ESPN: Man. City að skoða það að kaupa Lionel Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 09:00 Lionel Messi var bæði með yfir tuttugu mörk og tuttugu stoðsendingar fyrir Barcelona í spænsku deildinni á síðustu leiktíð. Getty/Rafael Marchante Manchester City er sagt vera að reikna það út hvort félagið eigi möguleika á því að kaupa Lionel Messi án þess að brjóta rekstrarreglur UEFA. Þetta herma heimildir bandaríska íþróttamiðilsins ESPN sem slær þessu upp á heimasíðu sinni. Forráðamenn Manchester City gera sér alveg grein fyrir því að það gæti orðið mjög flókið mál að landa leikmanni eins og sjálfum Lionel Messi. Lykilatriði er að Barcelona sé tilbúið að selja leikmanninn fyrir raunhæfa upphæð. Messi er orðinn 33 ára gamall og hefur spilað allan sinn feril með Barcelona liðinu þar sem hann á flest met félagsins. Manchester City are crunching the numbers to work out if they would be able to sign Lionel Messi if he becomes available, sources have told @moillorens & @RodrigoFaez. https://t.co/W9VSkuVYFp— ESPN FC (@ESPNFC) August 24, 2020 ESPN hafði áður sagt frá því að einhverjir í stjórn Barcelona séu tilbúnir að selja Messi ef argentínski snillingurinn heldur áfram að pressa á það að komast í burtu frá félaginu. Framtíð Barcelona er ekki björt eins og er því liðið hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin ár og það lítur út fyrir að Börsungar séu nú á tímamótum. Það er kannski ekki mjög spennandi fyrir leikmann á aldri Messi að taka þátt í enduruppbyggingu á þessum tímapunkti á sínum ferli. Messi er með samning við Barcelona út næsta tímabil og það kostar 700 milljónir evra að kaupa hann út. Það er ekkert félag að fara borga slíka upphæð fyrir hann. Manchester City are reportedly crunching the numbers to see if they could make a bid for Lionel Messi Latest gossip https://t.co/p5AtVZFAGv pic.twitter.com/x6YbasqhLR— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2020 Ronald Koeman tók við Barcelona liðinu á dögunum og hann hefur fundað með Lionel Messi um framtíðina. Barcelona vann engan titil á síðasta tímabil og endaði það með 8-2 tapi á móti Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lið eins og Paris Saint Germain í Frakklandi og Internazionale frá Ítalíu hafa einnig verið nefnd sem hugsanlegur áfangastaður Messi en áfram eru þó mestar líkur á því að hann verði áfram hjá Barcelona. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Manchester City er sagt vera að reikna það út hvort félagið eigi möguleika á því að kaupa Lionel Messi án þess að brjóta rekstrarreglur UEFA. Þetta herma heimildir bandaríska íþróttamiðilsins ESPN sem slær þessu upp á heimasíðu sinni. Forráðamenn Manchester City gera sér alveg grein fyrir því að það gæti orðið mjög flókið mál að landa leikmanni eins og sjálfum Lionel Messi. Lykilatriði er að Barcelona sé tilbúið að selja leikmanninn fyrir raunhæfa upphæð. Messi er orðinn 33 ára gamall og hefur spilað allan sinn feril með Barcelona liðinu þar sem hann á flest met félagsins. Manchester City are crunching the numbers to work out if they would be able to sign Lionel Messi if he becomes available, sources have told @moillorens & @RodrigoFaez. https://t.co/W9VSkuVYFp— ESPN FC (@ESPNFC) August 24, 2020 ESPN hafði áður sagt frá því að einhverjir í stjórn Barcelona séu tilbúnir að selja Messi ef argentínski snillingurinn heldur áfram að pressa á það að komast í burtu frá félaginu. Framtíð Barcelona er ekki björt eins og er því liðið hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin ár og það lítur út fyrir að Börsungar séu nú á tímamótum. Það er kannski ekki mjög spennandi fyrir leikmann á aldri Messi að taka þátt í enduruppbyggingu á þessum tímapunkti á sínum ferli. Messi er með samning við Barcelona út næsta tímabil og það kostar 700 milljónir evra að kaupa hann út. Það er ekkert félag að fara borga slíka upphæð fyrir hann. Manchester City are reportedly crunching the numbers to see if they could make a bid for Lionel Messi Latest gossip https://t.co/p5AtVZFAGv pic.twitter.com/x6YbasqhLR— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2020 Ronald Koeman tók við Barcelona liðinu á dögunum og hann hefur fundað með Lionel Messi um framtíðina. Barcelona vann engan titil á síðasta tímabil og endaði það með 8-2 tapi á móti Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lið eins og Paris Saint Germain í Frakklandi og Internazionale frá Ítalíu hafa einnig verið nefnd sem hugsanlegur áfangastaður Messi en áfram eru þó mestar líkur á því að hann verði áfram hjá Barcelona.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira