Svavar Knútur, Ásgeir og Brek taka þátt í Global Music Match Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 13:00 Verkefnið miðar að því að kynna tónlistarfólk og efla tengslanet þeirra á alþjóðavísu. Aðsendar myndir Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, tekur þátt nýju alþjóðalegu verkefni sem miðar að því að kynna tónlistarfólk og efla tengslanet þeirra á alþjóðavísu. Verkefnið nefnist Global Music Match en 96 tónlistamenn frá 14 löndum taka þátt, þar af eru þrír fulltrúar frá Íslandi. Þetta er talið vera eitt stærsta tengslamyndunarverkefni í tónlistargeiranum sem fer einungis fram á netinu. „Stofnendur Global Music Match eru Sounds Australia, Showcase Scotland Expo og Canada East Coast Music Association. Samstarfsaðilar verkefnisins eru 11 útflutningsskrifstofur og tónlistarhátíðir víðsvegar að úr heiminum. Markmið verkefnisins er að kynna tónlistarfólk á alþjóðavísu og gefa þeim tækifæri til að stækka fylgjendahópinn sinn og mynda tengslanet á þessum krefjandi tímum heimsfaraldurisins,“ segir í tilkynningu frá ÚTÓN. „Samfélagsmiðlar og tengslanet tónlistarfólksins sem tekur þátt eru nýttir til fulls en í hverri viku mun tónlistarfólk frá hverju landi kynna annað tónlistarfólk frá öðru landi fyrir fylgjendum sínum. Tónlistarfólkið fær þá tækifæri til að fá tónlist sína kynnta fyrir alþjóðalegum áhorfendum og byggja þar með upp fylgjendahóp sinn. Að þessu sinni er áherslan lögð á þjóðlaga- og alþýðutónlist en stefnt er að því að færa út kvíarnar yfir í aðrar tónlistarstefnur þegar fram líða stundir.“ Þeir sem taka þátt frá Íslandi eru Ásgeir Ásgeirsson, hljómsveitin Brek og Svavar Knútur. Ásgeir Ásgeirsson er gítarleikari sem á langan feril að baki, hann hefur gefið út fimm þjóðlagaplötur og síðasta platan hans sem kom út á árinu heitir Persian Path og er með íslenskum þjóðlögum sem tekin voru upp með hljóðfæraleikurum frá Íran. Hljómsveitin Brek var stofnuð 2018 með þá áherslu að tvinna saman hina mismunandi stíla þjóðlaga- og dægurtónlistar. Brek skipa Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa, Harpa Þorvaldsdóttir syngur og leikur á píanó, Guðmundur Atli Pétursson leikur á mandólín og Jóhann Ingi Benediktsson leikur á gítar og syngur. Svavar Knútur hefur ferðast vítt og breitt um landið sem og heiminn og sagt sögur í gegnum tónlist. Hann hefur verið vinsæll í áraraðir og hefur gefið út fimm plötur á ferli sínum. „Verkefnið er einstakt á þann hátt að það er ákveðið svar við þeim takmörkunum sem lagðar eru á tónlistariðnaðinn á tímum COVID-19. Eins og kemur fram í skýrslu um áhrif COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað hefur allt tónleikahald í hefðbundinni mynd, sér í lagi erlendis, að mestu leyti lagst niður. Þetta er öðruvísi tækifæri til útflutnings á tónlist heldur en áður hefur verið og sýnir að á krefjandi tímum geta ný tækifæri myndast,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hjálpa tónlistarfólki að móta ferilinn og læra meira um bransann Á dögunum opnaði Tónatal, fyrsta alhliða upplýsingaveita tónlistariðnaðarins á Íslandi. Vefsíðan er full af gagnlegu og skemmtilegu efni tengt tónlist. Sem hluti af þessu hefur farið af stað hlaðvarpið Bransakjaftæði. 19. ágúst 2020 15:44 Faraldurinn hafði áhrif á allan tónlistariðnaðinn Skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað kom út á dögunum. 8. júlí 2020 12:21 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, tekur þátt nýju alþjóðalegu verkefni sem miðar að því að kynna tónlistarfólk og efla tengslanet þeirra á alþjóðavísu. Verkefnið nefnist Global Music Match en 96 tónlistamenn frá 14 löndum taka þátt, þar af eru þrír fulltrúar frá Íslandi. Þetta er talið vera eitt stærsta tengslamyndunarverkefni í tónlistargeiranum sem fer einungis fram á netinu. „Stofnendur Global Music Match eru Sounds Australia, Showcase Scotland Expo og Canada East Coast Music Association. Samstarfsaðilar verkefnisins eru 11 útflutningsskrifstofur og tónlistarhátíðir víðsvegar að úr heiminum. Markmið verkefnisins er að kynna tónlistarfólk á alþjóðavísu og gefa þeim tækifæri til að stækka fylgjendahópinn sinn og mynda tengslanet á þessum krefjandi tímum heimsfaraldurisins,“ segir í tilkynningu frá ÚTÓN. „Samfélagsmiðlar og tengslanet tónlistarfólksins sem tekur þátt eru nýttir til fulls en í hverri viku mun tónlistarfólk frá hverju landi kynna annað tónlistarfólk frá öðru landi fyrir fylgjendum sínum. Tónlistarfólkið fær þá tækifæri til að fá tónlist sína kynnta fyrir alþjóðalegum áhorfendum og byggja þar með upp fylgjendahóp sinn. Að þessu sinni er áherslan lögð á þjóðlaga- og alþýðutónlist en stefnt er að því að færa út kvíarnar yfir í aðrar tónlistarstefnur þegar fram líða stundir.“ Þeir sem taka þátt frá Íslandi eru Ásgeir Ásgeirsson, hljómsveitin Brek og Svavar Knútur. Ásgeir Ásgeirsson er gítarleikari sem á langan feril að baki, hann hefur gefið út fimm þjóðlagaplötur og síðasta platan hans sem kom út á árinu heitir Persian Path og er með íslenskum þjóðlögum sem tekin voru upp með hljóðfæraleikurum frá Íran. Hljómsveitin Brek var stofnuð 2018 með þá áherslu að tvinna saman hina mismunandi stíla þjóðlaga- og dægurtónlistar. Brek skipa Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa, Harpa Þorvaldsdóttir syngur og leikur á píanó, Guðmundur Atli Pétursson leikur á mandólín og Jóhann Ingi Benediktsson leikur á gítar og syngur. Svavar Knútur hefur ferðast vítt og breitt um landið sem og heiminn og sagt sögur í gegnum tónlist. Hann hefur verið vinsæll í áraraðir og hefur gefið út fimm plötur á ferli sínum. „Verkefnið er einstakt á þann hátt að það er ákveðið svar við þeim takmörkunum sem lagðar eru á tónlistariðnaðinn á tímum COVID-19. Eins og kemur fram í skýrslu um áhrif COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað hefur allt tónleikahald í hefðbundinni mynd, sér í lagi erlendis, að mestu leyti lagst niður. Þetta er öðruvísi tækifæri til útflutnings á tónlist heldur en áður hefur verið og sýnir að á krefjandi tímum geta ný tækifæri myndast,“ segir enn fremur í tilkynningunni.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hjálpa tónlistarfólki að móta ferilinn og læra meira um bransann Á dögunum opnaði Tónatal, fyrsta alhliða upplýsingaveita tónlistariðnaðarins á Íslandi. Vefsíðan er full af gagnlegu og skemmtilegu efni tengt tónlist. Sem hluti af þessu hefur farið af stað hlaðvarpið Bransakjaftæði. 19. ágúst 2020 15:44 Faraldurinn hafði áhrif á allan tónlistariðnaðinn Skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað kom út á dögunum. 8. júlí 2020 12:21 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Hjálpa tónlistarfólki að móta ferilinn og læra meira um bransann Á dögunum opnaði Tónatal, fyrsta alhliða upplýsingaveita tónlistariðnaðarins á Íslandi. Vefsíðan er full af gagnlegu og skemmtilegu efni tengt tónlist. Sem hluti af þessu hefur farið af stað hlaðvarpið Bransakjaftæði. 19. ágúst 2020 15:44
Faraldurinn hafði áhrif á allan tónlistariðnaðinn Skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað kom út á dögunum. 8. júlí 2020 12:21