„Þykir leitt að menn hafi gleymt sér“ Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2020 16:45 Leikmenn Stjörnunnar og Aftureldingar féllust í faðma eftir leik. skjáskot/Selfoss TV „Því miður er þetta hættan þegar menn eru að byrja aftur upp á nýtt, að þeir gleymi sér í hita leiksins,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um brot nokkurra liða á sóttvarnareglum á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi. HSÍ gáfu í samráði við sóttvarnayfirvöld út reglur fyrir tíu dögum um sóttvarnir á æfingum og í æfingaleikjum, vegna kórónuveirufaraldursins. Róbert segir þær að mestu hafa verið mjög vel virtar á mótinu á Selfossi en eins og Vísir fjallaði um í dag virtu fáein lið þó að vettugi reglu um að forðast samgang eftir að leik lýkur. Mátti sjá andstæðinga gefa hver öðrum spaðafimmur og fallast í faðma. „Það kom í ljós eftir leik Aftureldingar og Stjörnunnar síðasta þriðjudag að ákveðnir hlutir hefðu verið í bága við þær reglur sem við höfðum gefið út. Við sendum þá út ítrekanir á félögin, en þetta kom greinilega upp aftur á laugardaginn,“ segir Róbert, og vísar til leiks Selfoss og ÍBV á laugardag. „Við höfum ítrekað núna aftur við félögin að gæta að þeim reglum sem eru í gildi. Almennt var framkvæmdin á Selfossi mjög góð og sem betur fer sást þetta nú ekki nema í örfáum leikjum. En vissulega má gera betur, eins og sést bersýnilega á þessum myndum. Mér þykir aðallega leitt að menn hafi gleymt sér, og við höfum ítrekað það við félögin almennt að við þurfum að gæta okkar. Að við förum eftir þeim reglum sem séu í gildi,“ segir Róbert. „Lítum á það sem forréttindi að fá að spila“ En gæti verið að leikmenn sjái einfaldlega ekki tilgang í að forðast snertingu, eftir að hafa tekist á í handboltaleik með tilheyrandi nánd við andstæðingana? „Ég held að þetta sé frekar gleymska. Menn eru kannski búnir að takast á í sextíu mínútur og eru vanir því að þakka fyrir sig að leik loknum. Þessari háttvísi höfum við alið á í íþróttum mjög lengi, en allt í einu núna, sökum ástandsins, verðum við eðlilega að falla frá þessu vegna sóttvarna,“ segir Róbert og vonar að handboltafélög landsins gæti betur að gildandi reglum nú þegar stutt er í að Íslandsmótið hefjist. „Það er okkar að framfylgja þessum reglum og almennt séð hefur það gengi mjög vel. Leikmenn hafa passað sig – nota til dæmis ekki búningsklefa heldur mæta klæddir, og taka þessu alvarlega eins og flestallir í þessu þjóðfélagi. Við lítum á það sem forréttindi að fá að spila og æfa handbolta í þessu ástandi, og það vilja allir gera sitt besta til að framfylgja þeim reglum sem fyrir eru.“ Olís-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) UMF Selfoss Tengdar fréttir Faðmlög og fimmur þvert á sóttvarnareglur Andstæðingar föðmuðust og smelltu saman lófum í lok hluta leikja á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi, þvert á þær sóttvarnareglur sem settar voru svo að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju. 24. ágúst 2020 12:30 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
„Því miður er þetta hættan þegar menn eru að byrja aftur upp á nýtt, að þeir gleymi sér í hita leiksins,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um brot nokkurra liða á sóttvarnareglum á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi. HSÍ gáfu í samráði við sóttvarnayfirvöld út reglur fyrir tíu dögum um sóttvarnir á æfingum og í æfingaleikjum, vegna kórónuveirufaraldursins. Róbert segir þær að mestu hafa verið mjög vel virtar á mótinu á Selfossi en eins og Vísir fjallaði um í dag virtu fáein lið þó að vettugi reglu um að forðast samgang eftir að leik lýkur. Mátti sjá andstæðinga gefa hver öðrum spaðafimmur og fallast í faðma. „Það kom í ljós eftir leik Aftureldingar og Stjörnunnar síðasta þriðjudag að ákveðnir hlutir hefðu verið í bága við þær reglur sem við höfðum gefið út. Við sendum þá út ítrekanir á félögin, en þetta kom greinilega upp aftur á laugardaginn,“ segir Róbert, og vísar til leiks Selfoss og ÍBV á laugardag. „Við höfum ítrekað núna aftur við félögin að gæta að þeim reglum sem eru í gildi. Almennt var framkvæmdin á Selfossi mjög góð og sem betur fer sást þetta nú ekki nema í örfáum leikjum. En vissulega má gera betur, eins og sést bersýnilega á þessum myndum. Mér þykir aðallega leitt að menn hafi gleymt sér, og við höfum ítrekað það við félögin almennt að við þurfum að gæta okkar. Að við förum eftir þeim reglum sem séu í gildi,“ segir Róbert. „Lítum á það sem forréttindi að fá að spila“ En gæti verið að leikmenn sjái einfaldlega ekki tilgang í að forðast snertingu, eftir að hafa tekist á í handboltaleik með tilheyrandi nánd við andstæðingana? „Ég held að þetta sé frekar gleymska. Menn eru kannski búnir að takast á í sextíu mínútur og eru vanir því að þakka fyrir sig að leik loknum. Þessari háttvísi höfum við alið á í íþróttum mjög lengi, en allt í einu núna, sökum ástandsins, verðum við eðlilega að falla frá þessu vegna sóttvarna,“ segir Róbert og vonar að handboltafélög landsins gæti betur að gildandi reglum nú þegar stutt er í að Íslandsmótið hefjist. „Það er okkar að framfylgja þessum reglum og almennt séð hefur það gengi mjög vel. Leikmenn hafa passað sig – nota til dæmis ekki búningsklefa heldur mæta klæddir, og taka þessu alvarlega eins og flestallir í þessu þjóðfélagi. Við lítum á það sem forréttindi að fá að spila og æfa handbolta í þessu ástandi, og það vilja allir gera sitt besta til að framfylgja þeim reglum sem fyrir eru.“
Olís-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) UMF Selfoss Tengdar fréttir Faðmlög og fimmur þvert á sóttvarnareglur Andstæðingar föðmuðust og smelltu saman lófum í lok hluta leikja á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi, þvert á þær sóttvarnareglur sem settar voru svo að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju. 24. ágúst 2020 12:30 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Faðmlög og fimmur þvert á sóttvarnareglur Andstæðingar föðmuðust og smelltu saman lófum í lok hluta leikja á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi, þvert á þær sóttvarnareglur sem settar voru svo að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju. 24. ágúst 2020 12:30
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti