Þróun bóluefnis stórkostlegur sigur samvinnu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 20:00 Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. Í dag eru sex álitleg bóluefni við Covid-19 á seinni stigum rannsókna, 28 eru í klínískum tilraunum og 138 til viðbótar á fyrri stigum tilrauna. Venjulega tekur fimm til sjö ár að þróa ný bóluefni en þetta er staðan aðeins átta mánuðum eftir að kórónuveiran uppgötvaðist. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir það stórkostlegan sigur fyrir vísindin. „Það sem gerist er að það verður þessi gríðarlega samvinna og samskipti. Okkar fremstu vísindamenn á alþjóðavísu og fyrirtæki á þessum markaði fara að deila upplýsingum. Þetta er einstakt - sigur fyrir mannkynið, ef ég má orða það sem svo,“ segir Björn Rúnar. Eitt þeirra bóluefna sem er komið á lokastig rannsókna er unnið af breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca í samstarfi við Oxford-háskóla. Vonast er til að öll leyfi verði komin fyrir áramót, framleiddir verði tveir milljarðar skammta. Þar af fari fjögur hundruð milljón skammtar til Evrópu og mun Svíþjóð hafa milligöngu um skammta til Íslands. Forniðurstöður lofa góðu. Þúsund voru bólusettir með einum skammti af lyfi og 95% sýndu hlutleysandi mótefni. „En við eigum eftir að sjá hvort þau séu verndandi, verndi fólk fyrir smiti - það er stóra spurningin!“ Björn Rúnar gerir ráð fyrir að settar verði ábendingar um að áhættuhópar verði í forgangi eins og gert er með inflúensu. Hann segir eftirlitsstofnanir gegna mikilvægu hlutverki í svona miklum hraða en hann ber sjálfur traust til framleiðenda. Hann myndi að minnsta kosti ráðleggja sínum sjúklingum að nota það. „Niðurstöðurnar, fjöldinn af lyfjum, aðilar sem standa að þessu og einhugur um að setja öruggt lyf á markað - það róar mig,“ segir Björn Rúnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. Í dag eru sex álitleg bóluefni við Covid-19 á seinni stigum rannsókna, 28 eru í klínískum tilraunum og 138 til viðbótar á fyrri stigum tilrauna. Venjulega tekur fimm til sjö ár að þróa ný bóluefni en þetta er staðan aðeins átta mánuðum eftir að kórónuveiran uppgötvaðist. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir það stórkostlegan sigur fyrir vísindin. „Það sem gerist er að það verður þessi gríðarlega samvinna og samskipti. Okkar fremstu vísindamenn á alþjóðavísu og fyrirtæki á þessum markaði fara að deila upplýsingum. Þetta er einstakt - sigur fyrir mannkynið, ef ég má orða það sem svo,“ segir Björn Rúnar. Eitt þeirra bóluefna sem er komið á lokastig rannsókna er unnið af breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca í samstarfi við Oxford-háskóla. Vonast er til að öll leyfi verði komin fyrir áramót, framleiddir verði tveir milljarðar skammta. Þar af fari fjögur hundruð milljón skammtar til Evrópu og mun Svíþjóð hafa milligöngu um skammta til Íslands. Forniðurstöður lofa góðu. Þúsund voru bólusettir með einum skammti af lyfi og 95% sýndu hlutleysandi mótefni. „En við eigum eftir að sjá hvort þau séu verndandi, verndi fólk fyrir smiti - það er stóra spurningin!“ Björn Rúnar gerir ráð fyrir að settar verði ábendingar um að áhættuhópar verði í forgangi eins og gert er með inflúensu. Hann segir eftirlitsstofnanir gegna mikilvægu hlutverki í svona miklum hraða en hann ber sjálfur traust til framleiðenda. Hann myndi að minnsta kosti ráðleggja sínum sjúklingum að nota það. „Niðurstöðurnar, fjöldinn af lyfjum, aðilar sem standa að þessu og einhugur um að setja öruggt lyf á markað - það róar mig,“ segir Björn Rúnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira