Föngun og förgun koldíoxíðs: tímamót í baráttunni við loftslagsbreytingar Berglind Rán Ólafsdóttir og Edda Sif Aradóttir skrifa 27. ágúst 2020 07:00 Baráttan gegn hlýnun Jarðar og loftlagsbreytingum er eitt af brýnustu úrlausnarefnum samtímans. Viðfangsefnin eru mörg, frá verndun skóga og votlendis yfir í orkuskipti og að draga verulega úr útblæstri skaðlegra lofttegunda. Hugvit, tæknilausnir og nýjar grænar atvinnugreinar eru forsenda þess að loftslagsmarkmið heimsins náist. Með nýju samstarfi Carbfix, Orku náttúrunnar og svissneska fyrirtækisins Climeworks hefur í fyrsta sinn verið þróuð tæknilausn sem fangar koldíoxíð beint úr andrúmslofti sem fargað er varanlega með umbreytingu í stein. Carbfix fargar... Rætur hins íslenska Carbfix ná aftur til 2007 þegar Orkuveita Reykjavíkur hóf, í samvinnu við Háskóla Íslands og alþjóðlegt teymi vísindafólks, að þróa Carbfix tæknina sem fangar og fargar koldíoxíð úr útblæstri. Koldíoxíðinu er blandað saman við vatn og verður þá til sódavatn sem er dælt niður í berglög þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Ferlið er bæði náttúrulegt og umhverfisvænt, og geta íslensk berglög fræðilega séð bundið milljarða tonna af koldíoxíði. Tækninni hefur verið beitt með góðum árangri frá árinu 2014 til að minnka kolefnisspor Hellisheiðarvirkjunar sem Orka náttúrunnar rekur. ...og Climeworks fangar Til að markmið Parísarsamkomulagsins náist er samt ekki nóg að minnka útblástur. Það þarf einnig að endurheimta hluta þess CO2 sem þegar hefur verið sleppt út í lofthjúpinn. Skógrækt er mikilvæg leið til að binda koldíoxíð úr andrúmslofti en staðreyndin er sú að hún nægir ekki ein og sér. Nýjar tæknilausnir, líkt og loftsugutækni sem svissneska fyrirtækið Climeworks hefur þróað, eru nauðsynlegar til að draga úr styrk koldíoxíðs í andrúmslofti. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar alþjóðlegra stórfyrirtækja í loftsugutækni er Hellisheiði eini staðurinn í heiminum þar sem CO2 úr andrúmlofti er bæði fangað og fargað varanlega. Nýverið tilkynnti Climeworks, í samstarfi við Orku náttúrunnar og Carbfix, um áform sín um stóraukin umsvif á Íslandi. Fyrirtækið hefur hafið uppsetningu á loftsugustöð í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar sem mun hreinsa 4000 tonn af koldíoxíði úr andrúmslofti árlega sem síðan verður fargað varanlega með Carbfix aðferðinni. Þrátt fyrir að 4000 tonn séu aðeins brot af þeim milljónum tonna sem þarf að hreinsa úr andrúmsloftinu á komandi áratugum er um brautryðjendastarf að ræða sem hefur alla burði til að vaxa hratt að umfangi. Ísland í fararbroddi gegn loftslagsvá Spár gera ráð fyrir að þessi nýja loftsugu- og kolefnisförgunartækni muni hafa úrslitaáhrif um það hvort markmið Parísarsamkomulagsins náist um miðbik aldarinnar. Íslenskur berggrunnur, tækniþekking og hrein orka gera landið sérlega hentugt til að leiða áframhaldandi þróun þessarar tækni. Ísland hefur allt sem til þarf til að byggja upp nýjan, loftslagsvænan iðnað sem getur skipt sköpum fyrir framtíð jarðar. Höfundar eru Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar og Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Rán Ólafsdóttir Orkumál Loftslagsmál Edda Sif Aradóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Baráttan gegn hlýnun Jarðar og loftlagsbreytingum er eitt af brýnustu úrlausnarefnum samtímans. Viðfangsefnin eru mörg, frá verndun skóga og votlendis yfir í orkuskipti og að draga verulega úr útblæstri skaðlegra lofttegunda. Hugvit, tæknilausnir og nýjar grænar atvinnugreinar eru forsenda þess að loftslagsmarkmið heimsins náist. Með nýju samstarfi Carbfix, Orku náttúrunnar og svissneska fyrirtækisins Climeworks hefur í fyrsta sinn verið þróuð tæknilausn sem fangar koldíoxíð beint úr andrúmslofti sem fargað er varanlega með umbreytingu í stein. Carbfix fargar... Rætur hins íslenska Carbfix ná aftur til 2007 þegar Orkuveita Reykjavíkur hóf, í samvinnu við Háskóla Íslands og alþjóðlegt teymi vísindafólks, að þróa Carbfix tæknina sem fangar og fargar koldíoxíð úr útblæstri. Koldíoxíðinu er blandað saman við vatn og verður þá til sódavatn sem er dælt niður í berglög þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Ferlið er bæði náttúrulegt og umhverfisvænt, og geta íslensk berglög fræðilega séð bundið milljarða tonna af koldíoxíði. Tækninni hefur verið beitt með góðum árangri frá árinu 2014 til að minnka kolefnisspor Hellisheiðarvirkjunar sem Orka náttúrunnar rekur. ...og Climeworks fangar Til að markmið Parísarsamkomulagsins náist er samt ekki nóg að minnka útblástur. Það þarf einnig að endurheimta hluta þess CO2 sem þegar hefur verið sleppt út í lofthjúpinn. Skógrækt er mikilvæg leið til að binda koldíoxíð úr andrúmslofti en staðreyndin er sú að hún nægir ekki ein og sér. Nýjar tæknilausnir, líkt og loftsugutækni sem svissneska fyrirtækið Climeworks hefur þróað, eru nauðsynlegar til að draga úr styrk koldíoxíðs í andrúmslofti. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar alþjóðlegra stórfyrirtækja í loftsugutækni er Hellisheiði eini staðurinn í heiminum þar sem CO2 úr andrúmlofti er bæði fangað og fargað varanlega. Nýverið tilkynnti Climeworks, í samstarfi við Orku náttúrunnar og Carbfix, um áform sín um stóraukin umsvif á Íslandi. Fyrirtækið hefur hafið uppsetningu á loftsugustöð í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar sem mun hreinsa 4000 tonn af koldíoxíði úr andrúmslofti árlega sem síðan verður fargað varanlega með Carbfix aðferðinni. Þrátt fyrir að 4000 tonn séu aðeins brot af þeim milljónum tonna sem þarf að hreinsa úr andrúmsloftinu á komandi áratugum er um brautryðjendastarf að ræða sem hefur alla burði til að vaxa hratt að umfangi. Ísland í fararbroddi gegn loftslagsvá Spár gera ráð fyrir að þessi nýja loftsugu- og kolefnisförgunartækni muni hafa úrslitaáhrif um það hvort markmið Parísarsamkomulagsins náist um miðbik aldarinnar. Íslenskur berggrunnur, tækniþekking og hrein orka gera landið sérlega hentugt til að leiða áframhaldandi þróun þessarar tækni. Ísland hefur allt sem til þarf til að byggja upp nýjan, loftslagsvænan iðnað sem getur skipt sköpum fyrir framtíð jarðar. Höfundar eru Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar og Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun