Íslenski boltinn

Hafa skorað í öllum útileikjum sínum í sumar en aldrei unnið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valdimar Ingi Jónsson og félagar í Fjölnisliðinu eru búnir að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum í sumar.
Valdimar Ingi Jónsson og félagar í Fjölnisliðinu eru búnir að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum í sumar. Vísir/HAG

Fjölnismenn eru eitt af fjórum liðum í Pepsi Max deild karla í sumar sem hafa skorað í öllum útileikjum sínum. Þrátt fyrir þessa staðreynd þá hefur Fjölnisliðið ekki náð að vinna neinn af þessum fimm útileikjum sinum.

Aðeins þrjú önnur félög í deildinni hafa skorað í öllum útileikjum sínum til þessa í sumar og þau þrjú, Valur, ÍA og FH, hafa samanlagt unnið tíu útileiki.

Valsliðið hefur unnið alla sína fimm útileiki, FH-ingar þrjá af fimm leikjum utan Kaplakrika og Skagamenn hafa unnið 2 af 6 útileikjum sínum.

Fjölnisliðið hefur reyndar náð í stig í meirihluta útileikjanna með jafnteflum á móti KR, Víkingi og KA. Útileikirnir á móti Kópavogsliðunum Breiðabliki og HK töpuðust.

Fjölnir mætir nágrönnum sínum í kvöld því þeir fara yfir Gullinbrúna og yfir í Árbæinn. Leikur Fylkis og Fjölnis, sem er fyrsti leikurinn í 14. umferð (í raun 12. umferð), hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19.05.

Mark í hæsta hlutfalli útileikja liða í Pepsi Max deildinni 2020:

  • 100% - ÍA (6 af 6)
  • 100% - Fjölnir (5 af 5)
  • 100% - FH (5 af 5)
  • 100% - Valur (5 af 5)
  • 83% - Breiðablik (5 af 6)
  • 83% - HK (5 af 6)
  • 80% - Stjarnan (4 af 5)
  • 80% - Fylkir (4 af 5)
  • 75% - KR (3 af 4)
  • 67% - Víkingur R. (4 af 6)
  • 50% - Grótta (3 af 6)
  • 50% - KA (2 af 4)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×