðlaunanna fyrir besta titillag sjónvarpsþáttar í dag. Ólafur samdi lag fyrir glæpaþættina „Defending Jacob“. 28. júlí 2020 16:19