Lífið

Bein út­sending: Hlaupa­bretta­á­skorunin 2020

Tinni Sveinsson skrifar
Steindi hleypur fyrir Reykjavíkurmaraþon.
Steindi hleypur fyrir Reykjavíkurmaraþon.

Eins og flestir vita nú þegar fór Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka ekki fram í ár. Til að styðja við bakið á góðgerðarfélögunum var þeim boðið að taka þátt í hlaupabrettaáskorun. 

Áskorunin fer þannig fram að hlauparar frá nokkrum af þeim fjölmörgu góðgerðarfélögum sem skráð eru á hlaupstyrkur.is hlaupa stanslaust frá klukkan 14 til 16.17 en það er hraðasta tími sem náðst hefur í heilu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Hlaupabrettaáskorunin verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Tekin verða viðtöl við góðgerðarfélögin og hlauparana. Við hvetjum alla til að fylgjast með og heita á góðgerðarfélögin og hlauparana.

RMI 2020 - Hlaupabrettaáskorun styrktarfélaganna

Eins og flestir vita nú þegar mun Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka ekki fara fram í ár. Til að styðja við bakið á góðgerðarfélögunum höfum við boðið þeim að taka þátt í hlaupabrettaáskorun. Áskorunin fer fram sunnudaginn 23. ágúst næstkomandi í Reebok Fitness Holtagörðum en þar munu nokkur af þeim fjölmörgu góðgerðarfélögum sem skráð eru á hlaupstyrkur.is hlaupa stanslaust frá kl. 14:00 - 16:17 en það er hraðasta tími sem náðst hefur í heilu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Hlaupabrettaáskorunin verður í beinni útsendingu á facebooksíðu Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka og visir.is. Tekin verða viðtöl við góðgerðarfélögin og hlauparana. Við hvetjum alla til að fylgjast með og heita á góðgerðarfélögin og hlauparana.

Posted by Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka on Sunday, August 23, 2020

Á meðal góðgerðarfélaga sem ætla að taka þátt eru:

  • ADHD Samtökin
  • Bergið Headspace
  • Píeta Samtökin, 
  • Einstök börn
  • Ljónshjarta, Ljósið
  • Gleymmérei

Áheitasöfnunin fer síðan fram á síðunni hlaupastyrkur.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.