Er hægt að breyta vinnustaðamenningu? Tinni Kári Jóhannesson skrifar 26. ágúst 2020 08:00 Orðið vinnustaðamenning er tiltölulega nýtt í íslensku máli en fyrirbærið sem orðið er notað yfir hefur verið til svo lengi sem fólk hefur unnið saman. Vinnustaðamenning er oft sögð ná yfir „hvernig við vinnum hér“ en það birtist helst í hegðunarmynstrum, viðhorfum og hugsunum starfsfólks á hverjum vinnustað. Menningin getur ekki aðeins verið ólík á milli vinnustaða heldur einnig á milli hópa á sama vinnustað. Það er erfitt að útskýra menningu í stuttu máli þar sem hún er margþætt og flókið fyrirbæri. Hún getur bæði hindrað breytingar og stutt þær og því getur menning haft einna mest áhrif allra þátta á innleiðingu breytinga innan vinnustaða. Sé vinnustaðamenningin í andstöðu við það viðhorf og hegðun sem þarf til að hámarka árangur viðkomandi breytinga, þá getur útkoman verið minniháttar. --- Ef breyta á vinnustaðamenningunni sjálfri þá er viðbúið að það gerist hægt og taka þurfi tillit til margra ólíkra þátta. Til að ná breytingunum fram skiptir lykilmáli að skapa umhverfi og aðstæður fyrir virka þátttöku og áhuga starfsfólks, því lykilþættir menningar eru hegðun og viðhorf starfsfólksins. Þetta er ekki auðvelt en með markvissum aðgerðum og rétta fólkinu í áhrifahlutverkum eru meiri líkur á árangri. Fljótlegasta aðferðin til að breyta menningu á vinnustað væri vafalaust að skipta út öllu starfsfólkinu og breyta um vinnuumhverfi. Ég held að flestir geti þó verið sammála um að það sé ekki vænlegur kostur, bæði af siðferðislegum ástæðum og sökum mikils kostnaðar. Mun betri leið til breyta menningunni er að líta á verkefnið sem langhlaup en ekki spretthlaup og einbeita sér að nokkrum lykilaðgerðum. Það fer eftir aðstæðum á hverjum og einum vinnustað í hverju þær lykilaðgerðir felast en nokkur skref á slíkri vegferð eru þó bæði þekkt og óhjákvæmileg, s.s greining á stöðunni og samsömun/aðlögun stjórnenda við þarfir nýrrar stefnu, menningar og framtíðarsýnar fyrirtækisins eða stofnunarinnar sem um ræðir. --- Ráðningar lykilfólks hjá fyrirtækjum og stofnunum hafa hvað mest áhrif á heildarframmistöðu og mótun vinnustaðamenningar. Stjórnendur eru í kjörstöðu til að hafa áhrif á og styrkja starfsfólkið og um leið menninguna. Framsýn fyrirtæki nýta tækifæri hverrar ráðningar til að styrkja eða aðlaga menningu vinnustaðarins til aukins árangurs. Þannig ná þeir fram samsömun stefnu, menningar og framtíðarsýnar til að auka heildarframmistöðu starfsmannahópsins. Til eru margar leiðir að ráðningum lykilfólks með tilliti til ólíkra þarfa, s.s. hvernig á að afla kandídata, meta hæfi og reynslu og taka ákvörðun um hvaða þörfum ráðningunni er ætlað að sinna. Mikilvægt er að velja aðferðir sem þjóna þörfum allrar einingarinnar til að ná bestu mögulegu ráðningunni. Í einhverjum tilfellum er verið að ráða í stað manneskju sem vann á ákveðinn hátt og náði ákveðnum árangri og þannig hægt að segja að verið sé að leita að afriti af fráfarandi starfsmanni. Slíkar afritsráðningar eru stundum við hæfi en þó má segja að um sé að ræða ákveðna sóun þegar horft er á þær öru breytingar sem eru að verða í ytra umhverfinu og kalla á aðlögun og nýja hugsun. Betri aðferð við stjórnendaráðningar er því að nota þær til að þróa fyrirtækið eða stofnunina í átt að nýju landslagi og breyttum starfsháttum. Til framtíðar ættu stjórnendur að endurskoða ráðningu lykilfólks, ekki síst með aukinn fjölbreytileika og tækifæri til breytinga fyrir augum. Höfundur er ráðningarstjóri og senior ráðgjafi hjá Góðum samskiptum ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðamenning Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Orðið vinnustaðamenning er tiltölulega nýtt í íslensku máli en fyrirbærið sem orðið er notað yfir hefur verið til svo lengi sem fólk hefur unnið saman. Vinnustaðamenning er oft sögð ná yfir „hvernig við vinnum hér“ en það birtist helst í hegðunarmynstrum, viðhorfum og hugsunum starfsfólks á hverjum vinnustað. Menningin getur ekki aðeins verið ólík á milli vinnustaða heldur einnig á milli hópa á sama vinnustað. Það er erfitt að útskýra menningu í stuttu máli þar sem hún er margþætt og flókið fyrirbæri. Hún getur bæði hindrað breytingar og stutt þær og því getur menning haft einna mest áhrif allra þátta á innleiðingu breytinga innan vinnustaða. Sé vinnustaðamenningin í andstöðu við það viðhorf og hegðun sem þarf til að hámarka árangur viðkomandi breytinga, þá getur útkoman verið minniháttar. --- Ef breyta á vinnustaðamenningunni sjálfri þá er viðbúið að það gerist hægt og taka þurfi tillit til margra ólíkra þátta. Til að ná breytingunum fram skiptir lykilmáli að skapa umhverfi og aðstæður fyrir virka þátttöku og áhuga starfsfólks, því lykilþættir menningar eru hegðun og viðhorf starfsfólksins. Þetta er ekki auðvelt en með markvissum aðgerðum og rétta fólkinu í áhrifahlutverkum eru meiri líkur á árangri. Fljótlegasta aðferðin til að breyta menningu á vinnustað væri vafalaust að skipta út öllu starfsfólkinu og breyta um vinnuumhverfi. Ég held að flestir geti þó verið sammála um að það sé ekki vænlegur kostur, bæði af siðferðislegum ástæðum og sökum mikils kostnaðar. Mun betri leið til breyta menningunni er að líta á verkefnið sem langhlaup en ekki spretthlaup og einbeita sér að nokkrum lykilaðgerðum. Það fer eftir aðstæðum á hverjum og einum vinnustað í hverju þær lykilaðgerðir felast en nokkur skref á slíkri vegferð eru þó bæði þekkt og óhjákvæmileg, s.s greining á stöðunni og samsömun/aðlögun stjórnenda við þarfir nýrrar stefnu, menningar og framtíðarsýnar fyrirtækisins eða stofnunarinnar sem um ræðir. --- Ráðningar lykilfólks hjá fyrirtækjum og stofnunum hafa hvað mest áhrif á heildarframmistöðu og mótun vinnustaðamenningar. Stjórnendur eru í kjörstöðu til að hafa áhrif á og styrkja starfsfólkið og um leið menninguna. Framsýn fyrirtæki nýta tækifæri hverrar ráðningar til að styrkja eða aðlaga menningu vinnustaðarins til aukins árangurs. Þannig ná þeir fram samsömun stefnu, menningar og framtíðarsýnar til að auka heildarframmistöðu starfsmannahópsins. Til eru margar leiðir að ráðningum lykilfólks með tilliti til ólíkra þarfa, s.s. hvernig á að afla kandídata, meta hæfi og reynslu og taka ákvörðun um hvaða þörfum ráðningunni er ætlað að sinna. Mikilvægt er að velja aðferðir sem þjóna þörfum allrar einingarinnar til að ná bestu mögulegu ráðningunni. Í einhverjum tilfellum er verið að ráða í stað manneskju sem vann á ákveðinn hátt og náði ákveðnum árangri og þannig hægt að segja að verið sé að leita að afriti af fráfarandi starfsmanni. Slíkar afritsráðningar eru stundum við hæfi en þó má segja að um sé að ræða ákveðna sóun þegar horft er á þær öru breytingar sem eru að verða í ytra umhverfinu og kalla á aðlögun og nýja hugsun. Betri aðferð við stjórnendaráðningar er því að nota þær til að þróa fyrirtækið eða stofnunina í átt að nýju landslagi og breyttum starfsháttum. Til framtíðar ættu stjórnendur að endurskoða ráðningu lykilfólks, ekki síst með aukinn fjölbreytileika og tækifæri til breytinga fyrir augum. Höfundur er ráðningarstjóri og senior ráðgjafi hjá Góðum samskiptum ehf.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun