Sér eftir því að hafa trúað flökkusögum um Covid-19 eftir að hafa misst eiginkonuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2020 22:04 Margir ganga með grímur í Bandaríkjunum. Getty/Sebastian Condrea Leigubílstjóri í Flórída-ríki Bandaríkjanna, sem trúði flökkusögum um Covid-19, segist nú sjá eftir að hafa ekki tekið kórónuveirufaraldurinn alvarlega frá byrjun, eftir að eiginkona hans lést af völdum Covid-19. Hann biðlar til samlanda sinna um að fylgja ýtrustu sóttvarnarfyrirmælum. BBC fjallar um málið en breski fjölmiðillinn hefur að undanförnu fjallað sérstaklega um dauðsföll og mannskaða sem rekja má að einhverju leyti til upplýsingaóreiðu um heimsfaraldur kórónveiru. Í frétt BBC er saga Brian Lee Hitchens og eiginkonu hans Erin rakin. Kemur fram að þegar fyrstu fregnir af kórónuveiruinni hafi farið að láta kræla á sér hafi þau ekki pælt mikið í þeim fregnum. Þau hafi hins vegar lesið á netinu falskar sögusagnir og samsæriskenningar um að kórónuveirufaraldurinn mætti rekja til 5G-væðingar, væri gabb eða álíka alvarlegur og venjulegt kvef og talið þær skýringar líklegar. Því hafi þau ekki sóttvarnartilmæli alvarlega þegar faraldurinn kom til Bandaríkjanna. Brian hélt áfram að starfa sem leigubílstjóri og hirti lítið um að bera grímu á almannafæri, halda fjarlægðarmörkum og svona mætti áfram telja. Brian og Erin smituðust af veirunni í maí á þessu ári. Brian jafnaði sig en Erin, sem glímdi við undirliggjandi sjúkdóma, lést af völdum veirunnar. Í kjölfar andláts eiginkonunnar skrifaði Brian færslu á Facebook sem fór víða. Þar biðlaði hann til almennings um að taka veiruna alvarlega. Í samtali við BBC segir Brian óska þess að hann hafi tekið veiruna alvarlega frá upphafi, og hann vonaði að eiginkona hans gæti fyrirgefið honum. „Þetta er alvöru veira sem hefur mismunandi áhrif á fólk. Ég get ekki breytt fortíðinni. Ég get aðeins lifað í núinu og tekið betri ákvarðanir í framtíðinni,“ sagði Brian í samtali við BBC. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Sjá meira
Leigubílstjóri í Flórída-ríki Bandaríkjanna, sem trúði flökkusögum um Covid-19, segist nú sjá eftir að hafa ekki tekið kórónuveirufaraldurinn alvarlega frá byrjun, eftir að eiginkona hans lést af völdum Covid-19. Hann biðlar til samlanda sinna um að fylgja ýtrustu sóttvarnarfyrirmælum. BBC fjallar um málið en breski fjölmiðillinn hefur að undanförnu fjallað sérstaklega um dauðsföll og mannskaða sem rekja má að einhverju leyti til upplýsingaóreiðu um heimsfaraldur kórónveiru. Í frétt BBC er saga Brian Lee Hitchens og eiginkonu hans Erin rakin. Kemur fram að þegar fyrstu fregnir af kórónuveiruinni hafi farið að láta kræla á sér hafi þau ekki pælt mikið í þeim fregnum. Þau hafi hins vegar lesið á netinu falskar sögusagnir og samsæriskenningar um að kórónuveirufaraldurinn mætti rekja til 5G-væðingar, væri gabb eða álíka alvarlegur og venjulegt kvef og talið þær skýringar líklegar. Því hafi þau ekki sóttvarnartilmæli alvarlega þegar faraldurinn kom til Bandaríkjanna. Brian hélt áfram að starfa sem leigubílstjóri og hirti lítið um að bera grímu á almannafæri, halda fjarlægðarmörkum og svona mætti áfram telja. Brian og Erin smituðust af veirunni í maí á þessu ári. Brian jafnaði sig en Erin, sem glímdi við undirliggjandi sjúkdóma, lést af völdum veirunnar. Í kjölfar andláts eiginkonunnar skrifaði Brian færslu á Facebook sem fór víða. Þar biðlaði hann til almennings um að taka veiruna alvarlega. Í samtali við BBC segir Brian óska þess að hann hafi tekið veiruna alvarlega frá upphafi, og hann vonaði að eiginkona hans gæti fyrirgefið honum. „Þetta er alvöru veira sem hefur mismunandi áhrif á fólk. Ég get ekki breytt fortíðinni. Ég get aðeins lifað í núinu og tekið betri ákvarðanir í framtíðinni,“ sagði Brian í samtali við BBC.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Sjá meira